Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað aftrar því að orka sólarinnar losni öll úr læðingi í einu?

Árdís Elíasdóttir

Upphaflega kemur orka sólarinnar frá þyngdarstöðuorku þokunnar sem hún myndast úr (sjá svar sama höfundar og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til?). Þegar þokan fellur saman losnar þessi orka og kemur fram í aukinni hreyfingu gasagna og hærri hita. Sólin nær hins vegar ekki að falla strax alveg saman því við 10 milljón °C hita hefst kjarnasamruni í miðju hennar. Orkulosunin frá honum nægir til að vinna á móti samþjöppun þyngdarkraftsins þannig að stærð sólar verður stöðug meðan á þessu stendur (um 10 milljarðar ára). Kjarnasamruninn getur ekki orðið í allri sólinni í einu, heldur aðeins á því svæði eða belti þar sem skilyrðum fyrir kjarnasamruna er fullnægt á hverjum tíma. Þess vegna getur orkan ekki losnað öll í einu.

Sólin telst til stjarna sem eru nógu litlar til að þær munu aldrei falla alveg saman (endalokum sólarinnar er lýst í svarinu við spurningunni Af hverju er sólin til?). Massameiri stjörnur geta hins vegar fallið alveg saman og myndast þá svarthol (sjá lýsingu á þessu ferli í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig myndast svarthol í geimnum?). Við þetta losnar nærri öll orka stjörnunnar. Einhver orka býr þó enn í massa svartholsins en svartholið geislar engri orku frá sér (sjá þó umfjöllun um Hawking-geislun í svari TÞ og ÞV við spurningunni Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna?).

Höfundur

Marie Curie-styrkþegi við Dark Cosmology Centre í Danmörku

Útgáfudagur

9.1.2001

Spyrjandi

Guðmundur Geir

Tilvísun

Árdís Elíasdóttir. „Hvað aftrar því að orka sólarinnar losni öll úr læðingi í einu?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2001, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1265.

Árdís Elíasdóttir. (2001, 9. janúar). Hvað aftrar því að orka sólarinnar losni öll úr læðingi í einu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1265

Árdís Elíasdóttir. „Hvað aftrar því að orka sólarinnar losni öll úr læðingi í einu?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2001. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1265>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað aftrar því að orka sólarinnar losni öll úr læðingi í einu?
Upphaflega kemur orka sólarinnar frá þyngdarstöðuorku þokunnar sem hún myndast úr (sjá svar sama höfundar og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til?). Þegar þokan fellur saman losnar þessi orka og kemur fram í aukinni hreyfingu gasagna og hærri hita. Sólin nær hins vegar ekki að falla strax alveg saman því við 10 milljón °C hita hefst kjarnasamruni í miðju hennar. Orkulosunin frá honum nægir til að vinna á móti samþjöppun þyngdarkraftsins þannig að stærð sólar verður stöðug meðan á þessu stendur (um 10 milljarðar ára). Kjarnasamruninn getur ekki orðið í allri sólinni í einu, heldur aðeins á því svæði eða belti þar sem skilyrðum fyrir kjarnasamruna er fullnægt á hverjum tíma. Þess vegna getur orkan ekki losnað öll í einu.

Sólin telst til stjarna sem eru nógu litlar til að þær munu aldrei falla alveg saman (endalokum sólarinnar er lýst í svarinu við spurningunni Af hverju er sólin til?). Massameiri stjörnur geta hins vegar fallið alveg saman og myndast þá svarthol (sjá lýsingu á þessu ferli í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig myndast svarthol í geimnum?). Við þetta losnar nærri öll orka stjörnunnar. Einhver orka býr þó enn í massa svartholsins en svartholið geislar engri orku frá sér (sjá þó umfjöllun um Hawking-geislun í svari TÞ og ÞV við spurningunni Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna?)....