Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar fisktegundir við Ísland?

Jakob Jakobsson (1931-2020)

Í "fiskatali" sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók 15. nóvember 2000 var vitað um 360 fisktegundir sem fundist hafa innan 200 sjómílna lögsögunnar við Ísland.

Af þessum 360 tegundum eru 39 tegundir brjóskfiska, þar af 19 háffiskar, 14 skötutegundir og 6 hámýs. Beinfiskategundirnar eru 319. Þar á meðal eru helstu nytjategundirnar eins og þorskur, ýsa, síld, loðna og lax svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hafa fundist tvær tegundir svokallaðra vankjálka eða hringmunna (sæsteinsuga og slímáll). Sumar þessara tegunda eru mjög sjaldgæfar á Íslandsmiðum og hafa aðeins veiðst einu sinni. Þá eru 40-50 tegundir greinilega flækingar hér frá öðrum hafsvæðum, komnir hingað í ævintýraleit eða villtir af leið.

Þegar hin merka bók Bjarna Sæmundssonar "Fiskarnir" kom út árið 1926 voru aðeins þekktar 130 tegundir við landið og var þá miðað við 400m dýptarlínuna. Næsta "fiskabókin" kom út 1983. Það var bók Gunnars Jónssonar "Íslenskir fiskar" og hafði þekktum tegundum við Ísland þá fjölgað í 231 en eru nú þegar þetta er skrifað árið 2000 orðnar 360 eins og áður sagði.

Segja má að þetta séu ekki margar tegundir fiska sem hér finnast ef haft er í huga að í heimshöfunum þekkjast 24-25 þúsund fisktegundir.

Höfundur

prófessor í fiskifræði við HÍ

Útgáfudagur

20.12.2000

Spyrjandi

Guðrún Hjartardóttir, f. 1989

Tilvísun

Jakob Jakobsson (1931-2020). „Hvað eru margar fisktegundir við Ísland?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2000, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1246.

Jakob Jakobsson (1931-2020). (2000, 20. desember). Hvað eru margar fisktegundir við Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1246

Jakob Jakobsson (1931-2020). „Hvað eru margar fisktegundir við Ísland?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2000. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1246>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar fisktegundir við Ísland?
Í "fiskatali" sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók 15. nóvember 2000 var vitað um 360 fisktegundir sem fundist hafa innan 200 sjómílna lögsögunnar við Ísland.

Af þessum 360 tegundum eru 39 tegundir brjóskfiska, þar af 19 háffiskar, 14 skötutegundir og 6 hámýs. Beinfiskategundirnar eru 319. Þar á meðal eru helstu nytjategundirnar eins og þorskur, ýsa, síld, loðna og lax svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hafa fundist tvær tegundir svokallaðra vankjálka eða hringmunna (sæsteinsuga og slímáll). Sumar þessara tegunda eru mjög sjaldgæfar á Íslandsmiðum og hafa aðeins veiðst einu sinni. Þá eru 40-50 tegundir greinilega flækingar hér frá öðrum hafsvæðum, komnir hingað í ævintýraleit eða villtir af leið.

Þegar hin merka bók Bjarna Sæmundssonar "Fiskarnir" kom út árið 1926 voru aðeins þekktar 130 tegundir við landið og var þá miðað við 400m dýptarlínuna. Næsta "fiskabókin" kom út 1983. Það var bók Gunnars Jónssonar "Íslenskir fiskar" og hafði þekktum tegundum við Ísland þá fjölgað í 231 en eru nú þegar þetta er skrifað árið 2000 orðnar 360 eins og áður sagði.

Segja má að þetta séu ekki margar tegundir fiska sem hér finnast ef haft er í huga að í heimshöfunum þekkjast 24-25 þúsund fisktegundir....