Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Er hægt að kljúfa vatn með öðrum hætti en rafmagni?

Einar Karl Friðriksson

Já, vatn má til dæmis kljúfa í jónir með öflugu oxunar/andoxunarhvarfi. Dæmi um slíkt er hvarf natrínmálms við vatn, en natrín er líkt og aðrir alkalímálmar afar öflugt andoxunarefni og hvarfast mjög hratt komist það í snertingu við vatn, samkvæmt eftirfarandi hvarfi:

2Na + 2H2O → 2Na+ + 2OH- + H2

Hér er vetnið í gasham og leitar burt en eftir situr natrínhýdroxíð í upplausn. Að vísu má segja að rafmagn komi við sögu í þessu hvarfi því að það felur í sér tilflutning rafeinda, en rafeindagjafinn er natríummálmurinn sjálfur og engan ytri spennugjafa þarf til að knýja hvarfið áfram.

Spyrjandi hefur ef til vill í huga hvarfið 2H2O → O2 + 2H2. Þar er ekki um neinn sambærilegan gjöfulan rafeindagjafa að ræða og því er erfitt að ímynda sér að hvarfið geti gengið án spennugjafa sem knýr hvarfið áfram.

Höfundur

Útgáfudagur

22.11.2000

Spyrjandi

Már Ingólfsson

Efnisorð

Tilvísun

Einar Karl Friðriksson. „Er hægt að kljúfa vatn með öðrum hætti en rafmagni?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2000. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1155.

Einar Karl Friðriksson. (2000, 22. nóvember). Er hægt að kljúfa vatn með öðrum hætti en rafmagni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1155

Einar Karl Friðriksson. „Er hægt að kljúfa vatn með öðrum hætti en rafmagni?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2000. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1155>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að kljúfa vatn með öðrum hætti en rafmagni?
Já, vatn má til dæmis kljúfa í jónir með öflugu oxunar/andoxunarhvarfi. Dæmi um slíkt er hvarf natrínmálms við vatn, en natrín er líkt og aðrir alkalímálmar afar öflugt andoxunarefni og hvarfast mjög hratt komist það í snertingu við vatn, samkvæmt eftirfarandi hvarfi:

2Na + 2H2O → 2Na+ + 2OH- + H2

Hér er vetnið í gasham og leitar burt en eftir situr natrínhýdroxíð í upplausn. Að vísu má segja að rafmagn komi við sögu í þessu hvarfi því að það felur í sér tilflutning rafeinda, en rafeindagjafinn er natríummálmurinn sjálfur og engan ytri spennugjafa þarf til að knýja hvarfið áfram.

Spyrjandi hefur ef til vill í huga hvarfið 2H2O → O2 + 2H2. Þar er ekki um neinn sambærilegan gjöfulan rafeindagjafa að ræða og því er erfitt að ímynda sér að hvarfið geti gengið án spennugjafa sem knýr hvarfið áfram....