Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig get ég útskýrt "Heilagan anda"?

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

Það er erfitt að útskýra Heilagan anda og skilning kristninnar á honum. Það er ef til vill helst hægt að útskýra hann þannig að hann sé kraftur frá Guði eða kraftur Guðs sem hjálpar okkur til að hugsa, tala og starfa eins og Guð vill að við gerum. Jesús lofaði að senda lærisveinum sínum slíkan kraft til þess að þeir gætu vitnað um hann og þetta loforð rættist á hvítasunnunni eins og lýst er í 2. kapitula Postulasögunnar. Jesús kallaði þennan kraft eða anda hjálpara, heilagan anda og sannleiksanda. Um þetta lesum við helst í Jóhannesarguðspjalli, köflunum 14-16.

Við kristnir menn trúum því að Jesús sendi okkur heilagan anda í skírninni. Þegar við erum skírð, innsiglar Jesús okkur sjálfum sér með heilögum anda. Hann endurnýjar gjöf heilags anda í hvert sinn sem við biðjum til hans og göngum til altaris.

Höfundur

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.11.2000

Spyrjandi

Ruth Melsted

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvernig get ég útskýrt "Heilagan anda"?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2000, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1174.

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). (2000, 24. nóvember). Hvernig get ég útskýrt "Heilagan anda"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1174

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvernig get ég útskýrt "Heilagan anda"?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2000. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1174>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig get ég útskýrt "Heilagan anda"?
Það er erfitt að útskýra Heilagan anda og skilning kristninnar á honum. Það er ef til vill helst hægt að útskýra hann þannig að hann sé kraftur frá Guði eða kraftur Guðs sem hjálpar okkur til að hugsa, tala og starfa eins og Guð vill að við gerum. Jesús lofaði að senda lærisveinum sínum slíkan kraft til þess að þeir gætu vitnað um hann og þetta loforð rættist á hvítasunnunni eins og lýst er í 2. kapitula Postulasögunnar. Jesús kallaði þennan kraft eða anda hjálpara, heilagan anda og sannleiksanda. Um þetta lesum við helst í Jóhannesarguðspjalli, köflunum 14-16.

Við kristnir menn trúum því að Jesús sendi okkur heilagan anda í skírninni. Þegar við erum skírð, innsiglar Jesús okkur sjálfum sér með heilögum anda. Hann endurnýjar gjöf heilags anda í hvert sinn sem við biðjum til hans og göngum til altaris....