Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?

ÖJ

Mach-talan heitir eftir austurríska heimspekingnum og eðlisfræðingnum Ernst Mach (1838-1916). Hún er jöfn hlutfallinu milli hraða hlutar miðað við straumefni og hraða hljóðs í sama efni, en straumefni er sameiginlegt heiti um það sem í daglegu tali kallast annars vegar vökvi og gas eða lofttegund. Hraði hlutarins miðað við straumefnið getur bæði stafað af því að hluturinn sé á hreyfingu og að efnið hreyfist en hluturinn sé til dæmis kyrr miðað við jörð.

Flugvél sem flýgur í gegnum loftið á Mach 1,0 flýgur því á hljóðhraða í algengasta skilningi þess orðs, það er að segja hraða hljóðs í andrúmsloftinu. Þegar hún fer upp fyrir hljóðhraðann, upp fyrir Mach 1, segjum við að hún rjúfi hljóðmúrinn (sjá tengla neðst).

Hljóðhraði í andúmslofti breytist með þrýstingi og hitastigi. En ef lofthiti er 15°C og þrýstingur er 1013 hPa er hljóðhraðinn 1.225 km/h (kílómetrar á klukkustund).

Sjá einnig svör við eftirtöldum spurningum:

Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn?

Hvers vegna eru mörk hljóðmúrsins breytileg eftir hæð?


Mynd: Eric Weisstein's Treasure Trove of Scientific Biography

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

30.11.2000

Spyrjandi

Valdemar Örn, fæddur 1987

Tilvísun

ÖJ. „Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2000, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1205.

ÖJ. (2000, 30. nóvember). Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1205

ÖJ. „Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2000. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1205>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?
Mach-talan heitir eftir austurríska heimspekingnum og eðlisfræðingnum Ernst Mach (1838-1916). Hún er jöfn hlutfallinu milli hraða hlutar miðað við straumefni og hraða hljóðs í sama efni, en straumefni er sameiginlegt heiti um það sem í daglegu tali kallast annars vegar vökvi og gas eða lofttegund. Hraði hlutarins miðað við straumefnið getur bæði stafað af því að hluturinn sé á hreyfingu og að efnið hreyfist en hluturinn sé til dæmis kyrr miðað við jörð.

Flugvél sem flýgur í gegnum loftið á Mach 1,0 flýgur því á hljóðhraða í algengasta skilningi þess orðs, það er að segja hraða hljóðs í andrúmsloftinu. Þegar hún fer upp fyrir hljóðhraðann, upp fyrir Mach 1, segjum við að hún rjúfi hljóðmúrinn (sjá tengla neðst).

Hljóðhraði í andúmslofti breytist með þrýstingi og hitastigi. En ef lofthiti er 15°C og þrýstingur er 1013 hPa er hljóðhraðinn 1.225 km/h (kílómetrar á klukkustund).

Sjá einnig svör við eftirtöldum spurningum:

Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn?

Hvers vegna eru mörk hljóðmúrsins breytileg eftir hæð?


Mynd: Eric Weisstein's Treasure Trove of Scientific Biography...