Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp á GSM-símum?

Samkvæmt grein frá fréttastofunni Associated Press var GSM-síminn fundinn upp af Martin Cooper, sem á þeim tíma var varaforstjóri raftæknifyrirtækisins Motorola. Í greininni segir að hann hafi hringt fyrsta símtalið frá götuhorni í New York. Talið er að hann hafi hringt í keppinaut Motorola, fyrirtækið AT&T og sagt: "Við gátum það!" - eða eitthvað svipað. Motorola kynnti GSM-símann árið 1983 eftir 5 kynslóðir, 15 ár og 90 milljónir Bandaríkjadala.

Til gamans má þess geta að stafræn farsímatækni er byggð á leynilegri tækni sem bandaríski herinn hefur notað síðan 1950. Tæknin var fundin upp af leikkonunni Heddy Lamar og fleirum um 1940.

Heimild:

Síðan Virtualpbx

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.


Mynd: ArrayComm

Útgáfudagur

24.2.2001

Spyrjandi

Andri Bjarnason

Höfundur

nemandi í Foldaskóla

Tilvísun

Hildur Jónsdóttir. „Hver fann upp á GSM-símum?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2001. Sótt 13. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1358.

Hildur Jónsdóttir. (2001, 24. febrúar). Hver fann upp á GSM-símum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1358

Hildur Jónsdóttir. „Hver fann upp á GSM-símum?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2001. Vefsíða. 13. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1358>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Viðar Guðmundsson

1955

Viðar Guðmundsson er prófessor í eðlisfræði við HÍ. Rannsóknir Viðars hafa snúist um líkanagerð af ýmsum eiginleikum rafeindakerfa í skertum víddum í manngerðum hálfleiðurum.