Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?

Haukur Már Helgason

Ef nefna á einhvern einn mann væri það Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer (1799-1846). Hann er upphafsmaður andhetjuhefðarinnar innan myndasagna en hans sögur fjölluðu gjarnan um árangurslitla og hlægilega baráttu vonlausra manna við samfélag og náttúru. (Sjá nánar neðar í svari.)


Uppruni listforma er yfirleitt ekki ákveðið ár eða dagur, heldur mótast hefð og verður til á löngum tíma. Myndir og myndmál eru eldri tjáningarform meðal manna en ritmál með sértækum táknum, eins og hljóðstafrófið okkar. Hellamálverk virðast mörg vera málaðar frásagnir af atburðum. Egypskar híeróglýfur eru einnig notaðar til frásagna af atburðum, sönnum eða skálduðum. Hér á eftir verður rakið hvernig myndasagan mótast til þeirrar myndar sem við þekkjum hana, á síðustu öldum.

Teiknimyndasögur eru sögur sagðar í myndum sem styðjast fyrst og fremst við ritmál til að birta samtöl. Uppruna þeirra sem fjöldamiðils má rekja til upphafs prentlistar, en strax í kringum 1550 eru prentaðar þýskar tréristur, myndasögur sem fjalla um líf dýrlinga, kraftaverkasögur úr samtímanum, gamansögur um kynlegar ástir og áróður gegn Gyðingum.

Árdagar myndasagna

Á 17. öld ber nokkuð á áróðursmyndasögum í kringum trúardeilur og stjórnmálaátök, aðallega í Þýskalandi og Hollandi. Einna best þekkt af þessum sögum er saga þrjátíu ára stríðsins, gerð af Hollendingnum Callot.

Hollenski listamaðurinn Romeyn er sá fyrsti til að helga sig fyrst og fremst myndasögugerð. Hann fjallaði einnig um pólitíska viðburði í sínum sögum.

Meinlegar harðstjórnar-eiginkonur eru vinsælt viðfangsefni hæðinna myndasagna í Þýskalandi á 17. öld -- þær má enn sjá í myndasögum á borð við Gissur Gullrass. Þá ber og á glæpasögum á 18. öld og til verður rómantísk ímynd utangarðsglæpamanna, sem skilar sér í spæjarasögum síðar meir. Hollendingar framleiða á sama tíma nokkuð af myndasögum ætluðum börnum. Um miðja 18. öld gera Rússar líka háðskar myndasögur um ýmis efni.

Myndasögur Bretans Hogarths þykja listilegur tilbúningur. Sögur hans voru oftar en ekki hæðinn farvegur samfélagsádeilu. En í þeim var ekkert stuðst við talmál og þær voru flestar sagðar í einum ramma.

Samlandar Hogarths, Rowlandson og Gillray halda fram hefð hans en ganga lengra í skrumskælingum og ýkjum. Þeir og fleiri Bretar einfalda teiknimyndirnar og auka um leið táknræni – nota bakgrunn og umhverfi til að gefa stétt og stöðu til kynna með einstökum hlutum, skissa upp arin frekar en teikna heila stássstofu.

Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer hefur hins vegar verið nefndur faðir teiknimyndasögunnar. Hann lifði fyrri hluta 19. aldar og leggur til myndasöguhefðarinnar hennar helstu aðalsmerki til okkar daga:
  • Andhetjuna sem stritar marklaust og hlægilega gegn örlögum og óvinveittu samfélagi.
  • „Markvisst markleysi“ í frásögn, útúrdúrar og uppákomur sem vart koma fléttu sögunnar við.
  • Og síðast en ekki síst: Skissulegar teikningar þar sem raunsærri þrívídd var kastað fyrir róða en áhersla lögð á hreyfingu og spennu.
Siðferðisboðskapur sagna hans var óræður þar sem hefðbundið orsakasamhengi glæps og refsingar var hunsað.

Myndasögur sem upp úr miðri 19. öld taka að birtast í dagblöðum og tímaritum eru flestar undir sterkum áhrifum frá Töpffer.

