Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eitthvert sannleikskorn í Ástríksbókunum um stríð Galla og Rómverja? Áttu Rómverjar ekki í vandræðum með Galla?

Geir Þ. Þórarinsson

Í sögunum um Ástrík eftir franska höfundinn René Goscinny eru þeir félagar Ástríkur og Steinríkur Gallar sem veita rómverska hernum mótspyrnu þegar Rómverjar leggja undir sig Gallíu um árið 50 f.Kr.

Gallar voru keltneskir þjóðflokkar sem bjuggu þar sem nú er Frakkland, Belgía, Lúxemborg, Holland og Sviss og jafnvel á Norður-Ítalíu (norðan við Rubicon-fljót) á svæði sem nefnt var Gallía Cisalpina (það er Gallía „hérna megin Alpanna“ frá Rómverjum séð). Árið 391 f.Kr. gerðu Gallar innrás suður á Ítalíu og ári síðar réðust þeir inn í Rómaborg, rændu hana og brenndu. Sá atburður var Rómverjum minnugur öldum saman. Rúmlega sjö hundruð ár liðu þar til erlendur árásarher komst aftur inn fyrir borgarmúra Rómar.

Rómverjar vildu gjarnan tryggja að Gallar gætu ekki endurtekið innrásina frá 390 f.Kr. og nýttu því hvert tækifæri til að tryggja stöðu sína gagnvart nágrönnum sínum í norðri. Á árunum 125-121 f.Kr. nýttu Rómverjar tækifærið og komu borginni Massiliu (í dag Marseilles) til hjálpar. Þeir tryggðu einnig að landleiðin frá Ítalíu til Hispaniu (Spánar) væri greið. Rómverski ræðismaðurinn Gnaeus Domitius Ahenobarbus var sendur til þess að leggja til atlögu við óvini Massiliu og árið 121 f.Kr. hafði Rómverjum tekist að tryggja sér yfirráð yfir syðsta hluta Gallíu (nú Miðjarðarhafsströnd Frakklands) sem nefndist Gallía Narbonensis eða Gallía Transalpina (það er Gallía „hinum megin Alpanna“). Þremur árum síðar hófust Rómverjar handa við að leggja veg frá Ítalíu til Hispaniu sem nefndist Via Domitia eftir ræðismanninum.

Árið 58 f.Kr. varð Júlíus Caesar skattlandsstjóri í Gallíu Cisalpinu og einnig í Gallíu Transalpinu eftir sviplegt fráfall Metellusar Celer, skattlandsstjóra þar. Ýmsir gallískir þjóðflokkar áttu í erjum sín á milli og Caesar nýtti tækifærið til þess að blanda sér í málið, að eigin sögn til þess að vernda bandamenn sína og tryggja rómverska hagsmuni og koma í veg fyrir að gallískir og germanskir þjóðflokkar ógnuðu rómverskum landsvæðum. Í raun færðu Gallastríðin Rómverjum og Caesari sjálfum mikil auðæfi auk þess sem Caesar styrkti stöðu sína í rómverskum stjórnmálum. Caesar samdi sjálfur rit um hernaðinn sem nefndust Commentarii de bello Gallico eða Um Gallastríðin í sjö bókum (en áttunda bókin var samin af Aulusi Hirtiusi undirmanni Caesars). Ritinu var meðal annars ætlað að réttlæta hernaðinn fyrir Öldungaráðinu heima í Rómaborg. Síðasta stóra orrustan, umsátrið um Alesíu, var háð árið 52 f.Kr. og árið 51 f.Kr. hafði Caesari tekist að tryggja Rómverjum yfirráð yfir Gallíu allri. Gallía varð skattland og latína og rómversk menning breiddist út meðal Galla.

Leiðtogi Galla í umsátrinu um Alesíu var Vercingetorix. Hann var án efa snjallasti og hættulegasti leiðtogi þeirra og sá sem ógnaði Caesari mest. Eftir sigurinn við Alesíu áttu Rómverjar í fremur litlum erfiðleikum með Galla, sem urðu Rómverjum ekki raunverulega óþægur ljár í þúfu á ný fyrr en eftir miðja 3. öld.

Myndir:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

20.7.2010

Spyrjandi

Pétur Björnsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Er eitthvert sannleikskorn í Ástríksbókunum um stríð Galla og Rómverja? Áttu Rómverjar ekki í vandræðum með Galla?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2010, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=12554.

