Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað er vitað um taugahrörnunarsjúkdóma (ataxia) og hverjar eru helstu stofnanir í heiminum sem stunda rannsóknir á þeim?

Sigurður Thorlacius

Ataxia kallast á íslensku óregluhreyfing. Þetta orð er notað yfir ósamhæfðar og klaufalegar hreyfingar. Ataxia er ekki sjúkdómur, heldur einkenni, og getur hún verið einkenni fjölmargra taugasjúkdóma, meðal annars hrörnunarsjúkdóma. Það þarf þó ekki sjúkdóm til, því sá sem innbyrðir áfengi eða önnur efni sem bæla taugakerfið, svo sem róandi lyf eða svefnlyf, getur fengið þetta einkenni.

Nokkrir arfgengir hrörnunarsjúkdómar eru hins vegar kenndir við ataxiu og er þar þekktust svokölluð Friedreich's ataxia. Þeir sem haldnir eru þessum hrörnunarsjúkdómum eiga mjög erfitt með að samhæfa handahreyfingar, hafa óstöðugt göngulag eða geta jafnvel ekki gengið og önnur einkenni hrörnunar taugakerfis geta fylgt.

Víða eru stundaðar rannsóknir á þessu sviði, en nálgast má upplýsingar um þær á heimasíðu samtakanna Ataxia í Bretlandi og samtakanna National Ataxia Foundation í Bandaríkjunum og tenglasafni þeirra.

Höfundur

dósent í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.12.2000

Spyrjandi

Hörður Björgvinsson

Tilvísun

Sigurður Thorlacius. „Hvað er vitað um taugahrörnunarsjúkdóma (ataxia) og hverjar eru helstu stofnanir í heiminum sem stunda rannsóknir á þeim?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2000. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1225.

Sigurður Thorlacius. (2000, 7. desember). Hvað er vitað um taugahrörnunarsjúkdóma (ataxia) og hverjar eru helstu stofnanir í heiminum sem stunda rannsóknir á þeim? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1225

Sigurður Thorlacius. „Hvað er vitað um taugahrörnunarsjúkdóma (ataxia) og hverjar eru helstu stofnanir í heiminum sem stunda rannsóknir á þeim?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2000. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1225>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um taugahrörnunarsjúkdóma (ataxia) og hverjar eru helstu stofnanir í heiminum sem stunda rannsóknir á þeim?
Ataxia kallast á íslensku óregluhreyfing. Þetta orð er notað yfir ósamhæfðar og klaufalegar hreyfingar. Ataxia er ekki sjúkdómur, heldur einkenni, og getur hún verið einkenni fjölmargra taugasjúkdóma, meðal annars hrörnunarsjúkdóma. Það þarf þó ekki sjúkdóm til, því sá sem innbyrðir áfengi eða önnur efni sem bæla taugakerfið, svo sem róandi lyf eða svefnlyf, getur fengið þetta einkenni.

Nokkrir arfgengir hrörnunarsjúkdómar eru hins vegar kenndir við ataxiu og er þar þekktust svokölluð Friedreich's ataxia. Þeir sem haldnir eru þessum hrörnunarsjúkdómum eiga mjög erfitt með að samhæfa handahreyfingar, hafa óstöðugt göngulag eða geta jafnvel ekki gengið og önnur einkenni hrörnunar taugakerfis geta fylgt.

Víða eru stundaðar rannsóknir á þessu sviði, en nálgast má upplýsingar um þær á heimasíðu samtakanna Ataxia í Bretlandi og samtakanna National Ataxia Foundation í Bandaríkjunum og tenglasafni þeirra.

...