Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Hvernig les geislaspilari af geisladisk?

Vignir Már Lýðsson

Venjulegur geisladiskur sem nefnist á mörgum erlendum málum CD (compact disc) er samsettur úr fjórum þunnum lögum sem samtals eru 1,6 millimetrar á þykkt. Neðst er gegnsætt koltrefjaplast með örsmáum ójöfnum. Ofan á þetta lag er lögð afar þunn og speglandi álfilma sem lagar sig að ójöfnunum. Sérstakt lakk er svo borið ofan á álfilmuna og merkimiði disksins er límdur þar ofan á.


Efst á myndinni er þverskurður geisladisks. Geislinn les ójöfnurnar á koltrefjaplastinu sem gögn.

Hver ójafna á koltrefjaplastinu er um 125 nanómetra þykk, 500 nanómetra breið og lengdin er á bilinu 0,83 til 3,5 míkrómetrar. Geislinn í spilaranum les ójöfnurnar á koltrefjaplastinu sem gögn. Ójöfnurnar liggja á spírallaga braut sem hringar sig frá miðju disksins út að jaðrinum. Hver armur spíralsins er um 0,5 míkrómetra breiður og bilið á milli hvers arms er um 1,6 míkrómetri. Þetta eru agnarsmáar stærðir svo fjöldi arma er gífurlegur og myndi afundinn spíralbrautin vera um 5 kílómetra löng.

Þar sem ójöfnurnar eru svona litlar þarf mjög nákvæm tæki til að nema þær. Sá hluti geisladrifs sem les diskinn skiptist að mestu í þrjá hluta. Fyrst ber að nefna geislann sem les ójöfnurnar. Hann skín í gegnum sérstaka linsu sem gerir hann örmjóan en linsan liggur á sérstökum sleða sem færist í átt frá miðju disksins. Í miðjunni er lítill mótor sem snýr geisladisknum 200 til 500 sinnum á sekúndu. Geisladisknum er snúið mismunandi hratt til þess að tryggja að lestrahraðinn sé sá sami við miðjuna og út við jaðarinn og alls staðar þar á milli.Geislinn sem les gögn af disk skín í gegnum linsuna á miðri mynd. Geislagjafinn rennur eftir sleðanum sem sést til beggja hliða.

Aflestur geisladisks fer þannig fram að geislinn fer í gegnum koltrefjalagið og lendir á álhimnunni sem aftur endurvarpar geislanum á ljósnema. Þessi ljósnemi skynjar breytingarnar sem verða á geislanum þegar ójöfnurnar þjóta hjá og breytir þeim í stafrænt merki sem hægt er að túlka sem ýmist tónlist, myndir eða önnur gögn.1. Geisli sendur af stað. 2. Geisli lendir á ójöfnu, breytir um stefnu og endurkastast á nema. 3. Ljósnemi nemur breytingar á geislanum og sendir til tölvu sem gögn. 4. Tölva túlkar gögnin.

Þar sem ójöfnurnar á disknum eru gríðarmargar á litlu svæði getur ein rispa haft mikil áhrif. Það kann að virðast undarlegt en geisladiskar eru viðkvæmari fyrir skemmdum þeim megin sem merkimiðinn er heldur en á glampandi hliðinni sem snýr niður. Það er vegna þess að meiri líkur eru á að rispur ofan á disknum nái niður í dældir ójafnanna þar eð mun styttra er milli yfirborðsins og ójafnanna en milli þeirra og trefjaplastsins. Rispur á trefjaplastinu sem ekki ná niður að álfilmunni geta haft áhrif á fókusinn á geislanum en þær má auðveldlega losna við með sérstöku efni sem fyllir upp í rispurnar.

Höfundur

Útgáfudagur

9.9.2008

Spyrjandi

Garðar Garðarsson, Hjalti Kristinsson, Atli Guðbrandsson

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Hvernig les geislaspilari af geisladisk?“ Vísindavefurinn, 9. september 2008. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=12845.

