Sólin Sólin Rís 10:48 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:14 • Sest 02:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:33 • Síðdegis: 14:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 20:28 í Reykjavík

Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til?

EMB

Kívíávöxtur eða loðber (Actinidia deliciosa eða Actinicia chinensis) er ekki búinn til úr öðrum ávöxtum heldur er hann sjálfstæð tegund. Loðberið er ávöxtur klifurfléttu og upprunaleg heimkynni þess eru í Kína. Ávöxturinn tók að berast til annarra landa á 19. öld og ræktun hans hófst að einhverju leyti á fyrstu árum 20. aldar bæði á Nýja-Sjálandi og í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann gekk á þessum tíma undir nafninu kínverskt stikilsber (e. Chinese gooseberry).

Um 1960 hófu ávaxtabændur á Nýja-Sjálandi útflutning á “kínverskum stikilsberjum”. Ávextinum var þá gefið nafnið kiwi-ávöxtur í höfuðið á hinum nýsjálenska kiwi-fugli til að tengja markaðsetningu hans Nýja-Sjálandi. Ræktun ávaxtarins til sölu og útflutnings hófst svo nokkrum árum síðar í Bandaríkjunum og hið nýsjálenska heiti hans fékk að haldast. Núorðið eru loðber ræktuð víða í Evrópu, í Ástralíu og Chile, auk Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands.

Loðberið er eins og egg í laginu og hefur brúnt og loðið hýði. Að innan er það grænt að lit með svörtum fræjum í miðjunni. Loðber eru mjög C-vítamínrík.


Heimildir:

Britannica.com

Kiwifruit.org

California Rare Fruit Growers

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

27.12.2000

Spyrjandi

Axel Helgason

Tilvísun

EMB. „Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til?“ Vísindavefurinn, 27. desember 2000. Sótt 2. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=1250.

EMB. (2000, 27. desember). Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1250

EMB. „Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til?“ Vísindavefurinn. 27. des. 2000. Vefsíða. 2. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1250>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til?
Kívíávöxtur eða loðber (Actinidia deliciosa eða Actinicia chinensis) er ekki búinn til úr öðrum ávöxtum heldur er hann sjálfstæð tegund. Loðberið er ávöxtur klifurfléttu og upprunaleg heimkynni þess eru í Kína. Ávöxturinn tók að berast til annarra landa á 19. öld og ræktun hans hófst að einhverju leyti á fyrstu árum 20. aldar bæði á Nýja-Sjálandi og í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann gekk á þessum tíma undir nafninu kínverskt stikilsber (e. Chinese gooseberry).

Um 1960 hófu ávaxtabændur á Nýja-Sjálandi útflutning á “kínverskum stikilsberjum”. Ávextinum var þá gefið nafnið kiwi-ávöxtur í höfuðið á hinum nýsjálenska kiwi-fugli til að tengja markaðsetningu hans Nýja-Sjálandi. Ræktun ávaxtarins til sölu og útflutnings hófst svo nokkrum árum síðar í Bandaríkjunum og hið nýsjálenska heiti hans fékk að haldast. Núorðið eru loðber ræktuð víða í Evrópu, í Ástralíu og Chile, auk Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands.

Loðberið er eins og egg í laginu og hefur brúnt og loðið hýði. Að innan er það grænt að lit með svörtum fræjum í miðjunni. Loðber eru mjög C-vítamínrík.


Heimildir:

Britannica.com

Kiwifruit.org

California Rare Fruit Growers

...