Bresku hjónin Marie Duval og Charles Ross lögðu persónuna Ally Sloper til myndasöguhefðarinnar. Hann var fyrsta framhaldspersóna myndasagnanna, það er fyrsti fastagestur í blaði.

Fyrsti listamaðurinn til að hafa myndasögur að atvinnu var Þjóðverjinn Wilhelm Busch á seinni hluta 19. aldar. Hann gaf bæði út í blöðum og bókum. Bækurnar gerðu honum kleift að gera lengri sögur en annars tíðkuðust. Sögur hans byggja á hefð Töpffers en eru rökvísari og jarðbundnari. Best þekktar meðal persóna hans eru stráklingarnir Max og Moritz, en tvíeyki af þeirra toga enduróma um alla sögu myndasagnanna, á síðustu árum til dæmis í Beavis og Butthead.

Busch lagði líka til ýmist táknmál sem enn er stuðst við, tákn fyrir hreyfingu, hávaða og tilfinningaviðbrögð.Fyrri hluti 20. aldar og Bandaríkin

Fyrstu myndasöguna sem birtist í almennu dagblaði átti Frakkinn Caran d'Ache í dagblaðinu Le Figaro, upp úr 1880. Myndum hans fylgdi ekkert ritmál. Hann þróaði mjög uppbyggingu myndasagna; skapaði stígandi í fáránleika, sem margir hafa síðan leikið eftir.

Myndasöguræmur dagblaða, í þeirri mynd sem þær þekkjast í dag, urðu til undir lok 19. aldar, þegar bandarísk dagblöð kepptu harkalega um hylli lesenda. Persónan Yellow kid, sköpuð af Richard Outcault, varð þá til sem fyrsta framhaldspersóna bandaríska teiknimyndasagna. Talblaðran staðlaðist með gula krakkanum, en lítið hafði farið fyrir henni síðan á 17. öld.

Í kjölfarið sló myndasagan Katzenjammer Kids eftir Rudolph Dirks í gegn, með talblöðrur, stöðugan hóp persóna og skiptingu frásagnarinnar í ramma.

Aðrar myndasögur sem gegndu mikilvægu hlutverki í þróun myndasögunnar eftir að hún komst í dagblöð voru:

Little Nemo in Slumberland eftir Winsor McCay.

Winnie Winkle eftir Martin V. Branner.

Tillie the Toiler eftir Russ Westover.

Tarzan var fyrsta ævintýraræman. Höfundur hennar, Harold Foster, sótti mikið til kvikmynda í framsetningu sinni og teikningar hans voru nákvæmari og raunsærri en lengi höfðu sést í myndasögum.

1933 hefst útgáfa myndasögublaða í Bandaríkjunum, í sama broti og algengast er enn í dag (19x26 cm).

Seinna stríð og Evrópa

Á tíma seinni heimstyrjaldar snúast bandarískar myndasögur mikið um stríð og glæpi og eru mikið lesnar af amerískum hermönnum á vígvöllum. Þessar sögur urðu alræmdar fyrir siðleysi og bæði evrópskir og bandarískir uppalendur urðu mótfallnir myndasögum. Myndasöguiðnaðurinn brást við og dró nokkuð úr ofbeldi, kynþáttahatri og stríðshyllingu.

„Bókmenntalegar“ myndasögur, með heimspekilegu, sálfræðilegu og félagsfræðilegu ívafi, urðu vinsælar á seinni hluta 6. áratugar. Einna hæst reis Smáfólk eða Peanuts eftir Charles Schulz sem enn birtist í Morgunblaðinu.

Í Evrópu nutu amerískar myndasögur mikillar hylli, svo Bretar lögðu fyrst og fremst til myndasögur handa börnum, t.d. Róbert bangsa (Rupert bear) eftir Mary Tourtel. En í seinni heimstyrjöldinni urðu fullorðinsmyndasögur vinsælar meðal evrópskra hermanna, líkt og bandarískra, og http://www.zai.net/arcomics/storia/jane/jane.html eftir Norman Pett naut einna mestrar hylli. Hún birtist í Daily Telegraph, fyrst árið 1932.

