
Margir halda að kóngulær séu skordýr en það eru þær ekki. Kóngulær eru áttfætlur. Til eru um 84 tegundir af kóngulóm á Íslandi. Kóngulær og skordýr hafa ýmislegt sameiginlegt svo sem liðskipta fætur og hærðan búk en ákveðin einkenni eru ólík og hjálpa okkur til að þekkja þessa dýrahópa í sundur:
- Kóngulær hafa átta fætur en ekki sex.
- Búkur kóngulóa skiptist í tvennt en ekki þrennt.
- Kóngulær hafa hvorki vængi né fálmara sem flest skordýr hafa.
- Skordýr hafa tvö, stór samsett augu en kóngulær hafa mörg, einföld augu.

Heimild: FIS-Project