Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Er Amish-fólk Gyðingatrúar? Ef ekki, hverrar trúar er það þá?

EMB

Nei, Amish-fólkið er ekki Gyðingatrúar heldur kristið.

Amish-söfnuðirinn varð til á seinni hluta 17. aldar sem klofningshópur úr söfnuði svissneskra mennoníta. Stofnandi hans var Jacob Amman. Amish-söfnuðir dreifðust svo um Evrópu, til Þýskalands, Hollands, Rússlands og Frakklands. Á 18. öld tóku stórir hópar Amish-fólks að flytja til Bandaríkjanna, fyrst til Pennsylvaníu og síðar til annarra ríkja á borð við Ohio, Illinois, Iowa, Indiana og Kansas. Þessir flutningar héldu svo áfram á 19. og 20. öld og það Amish-fólk sem varð eftir í Evrópu aðlagaðist öðrum mennonítasöfnuðum. Nú er Amish-fólk eingöngu að finna á afmörkuðum svæðum í Bandaríkjunum. Þar lifir það einöngruðu lífi í þorpum og heldur fast í einkenni evrópskrar sveitamenningar frá 17. öld.

Trú Amish-fólks er kristin bókstafstrú, það er að texti Biblíunnar er túlkaður bókstaflega. Eitt af sérkennum Amish-trúar er að samkvæmt henni ber fólki að lifa í hópum sem einangraðir eru frá umheiminum. Ef íbúafjöldi í þorpi fer mikið yfir 75 fullorðna er þorpinu skipt upp. Engar kirkjur eru notaðar, heldur hittist söfnuðurinn á heimilum safnaðarbarna. Miðstýringu er hafnað þannig að ekki er til neitt sem heitir “yfirstjórn Amish-kirkjunnar” heldur lýtur hvert þorp eða söfnuður eigin stjórn. Hver söfnuður á sér munnlega frásagnahefð sem nefnist Ordnung og segir til um hvernig Amish-fólki beri að lifa. Amish-fólk er friðsamt og hafnar allri þátttöku í stríðsrekstri.

Eins og vikið er að hér á undan lifir Amish-fólk eins og tíðkaðist til sveita í Evrópu á 17. öld. Konurnar klæðast síðum, einföldum kjólum og bera svuntur, sjöl og húfur en enga skartgripi. Karlarnir eru skeggjaðir, með svarta barðastóra hatta og klæðast dökkum, einföldum fötum. Tungumálið er svokölluð Pennsylvaníuþýska en háþýska er notuð við helgiathafnir og börnin læra ensku í skólanum. Amish-fólk hafnar allri nútímatækni, þar á meðal bílum og rafmagni. Einnig hafnar það ljósmyndatöku á grundvelli Biblíunnar. Hjónabönd út fyrir söfnuðinn eru ekki leyfð og skólaganga eftir 14-15 ára aldur þykir óæskileg.

Það sem lýst hefur verið hér er sá hópur Amish-fólks sem enn fylgir þeim reglum sem settar voru á upphafsárum safnaðarins. Einnig er til Amish-fólk sem hefur tileinkað sér nútímalegri lífshætti en frekar er talað um það sem "Amish-mennoníta". Þetta fólk notast við kirkjur og notar jafnvel tæki og tól á borð við síma og bíla.

Hugsanlega hefur spyrjanda dottið í hug að Amish-fólk væri Gyðingatrúar vegna skeggs og klæðaburðar Amish-karla sem svipar til yfirbragðs sumra strangtrúaðra gyðinga. Reyndar er ástæðan fyrir skeggsöfnun beggja aðila sameiginleg en hún er rakin til Gamla testamentisins.

Sjá einnig svar við spurningunni Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?


Heimildir:

ReligiousTolerance.org

Britannica.com

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

29.11.2000

Spyrjandi

Victor Kiernan

Tilvísun

EMB. „Er Amish-fólk Gyðingatrúar? Ef ekki, hverrar trúar er það þá?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2000. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1197.

