Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðið 'svífast' sem notað er í samhenginu 'að svífast einskis' og hvaðan kemur það?

Guðrún Kvaran

Sögnin að svífast er notuð í merkingunni 'hlífast við, hlífa, halda sig frá einhverju, skirrast við'. Hún er einkum notuð með neitandi orði, ekki, einskis, ei, og merkir þá að 'skirrast ekki við neitt', viðkomandi beitir öllum brögðum til að ná sínu fram.

Sumir svífast einskis og skemma jafnvel eigur annarra.

Þátíð sagnarinnar er einkum svífðist en sveifst kemur einnig fyrir, til dæmis „Hann var ágjarn maður og sveifst ekki neins“, „Jón var öfundsjúkur maður og svífðist einskis“.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1001) kemur fram að uppruni sé umdeildur. Helst er að nefna gotnesku sögnina sweiban í merkingunni 'láta af, hætta' og miðlágþýska lýsingarorðið swifte 'rólegur'. Skyldleiki er við lýsingarorðið ósvífin/n 'tillitslaus, frekur, óskammfeilinn' og nafnorðið ósvífni 'frekja, óskammfeilni'.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.8.2012

Spyrjandi

Valberg Lárusson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið 'svífast' sem notað er í samhenginu 'að svífast einskis' og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12121.

Guðrún Kvaran. (2012, 24. ágúst). Hvað þýðir orðið 'svífast' sem notað er í samhenginu 'að svífast einskis' og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12121

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið 'svífast' sem notað er í samhenginu 'að svífast einskis' og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12121>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið 'svífast' sem notað er í samhenginu 'að svífast einskis' og hvaðan kemur það?
Sögnin að svífast er notuð í merkingunni 'hlífast við, hlífa, halda sig frá einhverju, skirrast við'. Hún er einkum notuð með neitandi orði, ekki, einskis, ei, og merkir þá að 'skirrast ekki við neitt', viðkomandi beitir öllum brögðum til að ná sínu fram.

Sumir svífast einskis og skemma jafnvel eigur annarra.

Þátíð sagnarinnar er einkum svífðist en sveifst kemur einnig fyrir, til dæmis „Hann var ágjarn maður og sveifst ekki neins“, „Jón var öfundsjúkur maður og svífðist einskis“.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1001) kemur fram að uppruni sé umdeildur. Helst er að nefna gotnesku sögnina sweiban í merkingunni 'láta af, hætta' og miðlágþýska lýsingarorðið swifte 'rólegur'. Skyldleiki er við lýsingarorðið ósvífin/n 'tillitslaus, frekur, óskammfeilinn' og nafnorðið ósvífni 'frekja, óskammfeilni'.

Mynd:...