Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju stafar þunglyndi?

Rúnar Helgi Andrason og Engilbert Sigurðsson

Hér er einnig að finna svör við spurningunum Hverjar eru algengustu orsakir þunglyndis? frá Baldri Þórssyni og Er þunglyndi andlegur eða líkamlegur sjúkdómur? frá Gunnari Aroni Ólasyni.

Ekki er vitað með vissu hvað það er sem veldur þunglyndi. Greina má ætlaðar orsakir gróflega í 3 flokka: Líffræðilega þætti, sálræna þætti og félagslega þætti. Þessi skipting er samt mikil einföldun þar sem oftast spila ýmsir þættir saman þegar mikið þunglyndi herjar á einstakling.

Líffræðilegar orsakir

Mikill fjöldi rannsókna bendir til að líffræðilegir þættir eigi sinn þátt í þróun þunglyndis. Sumar rannsóknir hafa bent til ójafnvægis eða skorts á ákveðnum boðefnum í heila, enda hafa flest þunglyndislyf áhrif á virkni þessara boðefna (serótónín og noradrenalín).

Erfðir

Erfðarannsóknir benda sterklega til að erfðir eigi nokkurn þátt í þróun þunglyndis, að minnsta kosti hjá þeim sem veikjast aftur og aftur. Þáttur erfða er samt langt frá því að vera auðskilinn og mjög erfitt er að greina áhrif erfða frá áhrifum umhverfis vegna þess hve margir þættir fléttast iðulega saman við tilurð þunglyndis. Erfðaþátturinn er sterkari hjá þeim sem greinast með geðhvörf heldur en þeim sem greinast með þunglyndi en fá aldrei oflæti. Það er ekki sjúkdómurinn sjálfur sem erfist, heldur er það fremur tilhneigingin til að veikjast undir álagi.

Dægursveifla

Langt er síðan menn vissu að lyndisraskanir og óeðlilegt svefnmynstur færu saman. Hvort tveggja þekkist, að svefntruflanir leysi sjúkdóminn úr læðingi og svefntruflanir séu hluti af sjúkdómsmyndinni, en hið síðarnefnda er þó mun algengara. Gildir það bæði um þunglyndi og örlyndi.

Sálrænir þættir

Þrátt fyrir að erfðir og líffræðilegir þættir eigi þátt í orsök þunglyndis eru ýmsir sálrænir þættir eða umhverfisþættir einnig mikilvægir.

"Lengi býr að fyrstu gerð" segir máltækið og flestum foreldrum er ljóst að margt getur haft mótandi áhrif á þroska barna. Rannsóknir hafa einkum beinst að áhrifum:
  • Gagnrýni í uppvexti.
  • Neikvæðs sjálfsmats.
  • Áunnins sjálfsbjargarleysis.
  • Missis foreldris, einkum móður, þegar börn eru ung að aldri.
  • Ofverndar án nærgætni.
Lítum nú nánar á þessa þætti og nokkrar tilgátur um mikilvægi þeirra:

Gagnrýni í uppvexti

Þegar þróun sjúkdóms er rannsökuð er athugað vel hvort barnið hafi alist upp í umhverfi sem mótast af gagnrýni og tilætlunarsemi gagnvart því, en um leið tilfinningalegu skeytingarleysi gagnvart viðbrögðum þess. Þetta gerir barninu erfitt fyrir við að þróa og viðhalda sjálfsvirðingu sinni þegar það þarf að takast á við óhjákvæmileg áreiti uppvaxtaráranna. Þessi reynsla kann að hindra barnið í að þroskast í samræmi við eigin óskir og þarfir. Það verður fyrir vikið háð því að fá viðurkenningu, stuðning og umbun frá öðrum. Upp úr þessu getur þróast persónugerð sem einkennist af ónógu sjálfstrausti og hlédrægni, einkum gagnvart hagsmunaágreiningi og ósætti, þar eð þessir einstaklingar óttast að spilla tengslum við aðra. Óttinn við að móðga aðra eða spilla samskiptum við aðra getur þá orðið hamlandi vegna þess að viðurkenning annarra skiptir mjög miklu máli fyrir sjálfsvirðingu þeirra. Þessum einstaklingum vex í augum að fylgja eftir óskum sínum, kröfum og þörfum sem í augum flestra annarra er á hinn bóginn bæði nauðsynlegt og sjálfsagt.

Neikvætt sjálfsmat

Aðrar kenningar um geðlægð beina ekki athyglinni svo mjög að bernskuárum, heldur ganga út frá því að viðurkenning einstaklings byggist á skynsemi og reynslu. Í krafti slíkrar viðurkenningar séu tilfinningalíf og hegðun að verulegu leyti ákvörðuð af því hvernig einstaklingurinn lítur á sig eða metur sjálfan sig og samskipti sín við aðra. Í þunglyndi hættir sjúklingnum til að túlka boð frá umhverfinu á neikvæðan og gagnrýninn hátt og um leið styrkja það neikvæða og gagnrýna álit sem hann hefur á sjálfum sér. Þetta getur leitt til hugsunarháttar sem leggur áherslu á það leiðinlega, neikvæða og gagnrýna og það vill draga fólk niður.

