Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Af hverju kemur skugginn?

ÖJ

Spurningunni Af hverju er myrkur? hefur þegar verið svarað hér á Vísindavefnum. Í því svari er útskýrt að myrkur er ekkert annað en skortur á ljósi.

Þegar við lýsum á litla styttu sem stendur fyrir framan vegg finnst okkur eins og hún varpi skugga á vegginn. Í rauninni hefur veggurinn verið lýstur upp en minna ljós hefur fallið á svæðið sem er bakvið styttuna. Við sjáum mörk skuggans þar sem tvö svæði með mismunandi birtu mætast. Skuggann sjálfan sjáum við af því að þar skortir ljós eða lýsingu miðað við flötinn sem er kringum hann.

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

3.12.2000

Spyrjandi

Ingibjörg Guðmundsdóttir, fædd 1990

Efnisorð

Tilvísun

ÖJ. „Af hverju kemur skugginn?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2000. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1209.

ÖJ. (2000, 3. desember). Af hverju kemur skugginn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1209

ÖJ. „Af hverju kemur skugginn?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2000. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1209>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kemur skugginn?
Spurningunni Af hverju er myrkur? hefur þegar verið svarað hér á Vísindavefnum. Í því svari er útskýrt að myrkur er ekkert annað en skortur á ljósi.

Þegar við lýsum á litla styttu sem stendur fyrir framan vegg finnst okkur eins og hún varpi skugga á vegginn. Í rauninni hefur veggurinn verið lýstur upp en minna ljós hefur fallið á svæðið sem er bakvið styttuna. Við sjáum mörk skuggans þar sem tvö svæði með mismunandi birtu mætast. Skuggann sjálfan sjáum við af því að þar skortir ljós eða lýsingu miðað við flötinn sem er kringum hann....