Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita?

Jakob Kristinsson

Eiturefni eru afar fjölbreytileg að gerð og uppruna. Paracelsus (1493-1541), sem hefur verið nefndur faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði, setti fram þá kenningu að öll efni væru í raun eitruð og það væri einungis spurning um skammta hvort þau yllu eitrunum eða ekki. Þó að langt sé um liðið síðan þessi kenning var sett fram þá stenst hún í meginatriðum.

Þetta þýðir að efni, sem við lítum ekki á sem eitruð geta verið það ef þau eru tekin inn í nógu stórum skömmtum. Þannig geta lífsnauðsynleg efni, eins og til dæmis vatn og matarsalt, haft skaðleg áhrif ef þau eru tekin inn í nógu miklu magni. Engum kemur samt til hugar að telja þau til eiturefna. Venjan er sú að telja til eiturefna einungis þau efni, sem valdið geta banvænum eitrunum í litlum skömmtum, til dæmis í minni skömmtum en 0,2 g á hvert kg líkamsþunga. Þessi mörk eru þó engan veginn algild.

Efnum og efnasamböndum er oft skipt upp í lífræn efni og ólífræn. Má ganga út frá því sem vísu að ólífræn efni séu að öllu jöfnu hitaþolnari en þau lífrænu. Samkvæmt kenningu Paracelsusar ættu eiturefni að finnast í báðum þessum flokkum og sömu lögmál því að gilda um hitaþol þeirra og annarra efna. Flest hitaþolin eiturefni er því að finna í flokki ólífrænna efna. Eitraðir málmar, eins og til dæmis kvikasilfur, kadmín og blý og mörg sambönd þeirra, eru mjög hitaþolin og þola miklu hærra hitastig en þau 300 stig, sem spurt var um. Glóandi hraunkvika er yfir 1000 stiga heit en úr henni koma samt mörg eitruð efni. Má þar nefna flúoríð, en hér á landi koma oft upp eitranir í búfé vegna þess að gróður mengast af flúoríðum í eldgosum.

Þrátt fyrir að lífræn efni þoli hita verr en þau ólífrænu eru sum þeirra í raun mjög hitaþolin. Má þar nefna bæði PCB-efni og díoxín, sem þurfa yfir 1000 stiga hita til þess að sundrast. Stryknín, sem áður fyrr var notað sem refaeitur er einnig mjög hitaþolið og þolir 300 stiga hita, að minnsta kosti í skamman tíma. Að lokum er rétt að taka það fram, að hitaþol efna ræðst ekki einungis af hitastiginu, heldur einnig af umhverfinu og hve lengi þau eru hituð.

Höfundur

prófessor við Læknadeild HÍ

Útgáfudagur

21.2.2000

Spyrjandi

Arnar Jan Jónsson

Tilvísun

Jakob Kristinsson. „Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2000, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=129.

Jakob Kristinsson. (2000, 21. febrúar). Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=129

Jakob Kristinsson. „Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2000. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=129>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita?
Eiturefni eru afar fjölbreytileg að gerð og uppruna. Paracelsus (1493-1541), sem hefur verið nefndur faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði, setti fram þá kenningu að öll efni væru í raun eitruð og það væri einungis spurning um skammta hvort þau yllu eitrunum eða ekki. Þó að langt sé um liðið síðan þessi kenning var sett fram þá stenst hún í meginatriðum.

Þetta þýðir að efni, sem við lítum ekki á sem eitruð geta verið það ef þau eru tekin inn í nógu stórum skömmtum. Þannig geta lífsnauðsynleg efni, eins og til dæmis vatn og matarsalt, haft skaðleg áhrif ef þau eru tekin inn í nógu miklu magni. Engum kemur samt til hugar að telja þau til eiturefna. Venjan er sú að telja til eiturefna einungis þau efni, sem valdið geta banvænum eitrunum í litlum skömmtum, til dæmis í minni skömmtum en 0,2 g á hvert kg líkamsþunga. Þessi mörk eru þó engan veginn algild.

Efnum og efnasamböndum er oft skipt upp í lífræn efni og ólífræn. Má ganga út frá því sem vísu að ólífræn efni séu að öllu jöfnu hitaþolnari en þau lífrænu. Samkvæmt kenningu Paracelsusar ættu eiturefni að finnast í báðum þessum flokkum og sömu lögmál því að gilda um hitaþol þeirra og annarra efna. Flest hitaþolin eiturefni er því að finna í flokki ólífrænna efna. Eitraðir málmar, eins og til dæmis kvikasilfur, kadmín og blý og mörg sambönd þeirra, eru mjög hitaþolin og þola miklu hærra hitastig en þau 300 stig, sem spurt var um. Glóandi hraunkvika er yfir 1000 stiga heit en úr henni koma samt mörg eitruð efni. Má þar nefna flúoríð, en hér á landi koma oft upp eitranir í búfé vegna þess að gróður mengast af flúoríðum í eldgosum.

Þrátt fyrir að lífræn efni þoli hita verr en þau ólífrænu eru sum þeirra í raun mjög hitaþolin. Má þar nefna bæði PCB-efni og díoxín, sem þurfa yfir 1000 stiga hita til þess að sundrast. Stryknín, sem áður fyrr var notað sem refaeitur er einnig mjög hitaþolið og þolir 300 stiga hita, að minnsta kosti í skamman tíma. Að lokum er rétt að taka það fram, að hitaþol efna ræðst ekki einungis af hitastiginu, heldur einnig af umhverfinu og hve lengi þau eru hituð.

...