Geir Þ. Þórarinsson. (2010, 20. júlí). Er eitthvert sannleikskorn í Ástríksbókunum um stríð Galla og Rómverja? Áttu Rómverjar ekki í vandræðum með Galla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=12554

Geir Þ. Þórarinsson. „Er eitthvert sannleikskorn í Ástríksbókunum um stríð Galla og Rómverja? Áttu Rómverjar ekki í vandræðum með Galla?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2010. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=12554>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eitthvert sannleikskorn í Ástríksbókunum um stríð Galla og Rómverja? Áttu Rómverjar ekki í vandræðum með Galla?
Í sögunum um Ástrík eftir franska höfundinn René Goscinny eru þeir félagar Ástríkur og Steinríkur Gallar sem veita rómverska hernum mótspyrnu þegar Rómverjar leggja undir sig Gallíu um árið 50 f.Kr.

Gallar voru keltneskir þjóðflokkar sem bjuggu þar sem nú er Frakkland, Belgía, Lúxemborg, Holland og Sviss og jafnvel á Norður-Ítalíu (norðan við Rubicon-fljót) á svæði sem nefnt var Gallía Cisalpina (það er Gallía „hérna megin Alpanna“ frá Rómverjum séð). Árið 391 f.Kr. gerðu Gallar innrás suður á Ítalíu og ári síðar réðust þeir inn í Rómaborg, rændu hana og brenndu. Sá atburður var Rómverjum minnugur öldum saman. Rúmlega sjö hundruð ár liðu þar til erlendur árásarher komst aftur inn fyrir borgarmúra Rómar.

Rómverjar vildu gjarnan tryggja að Gallar gætu ekki endurtekið innrásina frá 390 f.Kr. og nýttu því hvert tækifæri til að tryggja stöðu sína gagnvart nágrönnum sínum í norðri. Á árunum 125-121 f.Kr. nýttu Rómverjar tækifærið og komu borginni Massiliu (í dag Marseilles) til hjálpar. Þeir tryggðu einnig að landleiðin frá Ítalíu til Hispaniu (Spánar) væri greið. Rómverski ræðismaðurinn Gnaeus Domitius Ahenobarbus var sendur til þess að leggja til atlögu við óvini Massiliu og árið 121 f.Kr. hafði Rómverjum tekist að tryggja sér yfirráð yfir syðsta hluta Gallíu (nú Miðjarðarhafsströnd Frakklands) sem nefndist Gallía Narbonensis eða Gallía Transalpina (það er Gallía „hinum megin Alpanna“). Þremur árum síðar hófust Rómverjar handa við að leggja veg frá Ítalíu til Hispaniu sem nefndist Via Domitia eftir ræðismanninum.

Árið 58 f.Kr. varð Júlíus Caesar skattlandsstjóri í Gallíu Cisalpinu og einnig í Gallíu Transalpinu eftir sviplegt fráfall Metellusar Celer, skattlandsstjóra þar. Ýmsir gallískir þjóðflokkar áttu í erjum sín á milli og Caesar nýtti tækifærið til þess að blanda sér í málið, að eigin sögn til þess að vernda bandamenn sína og tryggja rómverska hagsmuni og koma í veg fyrir að gallískir og germanskir þjóðflokkar ógnuðu rómverskum landsvæðum. Í raun færðu Gallastríðin Rómverjum og Caesari sjálfum mikil auðæfi auk þess sem Caesar styrkti stöðu sína í rómverskum stjórnmálum. Caesar samdi sjálfur rit um hernaðinn sem nefndust Commentarii de bello Gallico eða Um Gallastríðin í sjö bókum (en áttunda bókin var samin af Aulusi Hirtiusi undirmanni Caesars). Ritinu var meðal annars ætlað að réttlæta hernaðinn fyrir Öldungaráðinu heima í Rómaborg. Síðasta stóra orrustan, umsátrið um Alesíu, var háð árið 52 f.Kr. og árið 51 f.Kr. hafði Caesari tekist að tryggja Rómverjum yfirráð yfir Gallíu allri. Gallía varð skattland og latína og rómversk menning breiddist út meðal Galla.

Leiðtogi Galla í umsátrinu um Alesíu var Vercingetorix. Hann var án efa snjallasti og hættulegasti leiðtogi þeirra og sá sem ógnaði Caesari mest. Eftir sigurinn við Alesíu áttu Rómverjar í fremur litlum erfiðleikum með Galla, sem urðu Rómverjum ekki raunverulega óþægur ljár í þúfu á ný fyrr en eftir miðja 3. öld.

Myndir:

...