Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru einkenni geðklofa?

Þórður Sigmundsson og Steinvör Þöll Árnadóttir

Geðklofi (schizophrenia) er oft langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni. Geðklofi er jafn tíður hjá konum og körlum, en kemur þó að jafnaði fyrr fram hjá körlum, venjulega seint á táningsaldri eða snemma á tvítugsaldri. Hjá konum koma einkennin venjulega fram nokkrum árum seinna. Sumir sem þjást af geðklofa heyra oft raddir sem aðrir heyra ekki og trúa því gjarnan að aðrir geti lesið eða stjórnað hugsunum þeirra og séu þeim fjandsamlegir. Einkenni sem þessi leiða oft til fælni og félagslegrar einangrunar. Tal og atferli getur orðið svo ruglingslegt að erfitt er að skilja viðkomandi og annað fólk hræðist hann jafnvel. Þótt meðferð geti dregið úr einkennum bera flestir geðklofasjúklingar einhver einkenni sjúkdómsins alla ævi en þó er talið að allt að einn af hverjum fimm geti náð fullum bata.

Brengluð raunveruleikatengsl

Geðklofasjúklingar skynja veruleikann á allt annan hátt en aðrir, ofskynjanir þeirra og ranghugmyndir gera þá oft kvíðna, hrædda og ringlaða. Trufluð raunveruleikatengsl valda sundurlausri og óskipulegri hegðun og einkennir stundum líf geðklofasjúklinga. Á stundum geta þeir virst fjarlægir, fáskiptir og annars hugar. Þeir eiga jafnvel til með að sitja stjarfir klukkustundum saman án þess svo mikið sem depla auga eða segja eitt aukatekið orð. Þess á milli eru þeir á stöðugu iði, eru órólegir með óskipta athygli og einbeitingu.

Ofskynjanir og skynvillur

Skynjunartruflanir eru algengar hjá geðklofasjúklingum. Ofskynjanir geta tengst öllum skynfærunum og koma fram sem truflanir á heyrnar-, sjón-, snerti-, bragð- og lyktarskyni. Heyrnarofskynjanir fylgja langoftast geðklofa. Fólk heyrir raddir sem skipa því fyrir, lýsa atferli þess eða vara það við hættu og sjúklingurinn er jafnvel í hrókasamræðum við ímyndaðan. Skynvillur, öfugt við ofskynjanir, eru rangtúlkanir eða bjögun á raunverulegu skynáreiti, til dæmis að sjá spagettí sem maðka.

Ranghugmyndir

Ranghugmyndir (stundum nefndar haldvillur) eru hugmyndir eða skoðanir sem sjúklingurinn er sannfærður um að séu réttar, óháð öllum andstæðum röksemdum og staðreyndum og langt í frá að vera í samræmi við menntun eða menningarlegan bakgrunn. Ranghugmyndir eru með ákveðin þemu eða viðfangsefni. Ofsóknarranghugmyndir (paranoid delusions), sem um þriðjungur geðklofasjúklinga fær, eru ranghugmyndir um fjandsemi eða samsæri. Sjúklingar með ofsóknarranghugmyndir geta til að mynda verið sannfærðir um að verið sé að svindla á þeim, ofsækja þá, eitra fyrir þeim eða brugga þeim önnur launráð. Stundum telja þeir einnig að ofsóknirnar beinist að nánum ættingjum eða vinum. Mikilmennskuranghugmyndir (delusion of grandeur) er önnur gerð ranghugmynda og nokkuð algeng hjá geðklofasjúklingum. Þá eru þeir sannfærðir um að þeir séu afar frægir eða mikilvægir einstaklingar. Ranghugmyndirnar taka oft á sig sérkennilegar myndir: að nágrannarnir stjórni hegðun þeirra með segulbylgjum eða geislum, að fólk í sjónvarpinu sé að reyna að koma skilaboðum til þeirra, að hugsunum þeirra sé útvarpað til annarra o.s.frv.

