Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er minna súrefni í heitu lofti en köldu?

Einar Karl Friðriksson

Spurninguna má skilja á fleiri en einn máta. Ef við erum til dæmis að hugsa um loft inni í herbergi (það er í ákveðnu rúmmáli) þegar hitastigið er annars vegar -10°C og hins vegar þegar hitastigið er 40°C þá er heildarfjöldi sameinda meiri við lægra hitastigið ef loftþrýstingurinn er sá sami. Mismunurinn er um það bil það sama og öfugt hlutfall hitastigsgildanna tveggja á Kelvinskala, það er

n-10°C/n40°C = (40+273)/(-10+273) = 313/263 = 1,19

Þessir útreikningar gefa því til kynna að 19% meira af loftsameindum sé í -10 stiga köldu lofti en í 40 stiga heitu lofti og það gildir um súrefnissameindir sem og aðrar sameindir.

Hlutfall súrefnis og köfnunarefnis, sem saman eru uppistaða andrúmslofts (um 21% og 78%), helst hins vegar nokkuð jafnt, enda er suðumark beggja langt fyrir neðan eðlilegan lofthita (-183°C fyrir súrefni og -196°C fyrir köfnunarefni). Því breytist hlutfallslegur gufuþrýstingur efnanna tveggja óverulega og hlutfall súrefnis í köldu og heitu lofti helst því nokkuð jafnt.

Höfundur

Útgáfudagur

22.11.2000

Spyrjandi

Magnús Pétursson

Efnisorð

Tilvísun

Einar Karl Friðriksson. „Er minna súrefni í heitu lofti en köldu?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1156.

Einar Karl Friðriksson. (2000, 22. nóvember). Er minna súrefni í heitu lofti en köldu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1156

Einar Karl Friðriksson. „Er minna súrefni í heitu lofti en köldu?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1156>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er minna súrefni í heitu lofti en köldu?
Spurninguna má skilja á fleiri en einn máta. Ef við erum til dæmis að hugsa um loft inni í herbergi (það er í ákveðnu rúmmáli) þegar hitastigið er annars vegar -10°C og hins vegar þegar hitastigið er 40°C þá er heildarfjöldi sameinda meiri við lægra hitastigið ef loftþrýstingurinn er sá sami. Mismunurinn er um það bil það sama og öfugt hlutfall hitastigsgildanna tveggja á Kelvinskala, það er

n-10°C/n40°C = (40+273)/(-10+273) = 313/263 = 1,19

Þessir útreikningar gefa því til kynna að 19% meira af loftsameindum sé í -10 stiga köldu lofti en í 40 stiga heitu lofti og það gildir um súrefnissameindir sem og aðrar sameindir.

Hlutfall súrefnis og köfnunarefnis, sem saman eru uppistaða andrúmslofts (um 21% og 78%), helst hins vegar nokkuð jafnt, enda er suðumark beggja langt fyrir neðan eðlilegan lofthita (-183°C fyrir súrefni og -196°C fyrir köfnunarefni). Því breytist hlutfallslegur gufuþrýstingur efnanna tveggja óverulega og hlutfall súrefnis í köldu og heitu lofti helst því nokkuð jafnt....