Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar?

Ögmundur Jónsson

Ólympíuleikar fatlaðra eiga rætur sínar að rekja til landskeppni sem haldin var við Stoke Mandeville-spítalann í Aylesbury, Buckinghamshire á Englandi. Sú keppni var liður í endurhæfingu hermanna sem höfðu hlotið mænuskaða í síðari heimsstyrjöldinni. Hugmyndina átti Ludwig Guttman, taugasérfræðingur af gyðingaættum sem flúði Þýskaland á tímum nasismans. Keppnisíþróttir voru stór þáttur í endurhæfingaraðferðum hans. Þegar fram í sótti fór spítalinn að skora á aðra spítala og klúbba og umrædd landskeppni fór svo fram 1948, sama dag og Ólympíuleikarnir voru settir í London.


Oscar Pistorius hleypur hér á Kópavogsvelli með gervilimi frá Össuri.

Í framhaldi af þessu voru Ólympíuleikar fatlaðra haldnir á sama tíma og Ólympíuleikar, næst 1952. Fyrstu opinberu Ólympíuleikar fatlaðra fóru hins vegar fram í Róm 1960, þar sem 23 þjóðir og 400 íþróttamenn kepptu. Fyrstu Vetrarólympíuleikar fatlaðra voru svo haldnir 1976. En fyrsta sinn sem þessi keppni varð raunverulega hliðstæð Ólympíuleikunum var 1988 í Seoul í Kóreu. Þá höfðu keppendur sitt eigið þorp, og notuðu sömu staði til keppni og almennu Ólympíuleikarnir.


Leikmenn sænska landsliðsins í markbolta.

Að miklu leyti er keppt í sömu greinum á Ólympíuleikum fatlaðra og á upprunalegu Ólympíuleikunum. Munurinn er hins vegar sá að keppendum er skipt í hópa eftir tegund og stigi fötlunar, auk þess sem keppt er í nokkrum sérstökum greinum, svo sem hjólastólarugby og mjög sérstakri íþrótt fyrir blinda eða sjónskerta sem nefnist markbolti (sjá mynd). Í henni eru tvö þriggja manna lið, hvort með sitt markið. Nú á annað liðið að rúlla bolta yfir og reyna að skora hjá andstæðingunum, sem leggjast niður og reyna að verja. Í boltanum eru bjöllur svo að keppendur viti nokkurn veginn hvar boltinn er. Það sem gerir þessa íþrótt svo sérstaka er að á meðan verið er að keppa þarf að vera algjör þögn. Þegar skorað er mark brjótast svo út fagnaðarlæti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Myndir:

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

30.1.2001

Spyrjandi

Hanna Lilja Jónasdóttir

Tilvísun

Ögmundur Jónsson. „Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1307.

Ögmundur Jónsson. (2001, 30. janúar). Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1307

Ögmundur Jónsson. „Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1307>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar?
Ólympíuleikar fatlaðra eiga rætur sínar að rekja til landskeppni sem haldin var við Stoke Mandeville-spítalann í Aylesbury, Buckinghamshire á Englandi. Sú keppni var liður í endurhæfingu hermanna sem höfðu hlotið mænuskaða í síðari heimsstyrjöldinni. Hugmyndina átti Ludwig Guttman, taugasérfræðingur af gyðingaættum sem flúði Þýskaland á tímum nasismans. Keppnisíþróttir voru stór þáttur í endurhæfingaraðferðum hans. Þegar fram í sótti fór spítalinn að skora á aðra spítala og klúbba og umrædd landskeppni fór svo fram 1948, sama dag og Ólympíuleikarnir voru settir í London.


Oscar Pistorius hleypur hér á Kópavogsvelli með gervilimi frá Össuri.

Í framhaldi af þessu voru Ólympíuleikar fatlaðra haldnir á sama tíma og Ólympíuleikar, næst 1952. Fyrstu opinberu Ólympíuleikar fatlaðra fóru hins vegar fram í Róm 1960, þar sem 23 þjóðir og 400 íþróttamenn kepptu. Fyrstu Vetrarólympíuleikar fatlaðra voru svo haldnir 1976. En fyrsta sinn sem þessi keppni varð raunverulega hliðstæð Ólympíuleikunum var 1988 í Seoul í Kóreu. Þá höfðu keppendur sitt eigið þorp, og notuðu sömu staði til keppni og almennu Ólympíuleikarnir.


Leikmenn sænska landsliðsins í markbolta.

Að miklu leyti er keppt í sömu greinum á Ólympíuleikum fatlaðra og á upprunalegu Ólympíuleikunum. Munurinn er hins vegar sá að keppendum er skipt í hópa eftir tegund og stigi fötlunar, auk þess sem keppt er í nokkrum sérstökum greinum, svo sem hjólastólarugby og mjög sérstakri íþrótt fyrir blinda eða sjónskerta sem nefnist markbolti (sjá mynd). Í henni eru tvö þriggja manna lið, hvort með sitt markið. Nú á annað liðið að rúlla bolta yfir og reyna að skora hjá andstæðingunum, sem leggjast niður og reyna að verja. Í boltanum eru bjöllur svo að keppendur viti nokkurn veginn hvar boltinn er. Það sem gerir þessa íþrótt svo sérstaka er að á meðan verið er að keppa þarf að vera algjör þögn. Þegar skorað er mark brjótast svo út fagnaðarlæti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Myndir:...