Misnotkun á lyfjum og fíkniefnum

Lyfjamisnotkun er tíður fylgifiskur geðklofa og oft áhyggjuefni annarra í fjölskyldunni og hjá vinum. Flókið samspil er á milli lyfja- og fíkniefnamisnotkunar og geðsjúkdóma. Ofnotkun þessi veldur oft einkennum sem svipar mjög til geðklofa og stundum eru sjúklingar með geðklofa álitnir vera í ,,lyfjarússi". Auðvitað geta geðklofasjúklingar misnotað áfengi og önnur lyf og vímuáhrifin af sumum lyfjum þeirra eru stundum ýktari eða meiri en hjá öðrum einstaklingum. Almennt er talið ólíklegt að lyf eða vímuefnaneysla ein og sér geti orsakað geðklofa, þrátt fyrir að sumum einkennum geðklofa svipi til einkenna lyfjamisnotkunar. Fíkniefni geta hins vegar skapað meiri vandamál hjá geðklofasjúklingum, truflað meðferð og hamlað bata. Örvandi lyf (t.d. amfetamín og kókaín) og róandi lyf (t.d.maríjúana) koma því til leiðar að geðklofaeinkenni færist í aukana og um leið minnka líkurnar á því að meðferðaráætlun sé fylgt eftir.

Geðklofi og nikótínfíkn

Nikótínfíkn er um þrisvar sinnum algengari meðal geðklofasjúklinga en annarra og rannsóknir hafa leitt í ljós flókið samband milli reykinga og geðklofa. Þeir sem hafa geðklofa reykja gjarnan til að létta á geðklofaeinkennum en í raun draga reykingar úr áhrifum geðlyfja. Endurtekið hefur verið sýnt að geðklofasjúklingar sem reykja þurfa stærri lyfjaskammt en þeir sem ekki reykja. Geðklofasjúklingum getur einnig reynst sérstaklega erfitt að hætta að reykja því oft veldur það því að einkennin versna tímabundið. Þó getur reynst nokkuð áhrifaríkt að draga smám saman úr reykingum með aðstoð annarra nikótíngjafa í stað þess að hætta skyndilega. Læknar og aðstandendur ættu að fylgjast náið með lyfjaskömmtum og viðbrögðum sjúklings þegar hann annað hvort byrjar eða hættir að reykja.

Truflun á hugsun

Hugsun sumra geðklofasjúklinga er oft á tíðum brotakennd og óskipuleg. Þeir eiga erfitt með að hugsa rökrétt, geta ekki staldrað lengi við eina hugmynd í einu og vaða samhengislaust úr einu efni í annað. Þetta er mest áberandi í bráðafasanum. Geðklofasjúklingar átta sig illa á því hvaða upplýsingar skipta máli hverju sinni, og eiga erfitt með að setja fram hugmyndir á rökréttan og skipulegan hátt. Þetta er kallað ,,hugsanatruflanir" hjá sjúklingunum og gerir það að verkum að erfitt er að halda uppi samræðum við þá og einangrar þá enn frekar.

Tilfinningalíf

Geðklofa fylgja truflanir á tilfinningalífi. Öll tilfinningaviðbrögð slævast, andlit verður svipbrigðalaust og geðhrif (eða hvernig við tjáum tilfinningar okkar með svipbrigðum og atferli) og allt látbragð verður flatneskjan ein. Sjúklingurinn dregur sig í hlé og forðast umgengni við annað fólk. Þegar hann neyðist til að hafa samskipti við aðra er hann fáskiptinn og hefur lítið til málanna að leggja. Áhugi á flestu minnkar og lífið verður fábrotið. Í alvarlegum tilfellum geta heilu dagarnir liðið án þess að hann aðhafist nokkuð, vanrækir jafnvel líkamshirðu og hreinlæti. Doði eins og hér er lýst fær átakanlega mikið á fjölskyldu hans og vini sem muna eftir því hvernig hann var áður en hann veiktist. Áhersla skal lögð á það að tilfinningadeyfð hjá geðklofasjúklingnum er sjúkdómseinkenni, alls ekki veiklyndi eða persónuleikagalli.

Eru geðklofasjúklingar ofbeldishneigðir?

