Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Eru til dýr með fleiri en eitt hjarta? Hefur gíraffi 7 hjörtu til að dæla blóði upp hálsinn?

Jón Már Halldórsson

Gíraffinn hefur ekki sjö hjörtu heldur, líkt og önnur spendýr, aðeins eitt hjarta sem sér um að dæla blóði um líkamann.

Þó eru til dýr sem hafa fleiri en eitt hjarta. Meðal annars eru það liðdýr (annelida) sem hafa svokölluð pípuhjörtu (e. tubular hearts). Þessi hjörtu eru ólík þeim hjörtum sem spendýr bera í brjósti sér að því leyti að hjörtu spendýra eru hólfskipt. Það sama á við um önnur hryggdýr. Þessi pípuhjörtu liðdýranna eru hins vegar mjög einföld að uppbyggingu. Stór meginæð er umvafin vöðva sem hreyfist með svokölluðum peristaltískum hreyfingum í eina átt og dæla blóðinu fram á við. Lokur eru í þessum æðum sem koma í veg fyrir að blóðið fari í öfuga átt.

Í ánamöðkum er einhvers konar aðalhjarta í baklægri meginslagæð (í æðinni sem merkt er á myndinni sem bakæð). Þessi æð greinist í framhluta ormsins í fimm pör af slagæðum þar sem hvert par hefur yfir að ráða tveimur hjörtum. Ánamaðkar hafa því samanlagt tíu “hjálparhjörtu” og eitt aðalhjarta. Þessi “hjálparhjörtu” eru lík að uppbyggingu og hjartað í meginslagæðinni og veita því aðstoð við að flytja súrefnisríkt blóð til vefja ormsins.

Aðrir hópar liðdýra, eins og burstaormar og blóðsugur, hafa “hjálparhjörtu” líkt og ánamaðkar en það getur verið breytilegt eftir ættkvíslum og ættum.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.12.2000

Spyrjandi

Atli Dagur Pétursson, fæddur 1995

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til dýr með fleiri en eitt hjarta? Hefur gíraffi 7 hjörtu til að dæla blóði upp hálsinn?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1216.

Jón Már Halldórsson. (2000, 4. desember). Eru til dýr með fleiri en eitt hjarta? Hefur gíraffi 7 hjörtu til að dæla blóði upp hálsinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1216

Jón Már Halldórsson. „Eru til dýr með fleiri en eitt hjarta? Hefur gíraffi 7 hjörtu til að dæla blóði upp hálsinn?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1216>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til dýr með fleiri en eitt hjarta? Hefur gíraffi 7 hjörtu til að dæla blóði upp hálsinn?
Gíraffinn hefur ekki sjö hjörtu heldur, líkt og önnur spendýr, aðeins eitt hjarta sem sér um að dæla blóði um líkamann.

Þó eru til dýr sem hafa fleiri en eitt hjarta. Meðal annars eru það liðdýr (annelida) sem hafa svokölluð pípuhjörtu (e. tubular hearts). Þessi hjörtu eru ólík þeim hjörtum sem spendýr bera í brjósti sér að því leyti að hjörtu spendýra eru hólfskipt. Það sama á við um önnur hryggdýr. Þessi pípuhjörtu liðdýranna eru hins vegar mjög einföld að uppbyggingu. Stór meginæð er umvafin vöðva sem hreyfist með svokölluðum peristaltískum hreyfingum í eina átt og dæla blóðinu fram á við. Lokur eru í þessum æðum sem koma í veg fyrir að blóðið fari í öfuga átt.

Í ánamöðkum er einhvers konar aðalhjarta í baklægri meginslagæð (í æðinni sem merkt er á myndinni sem bakæð). Þessi æð greinist í framhluta ormsins í fimm pör af slagæðum þar sem hvert par hefur yfir að ráða tveimur hjörtum. Ánamaðkar hafa því samanlagt tíu “hjálparhjörtu” og eitt aðalhjarta. Þessi “hjálparhjörtu” eru lík að uppbyggingu og hjartað í meginslagæðinni og veita því aðstoð við að flytja súrefnisríkt blóð til vefja ormsins.

Aðrir hópar liðdýra, eins og burstaormar og blóðsugur, hafa “hjálparhjörtu” líkt og ánamaðkar en það getur verið breytilegt eftir ættkvíslum og ættum.

...