Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru upptök svartadauða?

Karl Skírnisson

Sjúkdómurinn sem nefndur er svartidauði, plága eða pest í mönnum er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim við náttúrulegar aðstæður. Þar lifir hún góðu lífi í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Smitaðar flær gegna lykilhlutverki í að smita menn en flær lifa sem kunnugt er á blóði og bera bakteríuna inn í blóðrás þegar þær sjúga blóð úr mönnum. Bakterían getur auk þess lifað langtímum saman í maga fjölmargra flóategunda. Einnig geta menn smitast við að handfjatla sýkt dýr en þá berst bakterían inn í líkamann gegnum slímhúð.

Talið er að svartadauði hafi hrjáð menningarsamfélög í Mið-Asíu um langa hríð. Fyrsti faraldurinn, sem heimildir eru til um, geisaði árið 1320 f. Kr. meðal íbúa Filisteu, þar sem nú stendur Ísrael.

Þekktir eru þrír heimsfaraldrar af svartadauða. Sá fyrsti geisaði í löndunum umhverfis Miðjarðarhaf á 6. öld og barst hann til þriggja meginlanda; Asíu, Afríku og Evrópu. Er faraldurinn talinn hafa valdið dauða um 100 milljóna manna. Næsti faraldur hófst 1347 og olli hann næstu aldirnar dauða að minnsta kosti 50 milljón manna í Asíu, Afríku og Evrópu. Þessi faraldur barst í tvígang til Íslands, fyrst 1402 og síðan 1494, en í bæði skiptin fjaraði hann út eftir um það bil þriggja missera dvöl í landinu í hvort sinn. Áhugasömum lesendum skal bent á að árið 1997 birti tímaritið Sagnir nokkrar greinar um svartadauða á Íslandi en ritið er gefið er út af Félagi Sagnfræðinema við Háskóla Íslands.

Síðasti heimsfaraldurinn hófst í Hong Kong árið 1894. Barst hann hratt um heiminn með rottum og rottuflóm sem á þessum árum voru mjög algengar um borð í kaupskipaflotanum sem þá sigldi um heimshöfin. Þannig barst svartadauði á fyrstu 10 árum faraldursins til flestra hafnarborga Asíu, Evrópu og Afríku og auk þess til 4 hafna í Norður-Ameríku, 15 hafna í Suður-Ameríku og 7 Ástralíuhafna. Faraldrar geisuðu fyrst í hafnarborgunum en breiddust síðan út fyrir borgirnar uns þeir fjöruðu út smám saman. Útbreiðsla svartadauða í heiminum í dag er afleiðing þessa faraldurs. Eftir að veikin hafði gengið yfir í mönnum náði bakterían víða fótfestu í villtum spendýrum sem síðan hafa varðveitt smitið allt fram til dagsins í dag.

Oft hafa rottur, einkum brúnrottur og svartrottur, átt þátt í að menn hafa smitast en rottur lifa sem kunnugt er iðulega í návist mannsins. Þær geta smitast af villtum spendýrum sem lifa með pestinni fjærri mannabyggð. Eftir að smit hefur borist í rottustofna og rotturnar fara að strádrepast úr pest stóreykst hættan á því að smit berist í menn því að soltnar rottuflær fara þá í auknum mæli að sækja í mannablóð til að seðja hungrið.

Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá WHO (CDS/CSR/EDC/99.2) er svartidauði hvergi landlægur í Evrópu nema í nánd við Kaspíahaf og í Kákasusfjöllum. Aftur á móti er pestin allvíða landlæg í Asíu (á Indlandi, í Indónesíu, Íran, Jemen, Kambódíu, Kína, Mongólíu, Myanmar, Nepal, austurhluta Tyrklands og Víetnam). Í Afríku er plágan aðallega bundin við suðurhluta meginlandsins (Kenya, Kongó, Lesotho, Líbýu, Madagaskar, Mosambik, Namibíu, Senegal, Suður-Afríku, Tansaníu, Úganda og líklega einnig Egyptaland). Í Suður-Ameríku ílentist bakterían í Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ekvador, Perú og í Venesúela. Í Norður-Ameríku er smit að finna í allmörgum tegundum villtra spendýra í 15 vestustu ríkjum Bandaríkjanna sem og í suðvesturhluta Kanada. Á þessum svæðum geta menn því enn þann dag í dag smitast af svartadauða.

Á árunum 1954 til 1997 varð svartadauða vart í 38 þjóðlöndum. Alls veiktust ríflega 80 þúsund manns en af þeim létust einungis um 8% því að yfirleitt hefur reynst auðvelt að lækna menn með sýklalyfjagjöf ef skjótt og rétt hefur verið brugðist við þegar menn smitast. Þó vekur það óneitanlega áhyggjur manna að árið 1995 fannst stofn Y. pestis á Madagaskar sem reyndist vera ónæmur fyrir öllum þeim sýklalyfjum sem áður voru kunn af því að ráða niðurlögum pestarbakteríunnar.


Mynd: Discovery.com

Höfundur

Karl Skírnisson

dýrafræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Útgáfudagur

27.11.2000

Spyrjandi

Símon Már Sturluson

Tilvísun

Karl Skírnisson. „Hvar eru upptök svartadauða?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2000, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1188.

