Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvor er meiri, heildarkostnaðurinn eða heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu?

Sigurður Steinþórsson

Spurningin í heild sinni var svona:
Hvor er meiri, heildarkostnaðurinn eða heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu svokallaða ef samþykkt verður (ég á við fyrir heiminn í heild sinni en ekki bara Ísland)?
Þegar menn segja að hlýnandi loftslag af völdum gróðurhúsalofttegunda muni sennilega gera Ísland "ennþá byggilegra" en verið hefur, er þröng sýn tekin á málið. En jafnframt er umdeilt hvort Ísland verði í rauninni "ennþá byggilegra" þótt meðalhiti jarðar hækki - hitnunin verður nefnilega mest á hærri breiddargráðum, hitamunur milli hitabeltisins og kuldabeltisins minnkar, og þar af leiðandi dregur úr vindum sem bera varma í átt til skauta jarðarinnar, þar á meðal Íslands.

Ennfremur er alls óvíst hvaða áhrif veruleg hlýnun hefði á hafstrauma, en þeir skipta mestu máli um loftslag hér og víðast hvar annars staðar. Hlýnandi loftslagi fylgir hins vegar örugglega hækkuð sjávarstaða og flutningur loftslagsbelta - þéttbýl láglendissvæði munu sökkva í sæ nema til komi óumræðilega kostnaðarsamar varnaraðgerðir, eyðimerkur munu breiðast út, og svo framvegis. Þegar þess er gætt að meðalhiti jarðar hefur ekki verið jafnhár og nú í ein 8000 ár - vísbendingar eru um að strax eftir ísöldina hafi hitastig verið talsvert hærra en síðar varð - er ljóst að við lifum "óeðlilega" tíma, og haldi fram sem horfir gæti allt farið á versta veg.

Kannski mætti segja að Kyoto-samkomulagið eitt sér skipti ekki sköpum, en óumdeilanlega er það fyrsta skref sem stíga þarf, og annað skrefið verður tæpast stigið nema hið fyrsta verði stigið á undan. Því er svar mitt það, að heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu verði mun meiri en heildarkostnaðurinn, verði það samþykkt. Enda má að lokum minna á það að hugkvæmni mannsins eru nánast engin takmörk sett, og verði þjóðir heimsins "settar upp að vegg" hvað varðar stóriðju eða brennslu kolefnis-orkugjafa, munu þær finna aðrar lausnir.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

7.12.2000

Spyrjandi

Halldór Gunnar Haraldsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvor er meiri, heildarkostnaðurinn eða heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2000, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1221.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 7. desember). Hvor er meiri, heildarkostnaðurinn eða heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1221

Sigurður Steinþórsson. „Hvor er meiri, heildarkostnaðurinn eða heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2000. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1221>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvor er meiri, heildarkostnaðurinn eða heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu?
Spurningin í heild sinni var svona:

Hvor er meiri, heildarkostnaðurinn eða heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu svokallaða ef samþykkt verður (ég á við fyrir heiminn í heild sinni en ekki bara Ísland)?
Þegar menn segja að hlýnandi loftslag af völdum gróðurhúsalofttegunda muni sennilega gera Ísland "ennþá byggilegra" en verið hefur, er þröng sýn tekin á málið. En jafnframt er umdeilt hvort Ísland verði í rauninni "ennþá byggilegra" þótt meðalhiti jarðar hækki - hitnunin verður nefnilega mest á hærri breiddargráðum, hitamunur milli hitabeltisins og kuldabeltisins minnkar, og þar af leiðandi dregur úr vindum sem bera varma í átt til skauta jarðarinnar, þar á meðal Íslands.

Ennfremur er alls óvíst hvaða áhrif veruleg hlýnun hefði á hafstrauma, en þeir skipta mestu máli um loftslag hér og víðast hvar annars staðar. Hlýnandi loftslagi fylgir hins vegar örugglega hækkuð sjávarstaða og flutningur loftslagsbelta - þéttbýl láglendissvæði munu sökkva í sæ nema til komi óumræðilega kostnaðarsamar varnaraðgerðir, eyðimerkur munu breiðast út, og svo framvegis. Þegar þess er gætt að meðalhiti jarðar hefur ekki verið jafnhár og nú í ein 8000 ár - vísbendingar eru um að strax eftir ísöldina hafi hitastig verið talsvert hærra en síðar varð - er ljóst að við lifum "óeðlilega" tíma, og haldi fram sem horfir gæti allt farið á versta veg.

Kannski mætti segja að Kyoto-samkomulagið eitt sér skipti ekki sköpum, en óumdeilanlega er það fyrsta skref sem stíga þarf, og annað skrefið verður tæpast stigið nema hið fyrsta verði stigið á undan. Því er svar mitt það, að heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu verði mun meiri en heildarkostnaðurinn, verði það samþykkt. Enda má að lokum minna á það að hugkvæmni mannsins eru nánast engin takmörk sett, og verði þjóðir heimsins "settar upp að vegg" hvað varðar stóriðju eða brennslu kolefnis-orkugjafa, munu þær finna aðrar lausnir....