Hrökkáll getur framkallað verulega rafspennu eða 450 til 600 volt. Hann notar þennan "hæfileika" sinn til að greina og lama bráð, til að rata og til að verjast óvinum. Því er hægt að segja að rafskynfæri hrökkálsins séu í senn varnar- og veiðitæki auk þess sem hann notar þau til að skynja umhverfið. Þessi hæfileiki er ekki aðeins bundinn við hrökkála heldur þekkist hann einnig meðal nokkurra tegunda skötu og leirgeddu.
Mynd af hrökkál fengin af vefsetrinu Animal Pictures Archive