Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er staða sólar, jarðar og tungls á nýju tungli?

Á nýju tungli er tunglið milli sólar og jarðar. Þá er nærhliðin, það er hliðin sem snýr að jörðinni, óupplýst og því er tunglið mjög dauft, séð frá jörðinni. Í þessu svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar er sagt nánar frá innbyrðis hreyfingu hnattanna þriggja. Á myndinni sem fylgir því má sjá nýtt tungl lengst til hægri. Einnig má benda á svar Ara Ólafssonar við spurningunni Hvað veldur því að við sjáum speglun sólarinnar í tunglinu?


Mynd: U.S. Naval Observatory

Útgáfudagur

30.11.2000

Spyrjandi

Hlín Önnudóttir, fædd 1990

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Tilvísun

ÖJ. „Hvernig er staða sólar, jarðar og tungls á nýju tungli?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2000. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1203.

ÖJ. (2000, 30. nóvember). Hvernig er staða sólar, jarðar og tungls á nýju tungli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1203

ÖJ. „Hvernig er staða sólar, jarðar og tungls á nýju tungli?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1203>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.