Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:22 • Síðdegis: 14:00 í Reykjavík

Er það satt að maður fái straum úr álum?

Jón Már Halldórsson

Það er algengur misskilningur að sumir álar geti gefið frá sér straum. Tegundin hrökkáll (Electrophorus electricus) sem er ein kunnasta fisktegundin sem gefur raflost er ekki áll í flokkunarfræðilegum skilningi, þrátt fyrir íslenska nafnið, heldur tilheyrir hún ættbálknum siluriformes. Hins vegar tilheyra álar öðrum ættbálki, það er að segja ættbálknum anguilliformes. Ekki hafa verið uppgötvaðar álategundir sem hafa þann hæfileika að geta framkallað rafstraum.

Hrökkáll getur framkallað verulega rafspennu eða 450 til 600 volt. Hann notar þennan "hæfileika" sinn til að greina og lama bráð, til að rata og til að verjast óvinum. Því er hægt að segja að rafskynfæri hrökkálsins séu í senn varnar- og veiðitæki auk þess sem hann notar þau til að skynja umhverfið. Þessi hæfileiki er ekki aðeins bundinn við hrökkála heldur þekkist hann einnig meðal nokkurra tegunda skötu og leirgeddu.


Mynd af hrökkál fengin af vefsetrinu Animal Pictures Archive

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.1.2001

Spyrjandi

Kristófer Ari, fæddur 1986

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að maður fái straum úr álum?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2001. Sótt 26. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=1289.

Jón Már Halldórsson. (2001, 22. janúar). Er það satt að maður fái straum úr álum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1289

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að maður fái straum úr álum?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2001. Vefsíða. 26. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1289>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það satt að maður fái straum úr álum?
Það er algengur misskilningur að sumir álar geti gefið frá sér straum. Tegundin hrökkáll (Electrophorus electricus) sem er ein kunnasta fisktegundin sem gefur raflost er ekki áll í flokkunarfræðilegum skilningi, þrátt fyrir íslenska nafnið, heldur tilheyrir hún ættbálknum siluriformes. Hins vegar tilheyra álar öðrum ættbálki, það er að segja ættbálknum anguilliformes. Ekki hafa verið uppgötvaðar álategundir sem hafa þann hæfileika að geta framkallað rafstraum.

Hrökkáll getur framkallað verulega rafspennu eða 450 til 600 volt. Hann notar þennan "hæfileika" sinn til að greina og lama bráð, til að rata og til að verjast óvinum. Því er hægt að segja að rafskynfæri hrökkálsins séu í senn varnar- og veiðitæki auk þess sem hann notar þau til að skynja umhverfið. Þessi hæfileiki er ekki aðeins bundinn við hrökkála heldur þekkist hann einnig meðal nokkurra tegunda skötu og leirgeddu.


Mynd af hrökkál fengin af vefsetrinu Animal Pictures Archive...