Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Hvers vegna poppar poppkorn?

Einar Örn Þorvaldsson

Hér er einnig svarað spurningu Ómars Skarphéðinssonar "Hver fann upp poppkornið og hvenær?"

Segja má að það séu þrír eiginleikar poppkorns (maískorns) sem ráða því að það poppast; vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um það.

Þegar við látum poppkorn í pott eða örbylgjuofn byrjar það fljótlega að hitna. Inni í korninu er 13-14% vatn sem breytist smám saman í gufu eftir því sem hitinn verður meiri. Við hitunina ummyndast sterkjan og baunin "poppar" þegar húðin springur og sterkjan þenst út. Þetta gerist við hitastig í kringum 180°C þar sem gufuþrýstingur vatns er orðinn 10 atm. Suðumark vatns er reyndar mun lægra (100°C) en vegna hins mikla þrýstings sem byggist upp í korninu hækkar suðumarkið. Poppkorn er að þremur fjórðu hlutum sterkja. Vatnsgufan í korninu smýgur inn í sterkjuna og hún þenst út og myndar hvíta efnið sem við borðum svo.

Ef ekki væri fyrir hýðið sem umlykur kornið myndi lítið þýða að reyna að poppa það. Hýðið gerir það að verkum að gufuþrýstingurinn sem vatnsgufan myndar nær að byggjast upp inni í hýðinu. Aðrar korntegundir eins og hveiti og hrísgrjón innihalda líka vatn og sterkju en hafa ekki eins sterkt og þétt hýði. Lítill þrýstingur nær því að myndast við hitun og þessar tegundir korns poppa ekki á sama hátt og maískorn. Hægt er að blása hveiti, hrísgrjón og ýmsar korntegundir út, en beita þarf öðrum aðferðum við það.

Ekki er hægt að eigna einni persónu heiðurinn af því að hafa fundið upp poppkornið; það hefur verið þekkt í vesturheimi í þúsundir ára. Í Mexíkó hafa fundist steingerð frjó af korni, sem er náskylt poppkorni eins og við þekkjum það í dag. Talið er að þessi frjó séu allt að 80 þúsund ára gömul. Í Nýja-Mexíkó í Bandaríkjunum hefur fundist 4000 ára gamalt poppkorn sem enn er hægt að poppa! Á svipuðum slóðum hafa einnig fundist áhöld sem líklega hafa verið notuð til að poppa. Talið er að evrópskir landnemar í Ameríku hafi borðað poppkorn með rjóma, sykri og ávöxtum í morgunmat og hafi þar með verið að borða fyrsta morgunkornið.

Poppkorn er afbrigði af maískorni (enda oft kallað poppmaís) og til eru um 25 tegundir af því. Eina leiðin til að nýta poppkorn til matar er að poppa það og sú aðferð hefur verið notuð í þúsundir ára, fyrst í leirskálum og nú að mestu í örbylgjuofnum.

Vinsældir poppkornsins jukust mikið þegar bíómyndirnar komu til sögunnar og kvikmyndahúsin tóku að selja popp. Enn í dag er poppkorn langvinsælasta snarlið sem menn gæða sér á þegar horft er á bíómynd og er fátt við því að segja því að popp er bæði gott og hollt ef hófs er gætt í saltnotkun.

Heimildir:

Chemcenter.org

Britannica.com

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.3.2001

Spyrjandi

Styrmir Magnússon

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvers vegna poppar poppkorn?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2001. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1367.

Einar Örn Þorvaldsson. (2001, 5. mars). Hvers vegna poppar poppkorn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1367

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvers vegna poppar poppkorn?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2001. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1367>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna poppar poppkorn?
Hér er einnig svarað spurningu Ómars Skarphéðinssonar "Hver fann upp poppkornið og hvenær?"

Segja má að það séu þrír eiginleikar poppkorns (maískorns) sem ráða því að það poppast; vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um það.

Þegar við látum poppkorn í pott eða örbylgjuofn byrjar það fljótlega að hitna. Inni í korninu er 13-14% vatn sem breytist smám saman í gufu eftir því sem hitinn verður meiri. Við hitunina ummyndast sterkjan og baunin "poppar" þegar húðin springur og sterkjan þenst út. Þetta gerist við hitastig í kringum 180°C þar sem gufuþrýstingur vatns er orðinn 10 atm. Suðumark vatns er reyndar mun lægra (100°C) en vegna hins mikla þrýstings sem byggist upp í korninu hækkar suðumarkið. Poppkorn er að þremur fjórðu hlutum sterkja. Vatnsgufan í korninu smýgur inn í sterkjuna og hún þenst út og myndar hvíta efnið sem við borðum svo.

Ef ekki væri fyrir hýðið sem umlykur kornið myndi lítið þýða að reyna að poppa það. Hýðið gerir það að verkum að gufuþrýstingurinn sem vatnsgufan myndar nær að byggjast upp inni í hýðinu. Aðrar korntegundir eins og hveiti og hrísgrjón innihalda líka vatn og sterkju en hafa ekki eins sterkt og þétt hýði. Lítill þrýstingur nær því að myndast við hitun og þessar tegundir korns poppa ekki á sama hátt og maískorn. Hægt er að blása hveiti, hrísgrjón og ýmsar korntegundir út, en beita þarf öðrum aðferðum við það.

Ekki er hægt að eigna einni persónu heiðurinn af því að hafa fundið upp poppkornið; það hefur verið þekkt í vesturheimi í þúsundir ára. Í Mexíkó hafa fundist steingerð frjó af korni, sem er náskylt poppkorni eins og við þekkjum það í dag. Talið er að þessi frjó séu allt að 80 þúsund ára gömul. Í Nýja-Mexíkó í Bandaríkjunum hefur fundist 4000 ára gamalt poppkorn sem enn er hægt að poppa! Á svipuðum slóðum hafa einnig fundist áhöld sem líklega hafa verið notuð til að poppa. Talið er að evrópskir landnemar í Ameríku hafi borðað poppkorn með rjóma, sykri og ávöxtum í morgunmat og hafi þar með verið að borða fyrsta morgunkornið.

Poppkorn er afbrigði af maískorni (enda oft kallað poppmaís) og til eru um 25 tegundir af því. Eina leiðin til að nýta poppkorn til matar er að poppa það og sú aðferð hefur verið notuð í þúsundir ára, fyrst í leirskálum og nú að mestu í örbylgjuofnum.

Vinsældir poppkornsins jukust mikið þegar bíómyndirnar komu til sögunnar og kvikmyndahúsin tóku að selja popp. Enn í dag er poppkorn langvinsælasta snarlið sem menn gæða sér á þegar horft er á bíómynd og er fátt við því að segja því að popp er bæði gott og hollt ef hófs er gætt í saltnotkun.

Heimildir:

Chemcenter.org

Britannica.com...