Vignir Már Lýðsson. (2008, 9. september). Hvernig les geislaspilari af geisladisk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12845

Vignir Már Lýðsson. „Hvernig les geislaspilari af geisladisk?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2008. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12845>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig les geislaspilari af geisladisk?
Venjulegur geisladiskur sem nefnist á mörgum erlendum málum CD (compact disc) er samsettur úr fjórum þunnum lögum sem samtals eru 1,6 millimetrar á þykkt. Neðst er gegnsætt koltrefjaplast með örsmáum ójöfnum. Ofan á þetta lag er lögð afar þunn og speglandi álfilma sem lagar sig að ójöfnunum. Sérstakt lakk er svo borið ofan á álfilmuna og merkimiði disksins er límdur þar ofan á.


Efst á myndinni er þverskurður geisladisks. Geislinn les ójöfnurnar á koltrefjaplastinu sem gögn.

Hver ójafna á koltrefjaplastinu er um 125 nanómetra þykk, 500 nanómetra breið og lengdin er á bilinu 0,83 til 3,5 míkrómetrar. Geislinn í spilaranum les ójöfnurnar á koltrefjaplastinu sem gögn. Ójöfnurnar liggja á spírallaga braut sem hringar sig frá miðju disksins út að jaðrinum. Hver armur spíralsins er um 0,5 míkrómetra breiður og bilið á milli hvers arms er um 1,6 míkrómetri. Þetta eru agnarsmáar stærðir svo fjöldi arma er gífurlegur og myndi afundinn spíralbrautin vera um 5 kílómetra löng.

Þar sem ójöfnurnar eru svona litlar þarf mjög nákvæm tæki til að nema þær. Sá hluti geisladrifs sem les diskinn skiptist að mestu í þrjá hluta. Fyrst ber að nefna geislann sem les ójöfnurnar. Hann skín í gegnum sérstaka linsu sem gerir hann örmjóan en linsan liggur á sérstökum sleða sem færist í átt frá miðju disksins. Í miðjunni er lítill mótor sem snýr geisladisknum 200 til 500 sinnum á sekúndu. Geisladisknum er snúið mismunandi hratt til þess að tryggja að lestrahraðinn sé sá sami við miðjuna og út við jaðarinn og alls staðar þar á milli.Geislinn sem les gögn af disk skín í gegnum linsuna á miðri mynd. Geislagjafinn rennur eftir sleðanum sem sést til beggja hliða.

Aflestur geisladisks fer þannig fram að geislinn fer í gegnum koltrefjalagið og lendir á álhimnunni sem aftur endurvarpar geislanum á ljósnema. Þessi ljósnemi skynjar breytingarnar sem verða á geislanum þegar ójöfnurnar þjóta hjá og breytir þeim í stafrænt merki sem hægt er að túlka sem ýmist tónlist, myndir eða önnur gögn.1. Geisli sendur af stað. 2. Geisli lendir á ójöfnu, breytir um stefnu og endurkastast á nema. 3. Ljósnemi nemur breytingar á geislanum og sendir til tölvu sem gögn. 4. Tölva túlkar gögnin.

Þar sem ójöfnurnar á disknum eru gríðarmargar á litlu svæði getur ein rispa haft mikil áhrif. Það kann að virðast undarlegt en geisladiskar eru viðkvæmari fyrir skemmdum þeim megin sem merkimiðinn er heldur en á glampandi hliðinni sem snýr niður. Það er vegna þess að meiri líkur eru á að rispur ofan á disknum nái niður í dældir ójafnanna þar eð mun styttra er milli yfirborðsins og ójafnanna en milli þeirra og trefjaplastsins. Rispur á trefjaplastinu sem ekki ná niður að álfilmunni geta haft áhrif á fókusinn á geislanum en þær má auðveldlega losna við með sérstöku efni sem fyllir upp í rispurnar....