Naggrís (Cavia porcellus) er suður-amerískt nagdýr. Naggrísir geta orðið um 25 cm á lengd og lifa venjulega í þrjú til fimm ár.
Inkarnir í Suður-Ameríku gerðu naggrísinn að húsdýri nokkrum öldum áður en evrópskir landvinningamenn komu til álfunnar um 1500. Stuttu eftir að Evrópumenn settust að í álfunni kynntust þeir notagildi naggrísa og fóru að hagnýta sér dýrið. Sennilega voru naggrísir fluttir til Evrópu fyrst á 17. öld. Fyrst um sinn voru þeir ræktaðir vegna feldsins og kjötsins en hin síðari ár hafa naggrísir orðið vinsæl gæludýr og einnig eru þeir notaðir til tilrauna.
Mynd: EPIGS