Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, óvættur sem ræðst á sofandi fólk. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns.
Þessi þjóðtrú var útbreidd víða í Norður-Evrópu, svo sem á Bretlandseyjum (samanber nightmare) og á Norðurlöndum (samanber mardrömm á sænsku). Lærðir menn kölluðu mörur einnig succubus (kvenkyns) eða incubus (karlkyns) og var talað um að slíkar vættir legðust á sofandi fólk og ættu við það kynferðislegt samneyti. Sagnir hermdu að faðir hins mikla galdramanns Merlíns hefði verið incubus.
Í Ynglinga sögu segir Snorri Sturluson frá sænska konunginum Vanlanda. Sagan segir að Vanlandi hafi svikið hina finnsku brúði sína, Drífu. Drífa réði seiðkonuna Huld til að koma fram hefndum og Huld ásótti Vanlanda í svefni og tróð hann til bana. Um dauða Vanlanda var kveðið:
En á vit
Vilja bróður
vitta véttr
Vanlanda kom.
Þá tröllkund
um troða skyldi
líðs grím-Hildr
ljóna bága,
og sá brann
á beði Skútu,
menglötuðr,
er mara kvaldi.
Terry Gunnell og Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað eru mörur?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2000, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1168.
Terry Gunnell og Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2000, 24. nóvember). Hvað eru mörur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1168
Terry Gunnell og Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað eru mörur?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2000. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1168>.