Áunnið sjálfsbjargarleysi

Áunnið sjálfsbjargarleysi getur haft þýðingu við þróun alvarlegrar geðlægðar. Vonleysis- eða hjálparleysistilfinning eru algengir fylgifiskar þunglyndis. Það kann að vera áunnið og stafa af því að einstaklingurinn hefur orðið fyrir því að geta ekki mótað lífsaðstæður sínar miðað við þarfir sínar. Slíkt sjálfsbjargarleysi gæti t.a.m. verið áberandi hjá börnum foreldra sem beita endurtekið andlegu eða líkamlegu ofbeldi og bregðast ekki við eða skynja ekki tilfinningarlegar þarfir barna sinna. Fullorðnir sem hafa verið beittir ofbeldi endurtekið sem börn hættir frekar til lágs sjálfsmats og sjálfsásökunar og að upplifa margvísleg sálræn og líkamleg einkenni undir álagi.

Foreldramissir

Foreldramissir einn og sér veldur ekki endilega lyndisröskunum. Þar þarf fleira að koma til, en aldur barna og sá stuðningur og umönnun sem þau hljóta í kjölfarið eru þar væntanlega mikilvægir þættir. Missir foreldris getur stafað af fleiri þáttum en dauðsfalli, til dæmis skilnaði, flutningi tímabundið til annars landshluta eða lands og af veikindum.

Ofvernd án nærgætni

Sumir hafa talið ofvernd án nærgætni eða tilfinningu fyrir þörfum barnsins óheppilega fyrir sálrænan þroska barna. Þættir eins og skortur á viðurkenningu, mikil gagnrýni og skortur á tilfinningalegum stuðningi á uppvaxtarárum hafa þó líklega meiri áhrif á áhættu á þunglyndi á fullorðinsárum.

© Geðheilsa ehf, 2000. Öll réttindi áskilin.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu persona.is. Þar er einnig að finna ítarlegri umfjöllun um þetta efni.

Höfundar

sálfræðingur

Engilbert Sigurðsson

prófessor í geðlæknisfræði við HÍ og yfirlæknir á LSH

Útgáfudagur

7.12.2000

Spyrjandi

Guðrún Baldursdóttir

Tilvísun

Rúnar Helgi Andrason og Engilbert Sigurðsson. „Af hverju stafar þunglyndi?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2000, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1222.

Rúnar Helgi Andrason og Engilbert Sigurðsson. (2000, 7. desember). Af hverju stafar þunglyndi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1222

Rúnar Helgi Andrason og Engilbert Sigurðsson. „Af hverju stafar þunglyndi?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2000. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1222>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju stafar þunglyndi?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum Hverjar eru algengustu orsakir þunglyndis? frá Baldri Þórssyni og Er þunglyndi andlegur eða líkamlegur sjúkdómur? frá Gunnari Aroni Ólasyni.

Ekki er vitað með vissu hvað það er sem veldur þunglyndi. Greina má ætlaðar orsakir gróflega í 3 flokka: Líffræðilega þætti, sálræna þætti og félagslega þætti. Þessi skipting er samt mikil einföldun þar sem oftast spila ýmsir þættir saman þegar mikið þunglyndi herjar á einstakling.

Líffræðilegar orsakir

Mikill fjöldi rannsókna bendir til að líffræðilegir þættir eigi sinn þátt í þróun þunglyndis. Sumar rannsóknir hafa bent til ójafnvægis eða skorts á ákveðnum boðefnum í heila, enda hafa flest þunglyndislyf áhrif á virkni þessara boðefna (serótónín og noradrenalín).

Erfðir

Erfðarannsóknir benda sterklega til að erfðir eigi nokkurn þátt í þróun þunglyndis, að minnsta kosti hjá þeim sem veikjast aftur og aftur. Þáttur erfða er samt langt frá því að vera auðskilinn og mjög erfitt er að greina áhrif erfða frá áhrifum umhverfis vegna þess hve margir þættir fléttast iðulega saman við tilurð þunglyndis. Erfðaþátturinn er sterkari hjá þeim sem greinast með geðhvörf heldur en þeim sem greinast með þunglyndi en fá aldrei oflæti. Það er ekki sjúkdómurinn sjálfur sem erfist, heldur er það fremur tilhneigingin til að veikjast undir álagi.

Dægursveifla

Langt er síðan menn vissu að lyndisraskanir og óeðlilegt svefnmynstur færu saman. Hvort tveggja þekkist, að svefntruflanir leysi sjúkdóminn úr læðingi og svefntruflanir séu hluti af sjúkdómsmyndinni, en hið síðarnefnda er þó mun algengara. Gildir það bæði um þunglyndi og örlyndi.

