Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Svarið við þessu er nei, það er ekki hægt.
Til þess að lýsa áfram þyrfti peran að breyta allri raforkunni sem hún fær frá sólarrafhlöðunum í ljósorku. Sólarhlöðin þyrftu líka að breyta allri ljósorkunni sem þau fá frá perunni í raforku. Í rauninni er hvorugt mögulegt. Einhver orka tapast alltaf sem varmaorka þegar orka breytist úr einu formi í annað, það er að segja að kerfið hitnar. Eins og allir kannast við borgar sig ekki að snerta venjulega ljósaperu sem hefur verið kveikt á í einhvern tíma; hún er sjóðandi heit. Það er vegna þess að hluti raforkunnar breytist alltaf í varma.
Nú þarf væntanlega ekki að taka fram að það er algjörlega útilokað að umrætt kerfi geti framleitt umframorku. Enda er það þannig að orka er í raun aldrei "framleidd" hún breytist aðeins úr einu formi í annað. Eitt af grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar er einmitt lögmálið um varðveislu orkunnar, sem segir að orka eyðist hvorki né verður til.
ÖJ. „Er mögulegt að umlykja ljósaperu með sólarrafhlöðum og framleiða þannig umframorku?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1268.
ÖJ. (2002, 5. september). Er mögulegt að umlykja ljósaperu með sólarrafhlöðum og framleiða þannig umframorku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1268
ÖJ. „Er mögulegt að umlykja ljósaperu með sólarrafhlöðum og framleiða þannig umframorku?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1268>.