Jojoba-olía er unnin úr jojoba-runnanum (Simmondsia chinensis), sem er af fagurlimsætt (buxaceae). Hann er upprunninn í Suðvestur-Bandaríkjunum og Norður-Mexíkó og getur orðið um tveir metrar á hæð. Sums staðar er jojoba-runninn notaður í limgerði en nú er hann í vaxandi mæli ræktaður í Kaliforníu vegna olíunnar sem er í gróhirslunni. Hún er eins og spyrjandi bendir á notuð í baðvörur, til dæmis sápu, sjampó og hárnæringu og er talin hafa uppbyggjandi áhrif fyrir húð og hár.
Heimild: Britannica
Mynd: The University of Arizona, College of Agriculture and Life Sciences