Í Frakklandi birtist fyrsta daglega myndasagan árið 1934. Á seinni hluta aldarinnar hafa franskar myndasögur blómstrað og er nánast óþarft að kynna þær fyrir Íslendingum en margar hafa verið þýddar og útgefnar. Tinni (Tintin) eftir Belgann Hergé og Ástríkur (Astérix) eftir Goscinny og Uderzo hafa notið hylli barna og unglinga hérlendis til margra ára, en þeir voru fyrstir franskra teiknimyndapersóna til að skáka bandarískum myndasögum í frönskum málheimi. Og Franquin er Íslendingum sömuleiðis að góðu kunnur fyrir sögur sínar um Sval og Val og Viggó Viðutan.

Sögur neðanjarðar

Hér að ofan hefur verið stiklað á stóru um sögu vinsælla myndasagna. En myndasögugerð er mikil í heiminum og fara margar kynngimagnaðar sögur um meðal smærri hópa auk þeirra sem nefndar hafa verið. Erfiðara er að nálgast heilsteypta sögu þeirra og myndun hefða, eins og gefur að skilja. Á Íslandi hafa verið gefin út myndasögublöðin Blek og Gisp!. Kjartan Arnórsson heitir íslenskur höfundur sem hefur gefið út efni erlendis. En fátt er af íslenskum myndasögum á netinu. Á heimasíðu Bríetar má þó finna ræmu eftir Kristínu Eiríksdóttur en myndasögur hennar fjalla um vonleysi í mannlegu samfélagi, einkum frá sjónarhóli stúlkna og kvenna.

Á vefsetri Artcomic kennir ýmissa grasa og róta.

Heimild:

Britannica.com

og aðrir vefir sem vísað er til í svari.


Sjálfsmynd af Töpffer: fanofunny.com

Samsett mynd: HB

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.12.2000

Spyrjandi

Jóhannes Sigurðarson, f. 1987

Efnisorð

Tilvísun

Haukur Már Helgason. „Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2000, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1217.

Haukur Már Helgason. (2000, 4. desember). Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1217

Haukur Már Helgason. „Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2000. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1217>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?
Ef nefna á einhvern einn mann væri það Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer (1799-1846). Hann er upphafsmaður andhetjuhefðarinnar innan myndasagna en hans sögur fjölluðu gjarnan um árangurslitla og hlægilega baráttu vonlausra manna við samfélag og náttúru. (Sjá nánar neðar í svari.)


Uppruni listforma er yfirleitt ekki ákveðið ár eða dagur, heldur mótast hefð og verður til á löngum tíma. Myndir og myndmál eru eldri tjáningarform meðal manna en ritmál með sértækum táknum, eins og hljóðstafrófið okkar. Hellamálverk virðast mörg vera málaðar frásagnir af atburðum. Egypskar híeróglýfur eru einnig notaðar til frásagna af atburðum, sönnum eða skálduðum. Hér á eftir verður rakið hvernig myndasagan mótast til þeirrar myndar sem við þekkjum hana, á síðustu öldum.

Teiknimyndasögur eru sögur sagðar í myndum sem styðjast fyrst og fremst við ritmál til að birta samtöl. Uppruna þeirra sem fjöldamiðils má rekja til upphafs prentlistar, en strax í kringum 1550 eru prentaðar þýskar tréristur, myndasögur sem fjalla um líf dýrlinga, kraftaverkasögur úr samtímanum, gamansögur um kynlegar ástir og áróður gegn Gyðingum.

Árdagar myndasagna

Á 17. öld ber nokkuð á áróðursmyndasögum í kringum trúardeilur og stjórnmálaátök, aðallega í Þýskalandi og Hollandi. Einna best þekkt af þessum sögum er saga þrjátíu ára stríðsins, gerð af Hollendingnum Callot.

Hollenski listamaðurinn Romeyn er sá fyrsti til að helga sig fyrst og fremst myndasögugerð. Hann fjallaði einnig um pólitíska viðburði í sínum sögum.

