
Hvalir eru síður en svo einsleitur hópur sjávarspendýra. Alls eru þekktar rúmlega 80 tegundir hvala og geta stærstu steypireyðar náð allt upp í 30 metra á lengd og vegið yfir 150 tonn en minnstu fljótahöfrungar verða vart lengri en 120 cm á lengd. Smæstu höfrungar ná venjulega ekki eins háum aldri og risarnir. Langlífi hvala hefur lítið verið rannsakað og á eftirfarandi listi fremur við um hámarksaldur en meðalaldur. Listinn sýnir hámarksaldur nokkurra ólíkra hvalategunda.
| Náhvalur (Monodon monoceros) | 50 ár | |
| Háhyrningur (Orcinus orca) | ||
| Karldýr | 50+ | |
| Kvendýr | 80+ | |
| Búrhvalur (Physeter catodon) | 65-70 ár | |
| Grindhvalur (Globicephala melas) | 40-50 ár | |
| Hnúfubakur (Megaptera novaeangliae) | 30 ár | |
| Sandreyður (Balaenoptera borealis) | 65 ár | |
| Mjaldur (Delphinapterus leusas) | 25-30 ár | |
| Hnísa (Phocoena phocoena) | 15 ár | |
| Stökkull (Tursiops truncatus) | 25 ár | |
| ”Spotted Dolphin” (Stenella frontalis) | 40-50 ár | |
Sjá einnig: Mynd: Antique Prints of Dolphins and Whales