Karl Skírnisson. (2000, 27. nóvember). Hvar eru upptök svartadauða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1188

Karl Skírnisson. „Hvar eru upptök svartadauða?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2000. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1188>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru upptök svartadauða?
Sjúkdómurinn sem nefndur er svartidauði, plága eða pest í mönnum er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim við náttúrulegar aðstæður. Þar lifir hún góðu lífi í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Smitaðar flær gegna lykilhlutverki í að smita menn en flær lifa sem kunnugt er á blóði og bera bakteríuna inn í blóðrás þegar þær sjúga blóð úr mönnum. Bakterían getur auk þess lifað langtímum saman í maga fjölmargra flóategunda. Einnig geta menn smitast við að handfjatla sýkt dýr en þá berst bakterían inn í líkamann gegnum slímhúð.

Talið er að svartadauði hafi hrjáð menningarsamfélög í Mið-Asíu um langa hríð. Fyrsti faraldurinn, sem heimildir eru til um, geisaði árið 1320 f. Kr. meðal íbúa Filisteu, þar sem nú stendur Ísrael.

Þekktir eru þrír heimsfaraldrar af svartadauða. Sá fyrsti geisaði í löndunum umhverfis Miðjarðarhaf á 6. öld og barst hann til þriggja meginlanda; Asíu, Afríku og Evrópu. Er faraldurinn talinn hafa valdið dauða um 100 milljóna manna. Næsti faraldur hófst 1347 og olli hann næstu aldirnar dauða að minnsta kosti 50 milljón manna í Asíu, Afríku og Evrópu. Þessi faraldur barst í tvígang til Íslands, fyrst 1402 og síðan 1494, en í bæði skiptin fjaraði hann út eftir um það bil þriggja missera dvöl í landinu í hvort sinn. Áhugasömum lesendum skal bent á að árið 1997 birti tímaritið Sagnir nokkrar greinar um svartadauða á Íslandi en ritið er gefið er út af Félagi Sagnfræðinema við Háskóla Íslands.

Síðasti heimsfaraldurinn hófst í Hong Kong árið 1894. Barst hann hratt um heiminn með rottum og rottuflóm sem á þessum árum voru mjög algengar um borð í kaupskipaflotanum sem þá sigldi um heimshöfin. Þannig barst svartadauði á fyrstu 10 árum faraldursins til flestra hafnarborga Asíu, Evrópu og Afríku og auk þess til 4 hafna í Norður-Ameríku, 15 hafna í Suður-Ameríku og 7 Ástralíuhafna. Faraldrar geisuðu fyrst í hafnarborgunum en breiddust síðan út fyrir borgirnar uns þeir fjöruðu út smám saman. Útbreiðsla svartadauða í heiminum í dag er afleiðing þessa faraldurs. Eftir að veikin hafði gengið yfir í mönnum náði bakterían víða fótfestu í villtum spendýrum sem síðan hafa varðveitt smitið allt fram til dagsins í dag.

Oft hafa rottur, einkum brúnrottur og svartrottur, átt þátt í að menn hafa smitast en rottur lifa sem kunnugt er iðulega í návist mannsins. Þær geta smitast af villtum spendýrum sem lifa með pestinni fjærri mannabyggð. Eftir að smit hefur borist í rottustofna og rotturnar fara að strádrepast úr pest stóreykst hættan á því að smit berist í menn því að soltnar rottuflær fara þá í auknum mæli að sækja í mannablóð til að seðja hungrið.

Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá WHO (CDS/CSR/EDC/99.2) er svartidauði hvergi landlægur í Evrópu nema í nánd við Kaspíahaf og í Kákasusfjöllum. Aftur á móti er pestin allvíða landlæg í Asíu (á Indlandi, í Indónesíu, Íran, Jemen, Kambódíu, Kína, Mongólíu, Myanmar, Nepal, austurhluta Tyrklands og Víetnam). Í Afríku er plágan aðallega bundin við suðurhluta meginlandsins (Kenya, Kongó, Lesotho, Líbýu, Madagaskar, Mosambik, Namibíu, Senegal, Suður-Afríku, Tansaníu, Úganda og líklega einnig Egyptaland). Í Suður-Ameríku ílentist bakterían í Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ekvador, Perú og í Venesúela. Í Norður-Ameríku er smit að finna í allmörgum tegundum villtra spendýra í 15 vestustu ríkjum Bandaríkjanna sem og í suðvesturhluta Kanada. Á þessum svæðum geta menn því enn þann dag í dag smitast af svartadauða.

Á árunum 1954 til 1997 varð svartadauða vart í 38 þjóðlöndum. Alls veiktust ríflega 80 þúsund manns en af þeim létust einungis um 8% því að yfirleitt hefur reynst auðvelt að lækna menn með sýklalyfjagjöf ef skjótt og rétt hefur verið brugðist við þegar menn smitast. Þó vekur það óneitanlega áhyggjur manna að árið 1995 fannst stofn Y. pestis á Madagaskar sem reyndist vera ónæmur fyrir öllum þeim sýklalyfjum sem áður voru kunn af því að ráða niðurlögum pestarbakteríunnar.


Mynd: Discovery.com

...