Meinlegar harðstjórnar-eiginkonur eru vinsælt viðfangsefni hæðinna myndasagna í Þýskalandi á 17. öld -- þær má enn sjá í myndasögum á borð við Gissur Gullrass. Þá ber og á glæpasögum á 18. öld og til verður rómantísk ímynd utangarðsglæpamanna, sem skilar sér í spæjarasögum síðar meir. Hollendingar framleiða á sama tíma nokkuð af myndasögum ætluðum börnum. Um miðja 18. öld gera Rússar líka háðskar myndasögur um ýmis efni.

Myndasögur Bretans Hogarths þykja listilegur tilbúningur. Sögur hans voru oftar en ekki hæðinn farvegur samfélagsádeilu. En í þeim var ekkert stuðst við talmál og þær voru flestar sagðar í einum ramma.

Samlandar Hogarths, Rowlandson og Gillray halda fram hefð hans en ganga lengra í skrumskælingum og ýkjum. Þeir og fleiri Bretar einfalda teiknimyndirnar og auka um leið táknræni – nota bakgrunn og umhverfi til að gefa stétt og stöðu til kynna með einstökum hlutum, skissa upp arin frekar en teikna heila stássstofu.

Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer hefur hins vegar verið nefndur faðir teiknimyndasögunnar. Hann lifði fyrri hluta 19. aldar og leggur til myndasöguhefðarinnar hennar helstu aðalsmerki til okkar daga:
  • Andhetjuna sem stritar marklaust og hlægilega gegn örlögum og óvinveittu samfélagi.
  • „Markvisst markleysi“ í frásögn, útúrdúrar og uppákomur sem vart koma fléttu sögunnar við.
  • Og síðast en ekki síst: Skissulegar teikningar þar sem raunsærri þrívídd var kastað fyrir róða en áhersla lögð á hreyfingu og spennu.
Siðferðisboðskapur sagna hans var óræður þar sem hefðbundið orsakasamhengi glæps og refsingar var hunsað.

Myndasögur sem upp úr miðri 19. öld taka að birtast í dagblöðum og tímaritum eru flestar undir sterkum áhrifum frá Töpffer.

Bresku hjónin Marie Duval og Charles Ross lögðu persónuna Ally Sloper til myndasöguhefðarinnar. Hann var fyrsta framhaldspersóna myndasagnanna, það er fyrsti fastagestur í blaði.

Fyrsti listamaðurinn til að hafa myndasögur að atvinnu var Þjóðverjinn Wilhelm Busch á seinni hluta 19. aldar. Hann gaf bæði út í blöðum og bókum. Bækurnar gerðu honum kleift að gera lengri sögur en annars tíðkuðust. Sögur hans byggja á hefð Töpffers en eru rökvísari og jarðbundnari. Best þekktar meðal persóna hans eru stráklingarnir Max og Moritz, en tvíeyki af þeirra toga enduróma um alla sögu myndasagnanna, á síðustu árum til dæmis í Beavis og Butthead.

Busch lagði líka til ýmist táknmál sem enn er stuðst við, tákn fyrir hreyfingu, hávaða og tilfinningaviðbrögð.Fyrri hluti 20. aldar og Bandaríkin

Fyrstu myndasöguna sem birtist í almennu dagblaði átti Frakkinn Caran d'Ache í dagblaðinu Le Figaro, upp úr 1880. Myndum hans fylgdi ekkert ritmál. Hann þróaði mjög uppbyggingu myndasagna; skapaði stígandi í fáránleika, sem margir hafa síðan leikið eftir.

Myndasöguræmur dagblaða, í þeirri mynd sem þær þekkjast í dag, urðu til undir lok 19. aldar, þegar bandarísk dagblöð kepptu harkalega um hylli lesenda. Persónan Yellow kid, sköpuð af Richard Outcault, varð þá til sem fyrsta framhaldspersóna bandaríska teiknimyndasagna. Talblaðran staðlaðist með gula krakkanum, en lítið hafði farið fyrir henni síðan á 17. öld.

