Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu langt er eitt ljósár? Hversu hratt þyrfti maður að ferðast til að ná þangað á einu ári?

Ljósár er vegalengdin sem ljós ferðast á einu ári í tómarúmi. Því þarf maður að ferðast á ljóshraða til að 'ná þangað á einu ári' en eins og útskýrt er í þessu svari Þorsteins Vilhjálmssonar er það ekki hægt.

Einingin ljósár er mikið notuð í stjarnvísindum þar sem einingar á borð við metra og kílómetra hrökkva ekki til að lýsa óravíddum alheimsins. Eitt ljósár jafngildir 9,4605 * 1015 m. Aðrar einingar sem mikið eru notaðar í stjarnvísindum eru parsek, pc, og stjarnfræðieining (astronomical unit), AU. 1 pc jafngildir 3,26 ljósárum og er heppileg eining í stjarnvísindum, því að hún er nátengd ákveðinni aðferð við að mæla hversu langt stjarna er frá jörðu. 1 AU jafngildir hins vegar 1,4960 * 1011 m og er skilgreint sem meðalfjarlægð jarðar frá sólu.

Útgáfudagur

24.11.2000

Spyrjandi

Birgir Guðmundsson

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Tilvísun

ÖJ. „Hversu langt er eitt ljósár? Hversu hratt þyrfti maður að ferðast til að ná þangað á einu ári?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2000. Sótt 24. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=1169.

ÖJ. (2000, 24. nóvember). Hversu langt er eitt ljósár? Hversu hratt þyrfti maður að ferðast til að ná þangað á einu ári? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1169

ÖJ. „Hversu langt er eitt ljósár? Hversu hratt þyrfti maður að ferðast til að ná þangað á einu ári?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2000. Vefsíða. 24. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1169>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Röntgengeisli

Röntgengeislar eru rafsegulgeislun með afar lítilli bylgjulengd og hárri tíðni. Þeir draga nafn sitt af þýska eðlisfræðingnum Wilhelm Röntgen (1845–1923) sem uppgötvaði þá fyrstur. Notkun röntgengeisla til sjúkdómsgreiningar og meðferðar í læknisfræði varð fljótt að sérgrein innan læknisfræðinnar. Fyrsta eiginlega röntgenmyndin var tekin 22. desember 1895. Hún er af hendi Önnu Berthu, konu Röntgens.