Á nýju tungli er tunglið milli sólar og jarðar. Þá er nærhliðin, það er hliðin sem snýr að jörðinni, óupplýst og því er tunglið mjög dauft, séð frá jörðinni. Í þessu svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar er sagt nánar frá innbyrðis hreyfingu hnattanna þriggja. Á myndinni sem fylgir því má sjá nýtt tungl lengst til hægri. Einnig má benda á svar Ara Ólafssonar við spurningunni Hvað veldur því að við sjáum speglun sólarinnar í tunglinu?
Mynd: U.S. Naval Observatory