Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar.

Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega hver á aðra í sífellu. Við venjulegar aðstæður er efnið samsett úr sameindum og frumeindum (atómum) en við slíkan reginhita hafa atómin rofnað þannig að atómkjarnar og rafeindir koma í staðinn. Hér er oft um að ræða kjarna vetnis, sem er léttasti atómkjarninn, eða þá kjarna annarra léttra frumefna. Vegna hitans og árekstranna geta þessir léttu kjarnar runnið saman og myndað kjarna þyngri frumefna, og er það kallað kjarnasamruni.

Við samrunann losnar mikil orka úr læðingi sem berst út um efnið í kring og út að yfirborði stjörnunnar. Þar losnar hluti orkunnar frá stjörnunni sem geislun, bæði ljós, varmageislun og önnur rafsegulgeislun sem svo er kölluð.

Orkan sem myndast við kjarnasamruna er hlutfallslega mjög mikil miðað við efnismagnið sem tekur þátt í honum. Þegar 2,8 grömm af vetni breyast í helín losnar til dæmis nægileg orka til að bræða hundrað tonn af ís! Við höfum ekki enn getað beislað þessa samrunaorku eða vetnisorku til skynsamlegra hluta hér á jörðinni; höfum aðeins getað notað hana í vetnissprengjur. En ef beislun vetnisorkunnar tekst þá hefðum við þar með fengið nær óþrjótandi orkulind, því að slíka orku mætti þá til dæmis vinna úr öllu vatni.

Spyrjandinn er sjö ára svo að þetta gæti kannski gerst á hans ævi!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

17.2.2000

Spyrjandi

Egill Jóhannsson 7 ára

Efnisorð

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína..“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2000. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=121.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 17. febrúar). Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=121

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína..“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2000. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=121>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.
Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar.

Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega hver á aðra í sífellu. Við venjulegar aðstæður er efnið samsett úr sameindum og frumeindum (atómum) en við slíkan reginhita hafa atómin rofnað þannig að atómkjarnar og rafeindir koma í staðinn. Hér er oft um að ræða kjarna vetnis, sem er léttasti atómkjarninn, eða þá kjarna annarra léttra frumefna. Vegna hitans og árekstranna geta þessir léttu kjarnar runnið saman og myndað kjarna þyngri frumefna, og er það kallað kjarnasamruni.

Við samrunann losnar mikil orka úr læðingi sem berst út um efnið í kring og út að yfirborði stjörnunnar. Þar losnar hluti orkunnar frá stjörnunni sem geislun, bæði ljós, varmageislun og önnur rafsegulgeislun sem svo er kölluð.

Orkan sem myndast við kjarnasamruna er hlutfallslega mjög mikil miðað við efnismagnið sem tekur þátt í honum. Þegar 2,8 grömm af vetni breyast í helín losnar til dæmis nægileg orka til að bræða hundrað tonn af ís! Við höfum ekki enn getað beislað þessa samrunaorku eða vetnisorku til skynsamlegra hluta hér á jörðinni; höfum aðeins getað notað hana í vetnissprengjur. En ef beislun vetnisorkunnar tekst þá hefðum við þar með fengið nær óþrjótandi orkulind, því að slíka orku mætti þá til dæmis vinna úr öllu vatni.

Spyrjandinn er sjö ára svo að þetta gæti kannski gerst á hans ævi!...