Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvað er koltvísýringsbinding í gróðri á Íslandi mikil?

Kesara Anamthawat-Jónsson

Samkvæmt skýrslum IPCC (International Panel on Climate Change, 2000) er öll binding kolefnis í gróðri á jörðinni 500-560 Gt C (Gígatonn kolefnis, en eitt slíkt er milljarður tonna). Þar af eru um 360 Gt C í skógi. Til samanburðar eru 1500-2300 Gt C bundin í jarðvegi og um 750 Gt C eru í andrúmslofti.

Kolefni (C) binst gróðri þannig að gróðurinn tekur í sig koltvísýring (CO2) til ljóstillífunar. Kolefnisbinding í gróðri dregur því úr magni CO2 sem er ein helsta gróðurhúsalofttegundin. Því meiri sem gróðurþekjan er, því meiri verður kolefnisbindingin á viðkomandi landsvæði.

Á Íslandi hafa rannsóknir á bindingu kolefnis verið stundaðar hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins (RSr), Landgræðslu ríkisins (LR), Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) í tengslum við átak ríkistjórnarinnar til að auka bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda.

Niðurstöðurnar (sjá heimildirnar) sýna að bindihraði kolefnis í gróðri hérlendis er tiltölulega hár. Í ræktuðum skógum er binding kolefnis mest (1-3 tC/ha á ári, ha = hektari), en mikil aukning á bindingu er einnig í gróðri á uppgræðslusvæðum (0,01-0,5 tC/ha á ári) og í jarðvegi þar sem sáð er í sendnar auðnir (0,6 tC/ha á ári). Samkvæmt IPCC-skýrslunum er bindihraði að meðaltali 0.25 tC/ha á ári. Binding kolefnis við uppgræðslu hérlendis er því meiri en þetta meðaltal og hún varir í lengri tíma en víða annars staðar við landgræðslu á röskuðum svæðum.

Kolefnisbinding í skógi er mjög mikilvæg vegna hás bindihraða og vegna stöðuleika kolefnisbindingar í trjám. Mælingar kolefnis í skógum sýna fram á að mest uppsöfnun kolefnisins (um 60%) er í jarðvegi skógar, um 25% er í lífmassa trjáa ofan jarðar, en miklu minna finnst í rótum og botngróðri skóga. Meðal skógaplantekra er mikill munur á kolefnisbirgðum eftir trjátegundum sem ræktaðar eru og vegna aldurs skóganna, en munurinn er aðallega í lífmassa ofan jarðar. Gömul sitkagrenitré og lerkitré geyma í sér meira kolefni en birki. Aftur á móti er innlenda tegundin birki harðgerðari í erfiðu umhverfi vegna mikils erfðabreytileika.

Heimildir:

Arnór Snorrason og félagar (handrit í prentun). "Carbon sequestration in forest plantations in Iceland."

Ása Aradóttir og félagar (2000). "Carbon accumulation in vegetation and soils by reclamation of degraded areas." Búvísindi 13: 99-113.

Ólafur Arnalds og félagar (2000). "Carbon sequestration and reclamation of severely degraded soils in Iceland." Búvísindi 13: 87-97.

Höfundur

Kesara Anamthawat-Jónsson

prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við HÍ

Útgáfudagur

23.11.2000

Spyrjandi

Sigurður Arnarson

Tilvísun

Kesara Anamthawat-Jónsson. „Hvað er koltvísýringsbinding í gróðri á Íslandi mikil?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2000. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1163.

Kesara Anamthawat-Jónsson. (2000, 23. nóvember). Hvað er koltvísýringsbinding í gróðri á Íslandi mikil? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1163

Kesara Anamthawat-Jónsson. „Hvað er koltvísýringsbinding í gróðri á Íslandi mikil?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2000. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1163>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er koltvísýringsbinding í gróðri á Íslandi mikil?
Samkvæmt skýrslum IPCC (International Panel on Climate Change, 2000) er öll binding kolefnis í gróðri á jörðinni 500-560 Gt C (Gígatonn kolefnis, en eitt slíkt er milljarður tonna). Þar af eru um 360 Gt C í skógi. Til samanburðar eru 1500-2300 Gt C bundin í jarðvegi og um 750 Gt C eru í andrúmslofti.

Kolefni (C) binst gróðri þannig að gróðurinn tekur í sig koltvísýring (CO2) til ljóstillífunar. Kolefnisbinding í gróðri dregur því úr magni CO2 sem er ein helsta gróðurhúsalofttegundin. Því meiri sem gróðurþekjan er, því meiri verður kolefnisbindingin á viðkomandi landsvæði.

Á Íslandi hafa rannsóknir á bindingu kolefnis verið stundaðar hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins (RSr), Landgræðslu ríkisins (LR), Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) í tengslum við átak ríkistjórnarinnar til að auka bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda.

Niðurstöðurnar (sjá heimildirnar) sýna að bindihraði kolefnis í gróðri hérlendis er tiltölulega hár. Í ræktuðum skógum er binding kolefnis mest (1-3 tC/ha á ári, ha = hektari), en mikil aukning á bindingu er einnig í gróðri á uppgræðslusvæðum (0,01-0,5 tC/ha á ári) og í jarðvegi þar sem sáð er í sendnar auðnir (0,6 tC/ha á ári). Samkvæmt IPCC-skýrslunum er bindihraði að meðaltali 0.25 tC/ha á ári. Binding kolefnis við uppgræðslu hérlendis er því meiri en þetta meðaltal og hún varir í lengri tíma en víða annars staðar við landgræðslu á röskuðum svæðum.

Kolefnisbinding í skógi er mjög mikilvæg vegna hás bindihraða og vegna stöðuleika kolefnisbindingar í trjám. Mælingar kolefnis í skógum sýna fram á að mest uppsöfnun kolefnisins (um 60%) er í jarðvegi skógar, um 25% er í lífmassa trjáa ofan jarðar, en miklu minna finnst í rótum og botngróðri skóga. Meðal skógaplantekra er mikill munur á kolefnisbirgðum eftir trjátegundum sem ræktaðar eru og vegna aldurs skóganna, en munurinn er aðallega í lífmassa ofan jarðar. Gömul sitkagrenitré og lerkitré geyma í sér meira kolefni en birki. Aftur á móti er innlenda tegundin birki harðgerðari í erfiðu umhverfi vegna mikils erfðabreytileika.

Heimildir:

Arnór Snorrason og félagar (handrit í prentun). "Carbon sequestration in forest plantations in Iceland."

Ása Aradóttir og félagar (2000). "Carbon accumulation in vegetation and soils by reclamation of degraded areas." Búvísindi 13: 99-113.

Ólafur Arnalds og félagar (2000). "Carbon sequestration and reclamation of severely degraded soils in Iceland." Búvísindi 13: 87-97.

...