Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hversu lengi er geislavirkni frá kjarnorkuúrgangi að helmingast?

Ágúst Valfells

Helmingunartíminn ræðst algerlega af samsetningu úrgangsins. Sérhvert frumefni (eða réttara sagt sérhver samsæta) hefur sinn eiginn helmingunartíma. Ef við lítum fyrst á dæmigerð geislavirk efni sem kynnu að vera í kjarnorkuúrgangi má flokka þau gróflega eftir helmingunartíma.

Skammlífar samsætur: Hér má til dæmis nefna xenon með massatölu 133 og rúmlega fimm daga helmingunartíma og joð með massatöluna 131 og átta daga helmingunartíma. Skammlífar samsætur sem þessar valda helst vandræðum ef slys verður, en eru ekki áhyggjuefni með tilliti til langtíma geymslu.

Samsætur með meðallangan helmingunartíma: Dæmi eru strontín með massatölu 90 og tæplega þrjátíu ára helmingunartíma, sesín (enska cesium) með massatölu 137 og rúmlega þrjátíu ára helmingunartíma, plúton (plutonium) með massatölu 241 og ríflega 14 ára helmingunartíma, eða þá sesín með massatölu 134 og tveggja ára helmingunartíma.

Langlífar samsætur: Til þessa flokks teljast meðal annars joð með massatölu 129 og sextán milljón ára helmingunartíma, radín (radium) með massatölu 226 og sextán ára helmingunartíma, sesín með massatölu 135 og þriggja milljón ára helmingunartíma, og kolefni með massatöluna 14 og rúmlega 5730 ára helmingunartíma. Langlífu samsæturnar eru hvað erfiðastar viðfangs er menn leita leiða til að koma kjarnorkuúrgangi fyrir.

Einnig skal geta þess að mikið af kjarnorkuúrgangi má endurvinna, og sömuleiðis er möguleiki á því að umbreyta úrganginum í meðfærilegri samsætur, til dæmis í öreindahraðli.

Um úrgang frá kjarnorkusprengjum gildir hið sama, að þetta fer eftir samsetningu úrgangsins. Sumar sprengjur eru sérstaklega hannaðar til þess að skilja eftir sig mikið af hættulegum geislavirkum úrgangi (til dæmis Co-60, og Cs-137). Annars er að finna margar sömu samsæturnar eftir kjarnorkusprengingu og finnast í kjarnorkuúrgangi.

Síðast en ekki síst stafar hættan af geislavirku efnunum ekki einungis af helmingunartíma þeirra, heldur einkum og aðallega af því hversu mikið af geislun frá þeim menn verða fyrir. Ef efnin berast út í umhverfið ræðst þetta fyrst og fremst af efnafræðilegum eiginleikum viðkomandi frumefna.

Höfundur

lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík

Útgáfudagur

5.9.2002

Spyrjandi

Sveinbjörn Lund

Tilvísun

Ágúst Valfells. „Hversu lengi er geislavirkni frá kjarnorkuúrgangi að helmingast?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1318.

Ágúst Valfells. (2002, 5. september). Hversu lengi er geislavirkni frá kjarnorkuúrgangi að helmingast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1318

Ágúst Valfells. „Hversu lengi er geislavirkni frá kjarnorkuúrgangi að helmingast?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1318>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu lengi er geislavirkni frá kjarnorkuúrgangi að helmingast?
Helmingunartíminn ræðst algerlega af samsetningu úrgangsins. Sérhvert frumefni (eða réttara sagt sérhver samsæta) hefur sinn eiginn helmingunartíma. Ef við lítum fyrst á dæmigerð geislavirk efni sem kynnu að vera í kjarnorkuúrgangi má flokka þau gróflega eftir helmingunartíma.

Skammlífar samsætur: Hér má til dæmis nefna xenon með massatölu 133 og rúmlega fimm daga helmingunartíma og joð með massatöluna 131 og átta daga helmingunartíma. Skammlífar samsætur sem þessar valda helst vandræðum ef slys verður, en eru ekki áhyggjuefni með tilliti til langtíma geymslu.

Samsætur með meðallangan helmingunartíma: Dæmi eru strontín með massatölu 90 og tæplega þrjátíu ára helmingunartíma, sesín (enska cesium) með massatölu 137 og rúmlega þrjátíu ára helmingunartíma, plúton (plutonium) með massatölu 241 og ríflega 14 ára helmingunartíma, eða þá sesín með massatölu 134 og tveggja ára helmingunartíma.

Langlífar samsætur: Til þessa flokks teljast meðal annars joð með massatölu 129 og sextán milljón ára helmingunartíma, radín (radium) með massatölu 226 og sextán ára helmingunartíma, sesín með massatölu 135 og þriggja milljón ára helmingunartíma, og kolefni með massatöluna 14 og rúmlega 5730 ára helmingunartíma. Langlífu samsæturnar eru hvað erfiðastar viðfangs er menn leita leiða til að koma kjarnorkuúrgangi fyrir.

Einnig skal geta þess að mikið af kjarnorkuúrgangi má endurvinna, og sömuleiðis er möguleiki á því að umbreyta úrganginum í meðfærilegri samsætur, til dæmis í öreindahraðli.

Um úrgang frá kjarnorkusprengjum gildir hið sama, að þetta fer eftir samsetningu úrgangsins. Sumar sprengjur eru sérstaklega hannaðar til þess að skilja eftir sig mikið af hættulegum geislavirkum úrgangi (til dæmis Co-60, og Cs-137). Annars er að finna margar sömu samsæturnar eftir kjarnorkusprengingu og finnast í kjarnorkuúrgangi.

Síðast en ekki síst stafar hættan af geislavirku efnunum ekki einungis af helmingunartíma þeirra, heldur einkum og aðallega af því hversu mikið af geislun frá þeim menn verða fyrir. Ef efnin berast út í umhverfið ræðst þetta fyrst og fremst af efnafræðilegum eiginleikum viðkomandi frumefna....