Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?

Páll Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Varmaflutningur frá venjulegum miðstöðvarofnum skiptist gróflega til helminga. Annars vegar verður varmageislun frá yfirborði ofnsins til umhverfisins, og hins vegar varmaburður með loftinu sem leikur um ofninn. Ef ofninn væri hins vegar úr póleruðu áli, þá yrði varmaflutningur með geislun nær enginn og hitunarafköstin mundu minnka um helming. Geislun frá póleraða álinu er aðeins um 4% af geislun svarthlutar.

Það merkilega er að hvít málning er nánast "svört" með tilliti til varmageislunar því að hvítmálaður flötur geislar 90-92% af geislun hins fullkomna svarthlutar. Svört málning geislar 95-98% af svarthlutargeislun. Þannig myndu afköst ofnsins aukast um 2-3 % við að mála hann svartan í stað þess að hafa hann hvítan.

Hér er einnig forvitnilegt að bera saman við lit á dýrum. Þar sem hvítir hlutir endurkasta meira ljósi en dökkir, mætti ætla að það væri að þessu leyti óhagstætt fyrir ísbjörninn að vera hvítur; hann fari þá á mis við sólarorku sem hann gæti annars nýtt til að halda á sér hita. En hér er sannarlega ekki allt sem sýnist, frekar en með hvítu ofnana. Það hefur sem sé komið í ljós að ísbirnir og nokkur önnur hvít heimskautadýr eru nánast svört í útfjólubláu ljósi. Þau drekka með öðrum orðum í sig mikla orku frá slíkri geislun og nýta hana til að halda á sér hita.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Lesefni:
  • Páll Hersteinsson, "Spendýr á norðurslóðum". Hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar. Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls. 89-106.

Mynd:

Pétur Hermannsson spurði:

Hversu miklu meiri nýtni fáum við úr miðstöðvarofnum ef við málum þá svarta?

Þorsteinn Egilson spurði sem hér segir:
Hlutir með dökkt yfirborð taka betur við og senda betur frá sér varmageislun en ljósir hlutir. - Hvers vegna eru þá ofnar til húsahitunar hafðir hvítir?

Höfundar

prófessor í verkfræði við HÍ

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

19.2.2000

Spyrjandi

Pétur Hermannsson og Þorsteinn Egilson

Tilvísun

Páll Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2000, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=126.

Páll Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 19. febrúar). Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=126

Páll Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2000. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=126>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?

Varmaflutningur frá venjulegum miðstöðvarofnum skiptist gróflega til helminga. Annars vegar verður varmageislun frá yfirborði ofnsins til umhverfisins, og hins vegar varmaburður með loftinu sem leikur um ofninn. Ef ofninn væri hins vegar úr póleruðu áli, þá yrði varmaflutningur með geislun nær enginn og hitunarafköstin mundu minnka um helming. Geislun frá póleraða álinu er aðeins um 4% af geislun svarthlutar.

Það merkilega er að hvít málning er nánast "svört" með tilliti til varmageislunar því að hvítmálaður flötur geislar 90-92% af geislun hins fullkomna svarthlutar. Svört málning geislar 95-98% af svarthlutargeislun. Þannig myndu afköst ofnsins aukast um 2-3 % við að mála hann svartan í stað þess að hafa hann hvítan.

Hér er einnig forvitnilegt að bera saman við lit á dýrum. Þar sem hvítir hlutir endurkasta meira ljósi en dökkir, mætti ætla að það væri að þessu leyti óhagstætt fyrir ísbjörninn að vera hvítur; hann fari þá á mis við sólarorku sem hann gæti annars nýtt til að halda á sér hita. En hér er sannarlega ekki allt sem sýnist, frekar en með hvítu ofnana. Það hefur sem sé komið í ljós að ísbirnir og nokkur önnur hvít heimskautadýr eru nánast svört í útfjólubláu ljósi. Þau drekka með öðrum orðum í sig mikla orku frá slíkri geislun og nýta hana til að halda á sér hita.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Lesefni:
  • Páll Hersteinsson, "Spendýr á norðurslóðum". Hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar. Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls. 89-106.

Mynd:

Pétur Hermannsson spurði:

Hversu miklu meiri nýtni fáum við úr miðstöðvarofnum ef við málum þá svarta?

Þorsteinn Egilson spurði sem hér segir:
Hlutir með dökkt yfirborð taka betur við og senda betur frá sér varmageislun en ljósir hlutir. - Hvers vegna eru þá ofnar til húsahitunar hafðir hvítir?
...