Í fjölmiðlum og bíómyndum er sterk tilhneiging til að tengja geðklofa við ofbeldisglæpi. Rannsóknir hafa hins vegar ekki sýnt fram á að geðklofasjúklingar séu að jafnaði ofbeldishneigðari en annað fólk. Þvert á móti er fólk sem þjáist af geðklofa venjulega hlédrægt og fáskiptið. Vissulega má finna ýmis dæmi um ofbeldisfulla geðklofasjúklinga en ekkert augljóst samband er milli ofbeldishneigðar og geðklofa. Sé geðklofassjúklingur ofbeldishneigður hefur hún verið til staðar fyrir veikindi eða er tilkomin fyrir tilstilli lyfjamisnotkunar. Lyfjamisnotkun eykur líkur á ofbeldi hjá geðklofasjúklingum, sérstaklega ef um er að ræða ofsóknargeðklofa, en hið sama á einnig við um heilbrigt fólk. Ofbeldi beinist ennfremur venjulega að vinum og fjölskyldu og fer oftar en ekki fram innan veggja heimilisins. Þegar öllu er á botninn hvolft þjáist megnið af ofbeldishneigðu fólki ekki af geðklofa og flestir þeirra sem þjást af geðklofa eru ekki ofbeldishneigðir.

Sjálfsvíg

Geðklofi eykur í ríkum mæli hættu á sjálfsvígum og ef einstaklingur hótar að stytta sér aldur, eða gerir tilraun til þess, ætti að leita læknishjálpar strax. Einn af hverjum tíu geðklofasjúklingum styttir sér aldur, og er hættan mest hjá ungum karlmönnum. Því miður getur reynst sérstaklega erfitt að sjá fyrir sjálfsvíg hjá geðklofasjúklingum og því ber alltaf að taka alvarlega þegar þeir láta í ljós sjálfsvígs- eða lífsleiðahugsanir.

Byggt á efni frá Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna.

© Geðheilsa ehf, 2000. Öll réttindi áskilin.


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu persona.is. Þar er einnig að finna ítarlegri umfjöllun um geðklofa.

Höfundar

Útgáfudagur

7.12.2000

Spyrjandi

Kristjón Kormákur

Tilvísun

Þórður Sigmundsson og Steinvör Þöll Árnadóttir. „Hver eru einkenni geðklofa?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2000, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1226.

Þórður Sigmundsson og Steinvör Þöll Árnadóttir. (2000, 7. desember). Hver eru einkenni geðklofa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1226

Þórður Sigmundsson og Steinvör Þöll Árnadóttir. „Hver eru einkenni geðklofa?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2000. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1226>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru einkenni geðklofa?
Geðklofi (schizophrenia) er oft langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni. Geðklofi er jafn tíður hjá konum og körlum, en kemur þó að jafnaði fyrr fram hjá körlum, venjulega seint á táningsaldri eða snemma á tvítugsaldri. Hjá konum koma einkennin venjulega fram nokkrum árum seinna. Sumir sem þjást af geðklofa heyra oft raddir sem aðrir heyra ekki og trúa því gjarnan að aðrir geti lesið eða stjórnað hugsunum þeirra og séu þeim fjandsamlegir. Einkenni sem þessi leiða oft til fælni og félagslegrar einangrunar. Tal og atferli getur orðið svo ruglingslegt að erfitt er að skilja viðkomandi og annað fólk hræðist hann jafnvel. Þótt meðferð geti dregið úr einkennum bera flestir geðklofasjúklingar einhver einkenni sjúkdómsins alla ævi en þó er talið að allt að einn af hverjum fimm geti náð fullum bata.

Brengluð raunveruleikatengsl

Geðklofasjúklingar skynja veruleikann á allt annan hátt en aðrir, ofskynjanir þeirra og ranghugmyndir gera þá oft kvíðna, hrædda og ringlaða. Trufluð raunveruleikatengsl valda sundurlausri og óskipulegri hegðun og einkennir stundum líf geðklofasjúklinga. Á stundum geta þeir virst fjarlægir, fáskiptir og annars hugar. Þeir eiga jafnvel til með að sitja stjarfir klukkustundum saman án þess svo mikið sem depla auga eða segja eitt aukatekið orð. Þess á milli eru þeir á stöðugu iði, eru órólegir með óskipta athygli og einbeitingu.

