Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hitastig má mæla á ýmsum kvörðum. Sá sem algengastur er í daglegu tali er Selsíus-kvarðinn, en á honum sýður vatn við 100°C en frostmarkið er 0°C (við 1 atm þrýsting). Alkul (lægsta hitastig sem hægt er að ná, sjá nánar hér) á Selsíus-kvarða er hins vegar við -273°C.
Kelvin-kvarðinn er algengasti hitakvarðinn í vísindum. Ástæða þess er að hann er sérlega þægilegur þegar kemur að öllum formúlum því hann gefur algilt hitastig, það er að segja við alkul er hitinn 0 kelvín. Hann vex svo á sama hátt og Selsíus-kvarðinn, þannig að frostmark vatns verður 273 K. Sem dæmi um þekkta formúlu þar sem Kelvin-kvarðinn er þægilegur í notkun má nefna kjörgaslögmálið:
PV = nRT = NkT
þar sem P er þrýstingur, V er rúmmál, n er fjöldi móla í gasinu, R er gasfastinn (universal gas constant), T er hitastig gassins mælt í kelvínum eða kelvin-gráðum, N er fjöldi sameinda í gasinu og k er svokallaður fasti Boltzmanns. Ef nota ætti Selsíus-kvarðann myndi þessi sama jafna verða:
Árdís Elíasdóttir. „Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2001, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1316.
Árdís Elíasdóttir. (2001, 6. febrúar). Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1316
Árdís Elíasdóttir. „Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2001. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1316>.