Sálrænir þættir

Þrátt fyrir að erfðir og líffræðilegir þættir eigi þátt í orsök þunglyndis eru ýmsir sálrænir þættir eða umhverfisþættir einnig mikilvægir.

"Lengi býr að fyrstu gerð" segir máltækið og flestum foreldrum er ljóst að margt getur haft mótandi áhrif á þroska barna. Rannsóknir hafa einkum beinst að áhrifum:
  • Gagnrýni í uppvexti.
  • Neikvæðs sjálfsmats.
  • Áunnins sjálfsbjargarleysis.
  • Missis foreldris, einkum móður, þegar börn eru ung að aldri.
  • Ofverndar án nærgætni.
Lítum nú nánar á þessa þætti og nokkrar tilgátur um mikilvægi þeirra:

Gagnrýni í uppvexti

Þegar þróun sjúkdóms er rannsökuð er athugað vel hvort barnið hafi alist upp í umhverfi sem mótast af gagnrýni og tilætlunarsemi gagnvart því, en um leið tilfinningalegu skeytingarleysi gagnvart viðbrögðum þess. Þetta gerir barninu erfitt fyrir við að þróa og viðhalda sjálfsvirðingu sinni þegar það þarf að takast á við óhjákvæmileg áreiti uppvaxtaráranna. Þessi reynsla kann að hindra barnið í að þroskast í samræmi við eigin óskir og þarfir. Það verður fyrir vikið háð því að fá viðurkenningu, stuðning og umbun frá öðrum. Upp úr þessu getur þróast persónugerð sem einkennist af ónógu sjálfstrausti og hlédrægni, einkum gagnvart hagsmunaágreiningi og ósætti, þar eð þessir einstaklingar óttast að spilla tengslum við aðra. Óttinn við að móðga aðra eða spilla samskiptum við aðra getur þá orðið hamlandi vegna þess að viðurkenning annarra skiptir mjög miklu máli fyrir sjálfsvirðingu þeirra. Þessum einstaklingum vex í augum að fylgja eftir óskum sínum, kröfum og þörfum sem í augum flestra annarra er á hinn bóginn bæði nauðsynlegt og sjálfsagt.

Neikvætt sjálfsmat

Aðrar kenningar um geðlægð beina ekki athyglinni svo mjög að bernskuárum, heldur ganga út frá því að viðurkenning einstaklings byggist á skynsemi og reynslu. Í krafti slíkrar viðurkenningar séu tilfinningalíf og hegðun að verulegu leyti ákvörðuð af því hvernig einstaklingurinn lítur á sig eða metur sjálfan sig og samskipti sín við aðra. Í þunglyndi hættir sjúklingnum til að túlka boð frá umhverfinu á neikvæðan og gagnrýninn hátt og um leið styrkja það neikvæða og gagnrýna álit sem hann hefur á sjálfum sér. Þetta getur leitt til hugsunarháttar sem leggur áherslu á það leiðinlega, neikvæða og gagnrýna og það vill draga fólk niður.

Áunnið sjálfsbjargarleysi

Áunnið sjálfsbjargarleysi getur haft þýðingu við þróun alvarlegrar geðlægðar. Vonleysis- eða hjálparleysistilfinning eru algengir fylgifiskar þunglyndis. Það kann að vera áunnið og stafa af því að einstaklingurinn hefur orðið fyrir því að geta ekki mótað lífsaðstæður sínar miðað við þarfir sínar. Slíkt sjálfsbjargarleysi gæti t.a.m. verið áberandi hjá börnum foreldra sem beita endurtekið andlegu eða líkamlegu ofbeldi og bregðast ekki við eða skynja ekki tilfinningarlegar þarfir barna sinna. Fullorðnir sem hafa verið beittir ofbeldi endurtekið sem börn hættir frekar til lágs sjálfsmats og sjálfsásökunar og að upplifa margvísleg sálræn og líkamleg einkenni undir álagi.

Foreldramissir

Foreldramissir einn og sér veldur ekki endilega lyndisröskunum. Þar þarf fleira að koma til, en aldur barna og sá stuðningur og umönnun sem þau hljóta í kjölfarið eru þar væntanlega mikilvægir þættir. Missir foreldris getur stafað af fleiri þáttum en dauðsfalli, til dæmis skilnaði, flutningi tímabundið til annars landshluta eða lands og af veikindum.

Ofvernd án nærgætni

Sumir hafa talið ofvernd án nærgætni eða tilfinningu fyrir þörfum barnsins óheppilega fyrir sálrænan þroska barna. Þættir eins og skortur á viðurkenningu, mikil gagnrýni og skortur á tilfinningalegum stuðningi á uppvaxtarárum hafa þó líklega meiri áhrif á áhættu á þunglyndi á fullorðinsárum.

© Geðheilsa ehf, 2000. Öll réttindi áskilin.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu persona.is. Þar er einnig að finna ítarlegri umfjöllun um þetta efni....