Eðlileg viðbrögð ánamaðka þegar jarðvegur frýs er að leita dýpra niður í jarðveginn þar sem frostið nær ekki niður. Þar leggst ánamaðkurinn í dvala. Fyrst gerir hann sér eins konar kúlulaga bæli og hringar sig upp í hnykil. Bælið er fóðrað að innan með þunnu slímlagi sem hefur það hlutverk að verja ánamaðkinn fyrir uppþornun.
Ánamaðkar leita misdjúpt niður í jarðveginn en það ræðst bæði af tegundum og jarðvegsdýpt. Til dæmis hefur ein íslensk tegund, stóráni (Lumbricus terrestris), fundist á 5 metra dýpi.
Svipuð viðbrögð verða hjá ánamöðkum þegar miklir þurrkar eru.
Sjá fleiri svör um ánamaðka:- Af hverju breytist maðkur í tvo maðka ef maður klípur hann í sundur?
- Hver er stærsti ánamaðkur sem hefur fundist?
- Af hverju verða ánamaðkar stundum ljósir?
- Er maðkategundirnar Eisenia Foetida (Red Wiggler), Dendrabaena Veneta (Dendras) og Lumbricus Terrestris (Lobs) að finna í íslenskri náttúru?
Mynd: HB