Ofskynjanir og skynvillur

Skynjunartruflanir eru algengar hjá geðklofasjúklingum. Ofskynjanir geta tengst öllum skynfærunum og koma fram sem truflanir á heyrnar-, sjón-, snerti-, bragð- og lyktarskyni. Heyrnarofskynjanir fylgja langoftast geðklofa. Fólk heyrir raddir sem skipa því fyrir, lýsa atferli þess eða vara það við hættu og sjúklingurinn er jafnvel í hrókasamræðum við ímyndaðan. Skynvillur, öfugt við ofskynjanir, eru rangtúlkanir eða bjögun á raunverulegu skynáreiti, til dæmis að sjá spagettí sem maðka.

Ranghugmyndir

Ranghugmyndir (stundum nefndar haldvillur) eru hugmyndir eða skoðanir sem sjúklingurinn er sannfærður um að séu réttar, óháð öllum andstæðum röksemdum og staðreyndum og langt í frá að vera í samræmi við menntun eða menningarlegan bakgrunn. Ranghugmyndir eru með ákveðin þemu eða viðfangsefni. Ofsóknarranghugmyndir (paranoid delusions), sem um þriðjungur geðklofasjúklinga fær, eru ranghugmyndir um fjandsemi eða samsæri. Sjúklingar með ofsóknarranghugmyndir geta til að mynda verið sannfærðir um að verið sé að svindla á þeim, ofsækja þá, eitra fyrir þeim eða brugga þeim önnur launráð. Stundum telja þeir einnig að ofsóknirnar beinist að nánum ættingjum eða vinum. Mikilmennskuranghugmyndir (delusion of grandeur) er önnur gerð ranghugmynda og nokkuð algeng hjá geðklofasjúklingum. Þá eru þeir sannfærðir um að þeir séu afar frægir eða mikilvægir einstaklingar. Ranghugmyndirnar taka oft á sig sérkennilegar myndir: að nágrannarnir stjórni hegðun þeirra með segulbylgjum eða geislum, að fólk í sjónvarpinu sé að reyna að koma skilaboðum til þeirra, að hugsunum þeirra sé útvarpað til annarra o.s.frv.

Misnotkun á lyfjum og fíkniefnum

Lyfjamisnotkun er tíður fylgifiskur geðklofa og oft áhyggjuefni annarra í fjölskyldunni og hjá vinum. Flókið samspil er á milli lyfja- og fíkniefnamisnotkunar og geðsjúkdóma. Ofnotkun þessi veldur oft einkennum sem svipar mjög til geðklofa og stundum eru sjúklingar með geðklofa álitnir vera í ,,lyfjarússi". Auðvitað geta geðklofasjúklingar misnotað áfengi og önnur lyf og vímuáhrifin af sumum lyfjum þeirra eru stundum ýktari eða meiri en hjá öðrum einstaklingum. Almennt er talið ólíklegt að lyf eða vímuefnaneysla ein og sér geti orsakað geðklofa, þrátt fyrir að sumum einkennum geðklofa svipi til einkenna lyfjamisnotkunar. Fíkniefni geta hins vegar skapað meiri vandamál hjá geðklofasjúklingum, truflað meðferð og hamlað bata. Örvandi lyf (t.d. amfetamín og kókaín) og róandi lyf (t.d.maríjúana) koma því til leiðar að geðklofaeinkenni færist í aukana og um leið minnka líkurnar á því að meðferðaráætlun sé fylgt eftir.

Geðklofi og nikótínfíkn

Nikótínfíkn er um þrisvar sinnum algengari meðal geðklofasjúklinga en annarra og rannsóknir hafa leitt í ljós flókið samband milli reykinga og geðklofa. Þeir sem hafa geðklofa reykja gjarnan til að létta á geðklofaeinkennum en í raun draga reykingar úr áhrifum geðlyfja. Endurtekið hefur verið sýnt að geðklofasjúklingar sem reykja þurfa stærri lyfjaskammt en þeir sem ekki reykja. Geðklofasjúklingum getur einnig reynst sérstaklega erfitt að hætta að reykja því oft veldur það því að einkennin versna tímabundið. Þó getur reynst nokkuð áhrifaríkt að draga smám saman úr reykingum með aðstoð annarra nikótíngjafa í stað þess að hætta skyndilega. Læknar og aðstandendur ættu að fylgjast náið með lyfjaskömmtum og viðbrögðum sjúklings þegar hann annað hvort byrjar eða hættir að reykja.

Truflun á hugsun

Hugsun sumra geðklofasjúklinga er oft á tíðum brotakennd og óskipuleg. Þeir eiga erfitt með að hugsa rökrétt, geta ekki staldrað lengi við eina hugmynd í einu og vaða samhengislaust úr einu efni í annað. Þetta er mest áberandi í bráðafasanum. Geðklofasjúklingar átta sig illa á því hvaða upplýsingar skipta máli hverju sinni, og eiga erfitt með að setja fram hugmyndir á rökréttan og skipulegan hátt. Þetta er kallað ,,hugsanatruflanir" hjá sjúklingunum og gerir það að verkum að erfitt er að halda uppi samræðum við þá og einangrar þá enn frekar.

Tilfinningalíf

Geðklofa fylgja truflanir á tilfinningalífi. Öll tilfinningaviðbrögð slævast, andlit verður svipbrigðalaust og geðhrif (eða hvernig við tjáum tilfinningar okkar með svipbrigðum og atferli) og allt látbragð verður flatneskjan ein. Sjúklingurinn dregur sig í hlé og forðast umgengni við annað fólk. Þegar hann neyðist til að hafa samskipti við aðra er hann fáskiptinn og hefur lítið til málanna að leggja. Áhugi á flestu minnkar og lífið verður fábrotið. Í alvarlegum tilfellum geta heilu dagarnir liðið án þess að hann aðhafist nokkuð, vanrækir jafnvel líkamshirðu og hreinlæti. Doði eins og hér er lýst fær átakanlega mikið á fjölskyldu hans og vini sem muna eftir því hvernig hann var áður en hann veiktist. Áhersla skal lögð á það að tilfinningadeyfð hjá geðklofasjúklingnum er sjúkdómseinkenni, alls ekki veiklyndi eða persónuleikagalli.

Eru geðklofasjúklingar ofbeldishneigðir?

Í fjölmiðlum og bíómyndum er sterk tilhneiging til að tengja geðklofa við ofbeldisglæpi. Rannsóknir hafa hins vegar ekki sýnt fram á að geðklofasjúklingar séu að jafnaði ofbeldishneigðari en annað fólk. Þvert á móti er fólk sem þjáist af geðklofa venjulega hlédrægt og fáskiptið. Vissulega má finna ýmis dæmi um ofbeldisfulla geðklofasjúklinga en ekkert augljóst samband er milli ofbeldishneigðar og geðklofa. Sé geðklofassjúklingur ofbeldishneigður hefur hún verið til staðar fyrir veikindi eða er tilkomin fyrir tilstilli lyfjamisnotkunar. Lyfjamisnotkun eykur líkur á ofbeldi hjá geðklofasjúklingum, sérstaklega ef um er að ræða ofsóknargeðklofa, en hið sama á einnig við um heilbrigt fólk. Ofbeldi beinist ennfremur venjulega að vinum og fjölskyldu og fer oftar en ekki fram innan veggja heimilisins. Þegar öllu er á botninn hvolft þjáist megnið af ofbeldishneigðu fólki ekki af geðklofa og flestir þeirra sem þjást af geðklofa eru ekki ofbeldishneigðir.

Sjálfsvíg

Geðklofi eykur í ríkum mæli hættu á sjálfsvígum og ef einstaklingur hótar að stytta sér aldur, eða gerir tilraun til þess, ætti að leita læknishjálpar strax. Einn af hverjum tíu geðklofasjúklingum styttir sér aldur, og er hættan mest hjá ungum karlmönnum. Því miður getur reynst sérstaklega erfitt að sjá fyrir sjálfsvíg hjá geðklofasjúklingum og því ber alltaf að taka alvarlega þegar þeir láta í ljós sjálfsvígs- eða lífsleiðahugsanir.

Byggt á efni frá Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna.

© Geðheilsa ehf, 2000. Öll réttindi áskilin.


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu persona.is. Þar er einnig að finna ítarlegri umfjöllun um geðklofa.

...