
Viðbót ritstjóra: Við sjáum að Ameríka sem heild er næstum eins stór að flatarmáli og Asía en þá gætum við líka sagt að við eigum að taka Evrasíu alla til samanburðar, það er að segja Asíu, Afríku og Evrópu, og hún er náttúrlega langstærsta samfellda meginlandið. Stærð hennar hefur skipt miklu máli í þróun lífsins á jörðinni. Til dæmis halda sumir að lífríki sé fjölbreyttara og öflugra í Evrasíu af því hvað hún er stór og nær langt frá austri til vesturs. Smæð og einangrun Ástralíu eða Eyjaálfu á hins vegar sinn þátt í því að upphaflegt lífríki þar, áður en Vesturlandamenn komu, var talsvert öðruvísi en annars staðar á jörðinni. Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Mynd: HB