Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvert er fræðiheitið um "meltibólur" og um "niðurbrot stórsameinda"?

Elín Elísabet Torfadóttir

Erlenda fræðiheitið á meltibólum er lysosomes. Meltibólur innihalda ensím sem brjóta niður úr sér gengin frumulíffæri og stórsameindir auk þess að brjóta niður agnir frá yfirborði frumunnar sem eru teknar inn í frumuna með innfrumun (endocytosis). Inni í þessum meltibólum er mjög súrt umhverfi sem hjálpar til við niðurbrot sameindanna auk þess sem ensímin sem þar starfa eru virkust við lágt sýrustig.

Ferlið sem flytur sameindir frá yfirborði frumunnar kallast innfrumun og fer þannig fram að hluti frumuhimnunnar hvelfist inn og myndar blöðru utan um ögnina/sameindina sem á að innbyrða. Blaðran losnar frá og flyst inn í umfrymið þar sem hún rennur saman við meltibólur og losar innihald sitt inn í þær.

Gerður er greinarmunur á tveimur megingerðum innfrumunar eftir stærð innblöðrunnar sem myndast. Frumudrykkja (pinocytosis) er aðferð til að taka upp leysanleg efni í umhverfi frumunnar en frumuát (phagocytosis) felur í sér inntöku stórra agna eins og til dæmis örvera eða frumuleifa.

Niðurbrot stórsameinda kallast á ensku macromolecular digestion.

Höfundur

Útgáfudagur

22.11.2000

Spyrjandi

Ólöf Sigríður Indriðadóttir Erlingson

Tilvísun

Elín Elísabet Torfadóttir. „Hvert er fræðiheitið um "meltibólur" og um "niðurbrot stórsameinda"?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2000. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1154.

Elín Elísabet Torfadóttir. (2000, 22. nóvember). Hvert er fræðiheitið um "meltibólur" og um "niðurbrot stórsameinda"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1154

Elín Elísabet Torfadóttir. „Hvert er fræðiheitið um "meltibólur" og um "niðurbrot stórsameinda"?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2000. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1154>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er fræðiheitið um "meltibólur" og um "niðurbrot stórsameinda"?
Erlenda fræðiheitið á meltibólum er lysosomes. Meltibólur innihalda ensím sem brjóta niður úr sér gengin frumulíffæri og stórsameindir auk þess að brjóta niður agnir frá yfirborði frumunnar sem eru teknar inn í frumuna með innfrumun (endocytosis). Inni í þessum meltibólum er mjög súrt umhverfi sem hjálpar til við niðurbrot sameindanna auk þess sem ensímin sem þar starfa eru virkust við lágt sýrustig.

Ferlið sem flytur sameindir frá yfirborði frumunnar kallast innfrumun og fer þannig fram að hluti frumuhimnunnar hvelfist inn og myndar blöðru utan um ögnina/sameindina sem á að innbyrða. Blaðran losnar frá og flyst inn í umfrymið þar sem hún rennur saman við meltibólur og losar innihald sitt inn í þær.

Gerður er greinarmunur á tveimur megingerðum innfrumunar eftir stærð innblöðrunnar sem myndast. Frumudrykkja (pinocytosis) er aðferð til að taka upp leysanleg efni í umhverfi frumunnar en frumuát (phagocytosis) felur í sér inntöku stórra agna eins og til dæmis örvera eða frumuleifa.

Niðurbrot stórsameinda kallast á ensku macromolecular digestion....