Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru ljóseindir í öllu ljósi og er hægt að nota ljóseindir sem orkugjafa?

Þessi spurning virðist byggja á þeirri hugmynd að ljós og ljóseindir séu tvennt aðskilið. Svo er ekki. Segja má að ljós sé straumur ljóseinda, þótt í sumum tilvikum sé betra að lýsa því sem bylgju (sjá nánar í þessu svari eftir Kristján Leósson).

Varðandi seinni hluta spurningarinnar má benda á að í grunninn er sólarljós, og þar með ljóseindir, mest nýtta orkulindin. Þetta er nánar rætt í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er helst því til fyrirstöðu að nýta kjarnasamruna til tannburstunar? Eins og hann bendir á knýr orka frá sólinni veðrakerfi jarðarinnar áfram, og þar með til dæmis fallvötn, en hér á Íslandi eru þau sem kunnugt er nýtt til rafmagnsframleiðslu. Þorsteinn bendir á að svipað á við um flestar orkulindir. Auk þess er sólarljós nýtt beint með sólarrafhlöðum sem fjallað er nánar um í þessu svari Vilhjálms Þórs Kjartanssonar.

Útgáfudagur

30.11.2000

Spyrjandi

Arnþór Guðjón Benediktsson

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Tilvísun

ÖJ. „Eru ljóseindir í öllu ljósi og er hægt að nota ljóseindir sem orkugjafa?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2000. Sótt 8. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1204.

ÖJ. (2000, 30. nóvember). Eru ljóseindir í öllu ljósi og er hægt að nota ljóseindir sem orkugjafa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1204

ÖJ. „Eru ljóseindir í öllu ljósi og er hægt að nota ljóseindir sem orkugjafa?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2000. Vefsíða. 8. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1204>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

1957

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja.