Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?

EMB

Talið er að vikudagarnir hafi borið eftirfarandi nöfn á Íslandi fram á 12. öld.

 sunnudagur
 mánadagur
 týsdagur
 óðinsdagur
 þórsdagur
 frjádagur
 þvottdagur/laugardagur

Þessi nöfn eru í samræmi við daganöfn annars staðar í Norður-Evrópu. Uppruna þessara nafna er að finna hjá Rómverjum sem töldu að vikudögunum væri stjórnað af föruhnöttunum sól, mána, Mars, Merkúríusi, Júpíter, Venus og Satúrnusi. Germanskar þjóðir þýddu svo og staðfærðu þessi nöfn þegar þau bárust til þeirra.

Eftir kristnitöku reyndi svo kirkjan að koma á notkun eftirfarandi heita í stað gömlu daganafnanna:

 drottinsdagur
 annar dagur
 þriðji dagur
 miðvikudagur
 fimmti dagur
 föstudagur
 laugardagur

Sum þessara heita festust í málinu en enn höldum við í daga sólar og mána.

Heimild:

Árni Björnsson (1993), Saga daganna, Reykjavík: Mál og menning.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

13.12.2000

Spyrjandi

Gunnar Einar Steingrímsson

Tilvísun

EMB. „Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1238.

EMB. (2000, 13. desember). Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1238

EMB. „Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1238>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?
Talið er að vikudagarnir hafi borið eftirfarandi nöfn á Íslandi fram á 12. öld.

 sunnudagur
 mánadagur
 týsdagur
 óðinsdagur
 þórsdagur
 frjádagur
 þvottdagur/laugardagur

Þessi nöfn eru í samræmi við daganöfn annars staðar í Norður-Evrópu. Uppruna þessara nafna er að finna hjá Rómverjum sem töldu að vikudögunum væri stjórnað af föruhnöttunum sól, mána, Mars, Merkúríusi, Júpíter, Venus og Satúrnusi. Germanskar þjóðir þýddu svo og staðfærðu þessi nöfn þegar þau bárust til þeirra.

Eftir kristnitöku reyndi svo kirkjan að koma á notkun eftirfarandi heita í stað gömlu daganafnanna:

 drottinsdagur
 annar dagur
 þriðji dagur
 miðvikudagur
 fimmti dagur
 föstudagur
 laugardagur

Sum þessara heita festust í málinu en enn höldum við í daga sólar og mána.

Heimild:

Árni Björnsson (1993), Saga daganna, Reykjavík: Mál og menning.

...