Sólin Sólin Rís 03:12 • sest 23:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:53 • Sest 02:16 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:32 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:43 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík

Í hvaða átt sjást norðurljósin?

ÞV

Stefnan til norðurljósa hér á Íslandi getur verið næstum hver sem er. Þau eru oft hátt á lofti og taka þá jafnvel yfir hvirfilpunkt himins, það er punktinn sem er lóðrétt yfir höfðum okkar. Í borgum er hins vegar sennilegt að norðurljós sjáist síður lágt á himni vegna ljósmengunar sem svo er kölluð, það er að segja vegna borgarljósanna.

Ef við værum stödd sunnan svæðisins þar sem norðurljós eru tíðust þá væri algengara að norðurljós sæjust í norðri en í suðri. Þetta á hins vegar ekki við á Íslandi, samanber svar Aðalbjörns Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?


Sjá einnig svar við spurningunni Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð? eftir Aðalbjörn Þórólfsson.


Mynd: webshots.com

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

24.11.2000

Spyrjandi

Gunnar Geirsson

Tilvísun

ÞV. „Í hvaða átt sjást norðurljósin?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2000. Sótt 4. júlí 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=1179.

ÞV. (2000, 24. nóvember). Í hvaða átt sjást norðurljósin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1179

ÞV. „Í hvaða átt sjást norðurljósin?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2000. Vefsíða. 4. júl. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1179>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða átt sjást norðurljósin?
Stefnan til norðurljósa hér á Íslandi getur verið næstum hver sem er. Þau eru oft hátt á lofti og taka þá jafnvel yfir hvirfilpunkt himins, það er punktinn sem er lóðrétt yfir höfðum okkar. Í borgum er hins vegar sennilegt að norðurljós sjáist síður lágt á himni vegna ljósmengunar sem svo er kölluð, það er að segja vegna borgarljósanna.

Ef við værum stödd sunnan svæðisins þar sem norðurljós eru tíðust þá væri algengara að norðurljós sæjust í norðri en í suðri. Þetta á hins vegar ekki við á Íslandi, samanber svar Aðalbjörns Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?


Sjá einnig svar við spurningunni Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð? eftir Aðalbjörn Þórólfsson.


Mynd: webshots.com...