EMB. (2000, 29. nóvember). Er Amish-fólk Gyðingatrúar? Ef ekki, hverrar trúar er það þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1197

EMB. „Er Amish-fólk Gyðingatrúar? Ef ekki, hverrar trúar er það þá?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2000. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1197>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Amish-fólk Gyðingatrúar? Ef ekki, hverrar trúar er það þá?
Nei, Amish-fólkið er ekki Gyðingatrúar heldur kristið.

Amish-söfnuðirinn varð til á seinni hluta 17. aldar sem klofningshópur úr söfnuði svissneskra mennoníta. Stofnandi hans var Jacob Amman. Amish-söfnuðir dreifðust svo um Evrópu, til Þýskalands, Hollands, Rússlands og Frakklands. Á 18. öld tóku stórir hópar Amish-fólks að flytja til Bandaríkjanna, fyrst til Pennsylvaníu og síðar til annarra ríkja á borð við Ohio, Illinois, Iowa, Indiana og Kansas. Þessir flutningar héldu svo áfram á 19. og 20. öld og það Amish-fólk sem varð eftir í Evrópu aðlagaðist öðrum mennonítasöfnuðum. Nú er Amish-fólk eingöngu að finna á afmörkuðum svæðum í Bandaríkjunum. Þar lifir það einöngruðu lífi í þorpum og heldur fast í einkenni evrópskrar sveitamenningar frá 17. öld.

Trú Amish-fólks er kristin bókstafstrú, það er að texti Biblíunnar er túlkaður bókstaflega. Eitt af sérkennum Amish-trúar er að samkvæmt henni ber fólki að lifa í hópum sem einangraðir eru frá umheiminum. Ef íbúafjöldi í þorpi fer mikið yfir 75 fullorðna er þorpinu skipt upp. Engar kirkjur eru notaðar, heldur hittist söfnuðurinn á heimilum safnaðarbarna. Miðstýringu er hafnað þannig að ekki er til neitt sem heitir “yfirstjórn Amish-kirkjunnar” heldur lýtur hvert þorp eða söfnuður eigin stjórn. Hver söfnuður á sér munnlega frásagnahefð sem nefnist Ordnung og segir til um hvernig Amish-fólki beri að lifa. Amish-fólk er friðsamt og hafnar allri þátttöku í stríðsrekstri.

Eins og vikið er að hér á undan lifir Amish-fólk eins og tíðkaðist til sveita í Evrópu á 17. öld. Konurnar klæðast síðum, einföldum kjólum og bera svuntur, sjöl og húfur en enga skartgripi. Karlarnir eru skeggjaðir, með svarta barðastóra hatta og klæðast dökkum, einföldum fötum. Tungumálið er svokölluð Pennsylvaníuþýska en háþýska er notuð við helgiathafnir og börnin læra ensku í skólanum. Amish-fólk hafnar allri nútímatækni, þar á meðal bílum og rafmagni. Einnig hafnar það ljósmyndatöku á grundvelli Biblíunnar. Hjónabönd út fyrir söfnuðinn eru ekki leyfð og skólaganga eftir 14-15 ára aldur þykir óæskileg.

Það sem lýst hefur verið hér er sá hópur Amish-fólks sem enn fylgir þeim reglum sem settar voru á upphafsárum safnaðarins. Einnig er til Amish-fólk sem hefur tileinkað sér nútímalegri lífshætti en frekar er talað um það sem "Amish-mennoníta". Þetta fólk notast við kirkjur og notar jafnvel tæki og tól á borð við síma og bíla.

Hugsanlega hefur spyrjanda dottið í hug að Amish-fólk væri Gyðingatrúar vegna skeggs og klæðaburðar Amish-karla sem svipar til yfirbragðs sumra strangtrúaðra gyðinga. Reyndar er ástæðan fyrir skeggsöfnun beggja aðila sameiginleg en hún er rakin til Gamla testamentisins.

Sjá einnig svar við spurningunni Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?


Heimildir:

ReligiousTolerance.org

Britannica.com...