Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær kemur Guð aftur til jarðar?

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

Það er trú kristinna manna að Jesús muni koma aftur "til að dæma lifendur og dauða" eins og segir í trúarjátningunni. Það merkir að við trúum því að Guð muni láta vilja sinn með heiminn verða að lokum, láta allar bænirnar í Faðirvorinu rætast. Jesús er sá sem uppfyllti í sínu lífi allan Guðs vilja og gerði það fyrir okkur öll. Þess vegna er opinberunin á vilja Guðs í hendi Jesú. Hvernig endurkoma Jesú verður vitum við ekki. Biblían talar í ákveðnum táknum þegar hún segir að hann muni koma í skýjum himinsins og safna öllum saman fyrir augliti sínu. Með því móti tjáir hún að hann muni koma aftur með einhverjum sérstökum hætti.

En við höldum ekki að endurkoman verði með þeim hætti að hann fæðist að nýju sem barn heldur mun hann sem við trúum að sé lifandi og við biðjum til í bænunum okkar birtast okkur og binda endi á alla þjáningu, ofbeldi, dauða, sársauka og kvalir og leiða lífið fram að nýju á nýrri jörð.

Höfundur

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.11.2000

Spyrjandi

Áskell Harðarson, f. 1990

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvenær kemur Guð aftur til jarðar?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2000, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1178.

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). (2000, 24. nóvember). Hvenær kemur Guð aftur til jarðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1178

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvenær kemur Guð aftur til jarðar?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2000. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1178>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær kemur Guð aftur til jarðar?
Það er trú kristinna manna að Jesús muni koma aftur "til að dæma lifendur og dauða" eins og segir í trúarjátningunni. Það merkir að við trúum því að Guð muni láta vilja sinn með heiminn verða að lokum, láta allar bænirnar í Faðirvorinu rætast. Jesús er sá sem uppfyllti í sínu lífi allan Guðs vilja og gerði það fyrir okkur öll. Þess vegna er opinberunin á vilja Guðs í hendi Jesú. Hvernig endurkoma Jesú verður vitum við ekki. Biblían talar í ákveðnum táknum þegar hún segir að hann muni koma í skýjum himinsins og safna öllum saman fyrir augliti sínu. Með því móti tjáir hún að hann muni koma aftur með einhverjum sérstökum hætti.

En við höldum ekki að endurkoman verði með þeim hætti að hann fæðist að nýju sem barn heldur mun hann sem við trúum að sé lifandi og við biðjum til í bænunum okkar birtast okkur og binda endi á alla þjáningu, ofbeldi, dauða, sársauka og kvalir og leiða lífið fram að nýju á nýrri jörð.

...