Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar tegundir af kóngulóm á Íslandi?Margir halda að kóngulær séu skordýr en það eru þær ekki. Kóngulær eru áttfætlur. Til eru um 84 tegundir af kóngulóm á Íslandi. Kóngulær og skordýr hafa ýmislegt sameiginlegt svo sem liðskipta fætur og hærðan búk en ákveðin einkenni eru ólík og hjálpa okkur til að þekkja þessa dýrahópa í sundur:

  • Kóngulær hafa átta fætur en ekki sex.
  • Búkur kóngulóa skiptist í tvennt en ekki þrennt.
  • Kóngulær hafa hvorki vængi né fálmara sem flest skordýr hafa.
  • Skordýr hafa tvö, stór samsett augu en kóngulær hafa mörg, einföld augu.Heimild: FIS-Project

Þetta svar er eftir grunnskólanemendur á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Útgáfudagur

13.2.2001

Spyrjandi

Jóhanna Árnadóttir

Efnisorð

Höfundar

Tilvísun

Rósa Björk Þórólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. „Hvað eru margar tegundir af kóngulóm á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2001. Sótt 17. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=1333.

Rósa Björk Þórólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. (2001, 13. febrúar). Hvað eru margar tegundir af kóngulóm á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1333

Rósa Björk Þórólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. „Hvað eru margar tegundir af kóngulóm á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2001. Vefsíða. 17. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1333>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Halldór G. Svavarsson

1966

Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni Halldórs hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramik til smáþörunga og örtækni. Halldór hefur þar að auki æft karate í 35 ár og var um tíma landsliðsþjálfari í greininni.