Í kjölfarið sló myndasagan Katzenjammer Kids eftir Rudolph Dirks í gegn, með talblöðrur, stöðugan hóp persóna og skiptingu frásagnarinnar í ramma.

Aðrar myndasögur sem gegndu mikilvægu hlutverki í þróun myndasögunnar eftir að hún komst í dagblöð voru:

Little Nemo in Slumberland eftir Winsor McCay.

Winnie Winkle eftir Martin V. Branner.

Tillie the Toiler eftir Russ Westover.

Tarzan var fyrsta ævintýraræman. Höfundur hennar, Harold Foster, sótti mikið til kvikmynda í framsetningu sinni og teikningar hans voru nákvæmari og raunsærri en lengi höfðu sést í myndasögum.

1933 hefst útgáfa myndasögublaða í Bandaríkjunum, í sama broti og algengast er enn í dag (19x26 cm).

Seinna stríð og Evrópa

Á tíma seinni heimstyrjaldar snúast bandarískar myndasögur mikið um stríð og glæpi og eru mikið lesnar af amerískum hermönnum á vígvöllum. Þessar sögur urðu alræmdar fyrir siðleysi og bæði evrópskir og bandarískir uppalendur urðu mótfallnir myndasögum. Myndasöguiðnaðurinn brást við og dró nokkuð úr ofbeldi, kynþáttahatri og stríðshyllingu.

„Bókmenntalegar“ myndasögur, með heimspekilegu, sálfræðilegu og félagsfræðilegu ívafi, urðu vinsælar á seinni hluta 6. áratugar. Einna hæst reis Smáfólk eða Peanuts eftir Charles Schulz sem enn birtist í Morgunblaðinu.

Í Evrópu nutu amerískar myndasögur mikillar hylli, svo Bretar lögðu fyrst og fremst til myndasögur handa börnum, t.d. Róbert bangsa (Rupert bear) eftir Mary Tourtel. En í seinni heimstyrjöldinni urðu fullorðinsmyndasögur vinsælar meðal evrópskra hermanna, líkt og bandarískra, og http://www.zai.net/arcomics/storia/jane/jane.html eftir Norman Pett naut einna mestrar hylli. Hún birtist í Daily Telegraph, fyrst árið 1932.

Í Frakklandi birtist fyrsta daglega myndasagan árið 1934. Á seinni hluta aldarinnar hafa franskar myndasögur blómstrað og er nánast óþarft að kynna þær fyrir Íslendingum en margar hafa verið þýddar og útgefnar. Tinni (Tintin) eftir Belgann Hergé og Ástríkur (Astérix) eftir Goscinny og Uderzo hafa notið hylli barna og unglinga hérlendis til margra ára, en þeir voru fyrstir franskra teiknimyndapersóna til að skáka bandarískum myndasögum í frönskum málheimi. Og Franquin er Íslendingum sömuleiðis að góðu kunnur fyrir sögur sínar um Sval og Val og Viggó Viðutan.

Sögur neðanjarðar

Hér að ofan hefur verið stiklað á stóru um sögu vinsælla myndasagna. En myndasögugerð er mikil í heiminum og fara margar kynngimagnaðar sögur um meðal smærri hópa auk þeirra sem nefndar hafa verið. Erfiðara er að nálgast heilsteypta sögu þeirra og myndun hefða, eins og gefur að skilja. Á Íslandi hafa verið gefin út myndasögublöðin Blek og Gisp!. Kjartan Arnórsson heitir íslenskur höfundur sem hefur gefið út efni erlendis. En fátt er af íslenskum myndasögum á netinu. Á heimasíðu Bríetar má þó finna ræmu eftir Kristínu Eiríksdóttur en myndasögur hennar fjalla um vonleysi í mannlegu samfélagi, einkum frá sjónarhóli stúlkna og kvenna.

Á vefsetri Artcomic kennir ýmissa grasa og róta.

Heimild:

Britannica.com

og aðrir vefir sem vísað er til í svari.


Sjálfsmynd af Töpffer: fanofunny.com

Samsett mynd: HB ...