Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um tígrisháf?

Katrín Róbertsdóttir

Tígrisháfurinn (Galeocerdo cuvieri) er stór og hættulegur hákarl (háfur) af ættinni Carcharhinidae. Hann er frægur fyrir grimmd sína og linnulaust hræát. Hann er ein af þeim tegundum hákarla sem hættulegir eru mönnum og eru mörg þekkt tilvik þar sem þessar skepnur hafa orðið mönnum að bana. Tígrisháfar veiða einir síns liðs.

Á sumrin fylgja þeir hlýjum hafstraumum suður og norður á boginn en á veturna halda þeir til í hlýjum strandsjónum við miðbaug. Talið er að flökkudýr hafi borist alla leið til Íslands. Hann getur mest orðið um 18 fet eða 5,5 metrar á lengd. Meðalþyngd fullorðins dýrs er rúmt tonn.

Meðan tígrisháfurinn er ungur er hann gráleitur og munstraður, með dökkum blettum og lóðréttum röndum. Hann hefur langan, oddhvassan bakugga nálægt sporðinum og stórar oddhvassar tennur. Hann er alæta sem getur valdið töluverðum skemmdum á fiskinetum og afla fiskimanna. Hann étur aðallega fiska, aðra hákarla, sæskjaldbökur, sjófugla og rusl. Hann er líka þekktur fyrir að gleypa kol, blikkdósir, bein og föt. Hann er nýttur í leður og lýsi.

Tígrisháfur hrygnir allt frá 10 upp í 80 ungum. Ólíkt mörgum öðrum hákarlategundum hrygnir tígrisháfurinn ekki eggjum heldur lifandi ungum. Um leið og hrygningu er lokið fara ungarnir strax að synda um og leita sér að æti.

Talið er að tígrisháfar verði frá 30 til 40 ára gamlir.

Heimild: Britannica

Mynd: Fiskifræðideild Náttúrufræðisafnsins í Flórída. Þar er líka að finna margvíslegan nánari fróðleik um dýrið.

Höfundur

nemandi í Laugarnesskóla

Útgáfudagur

2.3.2001

Spyrjandi

Hjálmar K. Sveinbjörnsson, f. 1985

Tilvísun

Katrín Róbertsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um tígrisháf?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2001. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1365.

Katrín Róbertsdóttir. (2001, 2. mars). Hvað getið þið sagt mér um tígrisháf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1365

Katrín Róbertsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um tígrisháf?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2001. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1365>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um tígrisháf?

Tígrisháfurinn (Galeocerdo cuvieri) er stór og hættulegur hákarl (háfur) af ættinni Carcharhinidae. Hann er frægur fyrir grimmd sína og linnulaust hræát. Hann er ein af þeim tegundum hákarla sem hættulegir eru mönnum og eru mörg þekkt tilvik þar sem þessar skepnur hafa orðið mönnum að bana. Tígrisháfar veiða einir síns liðs.

Á sumrin fylgja þeir hlýjum hafstraumum suður og norður á boginn en á veturna halda þeir til í hlýjum strandsjónum við miðbaug. Talið er að flökkudýr hafi borist alla leið til Íslands. Hann getur mest orðið um 18 fet eða 5,5 metrar á lengd. Meðalþyngd fullorðins dýrs er rúmt tonn.

Meðan tígrisháfurinn er ungur er hann gráleitur og munstraður, með dökkum blettum og lóðréttum röndum. Hann hefur langan, oddhvassan bakugga nálægt sporðinum og stórar oddhvassar tennur. Hann er alæta sem getur valdið töluverðum skemmdum á fiskinetum og afla fiskimanna. Hann étur aðallega fiska, aðra hákarla, sæskjaldbökur, sjófugla og rusl. Hann er líka þekktur fyrir að gleypa kol, blikkdósir, bein og föt. Hann er nýttur í leður og lýsi.

Tígrisháfur hrygnir allt frá 10 upp í 80 ungum. Ólíkt mörgum öðrum hákarlategundum hrygnir tígrisháfurinn ekki eggjum heldur lifandi ungum. Um leið og hrygningu er lokið fara ungarnir strax að synda um og leita sér að æti.

Talið er að tígrisháfar verði frá 30 til 40 ára gamlir.

Heimild: Britannica

Mynd: Fiskifræðideild Náttúrufræðisafnsins í Flórída. Þar er líka að finna margvíslegan nánari fróðleik um dýrið....