Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er orðið algrím til komið?

Snorri Agnarsson

Orðið algrím er nýyrði fyrir alþjóðaorðið sem heitir á ensku ‘algorithm’. Það hefur áður verið íslenskað sem algórithmi, algóriþmi eða algóritmi. Það er dregið af eldri orðmynd, algorism, sem aftur er dregið af persneska mannsnafninu al-Khowârizmî. (Innskot ritstjóra: Al-Khowârizmî þessi var uppi á fyrri hluta níundu aldar og ritaði bók um indóarabískar tölur og reikning með þeim. Orðið 'algorism er dregið af höfundarnafni þess rits. Það er til í íslenskri þýðingu eða endursögn frá miðöldum í handriti sem nefnist Hauksbók, og heitir það þar Algorismus). Al-Khwarismi er einnig þekktur fyrir bók um reikniaðferðir, Kitab al jabr w'al-muqabala. Af nafni hennar er stærðifræðiorðið algebra dregið, sjá nánar í svari Kristínar Bjarnadóttur við spurningunni Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?

Al-Khowârizmî hét fullu nafni Abu Ja'far Mohammed ibn Mûsâ al-Khowârizmî, sem útleggja má sem faðir Ja'fars, Mohammed, sonur Moses, frá Khowârizm, en Khowârizm er nú borgin Khiva í Uzbekistan.

Enska og alþjóðlega orðmyndin algorithm er nýleg, sennilega frá miðri tuttugustu öld, og er talin vera afbökun á algorism vegna misskilnings og ruglings við enska orðið arithmetic. Orðið hefur verið aðlagað betur að íslensku máli með því að breyta því í algrím, sem er hvorugkynsorð og beygist eins og rím. Annað íslenskt orð sömu eða svipaðrar merkingar er reiknirit. Af íslensku orðmyndunum er hér mælt með þeirri nýjustu, algrím.

Eins og nánar er útskýrt hér þá er algrím forskrift eða lýsing sem segir hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Algrím fyrir dagatalsútreikninga, svokölluð fingrarím, voru lengi notuð bæði hérlendis og í öðrum löndum. Notkun þeirra krafðist ekki skriffæra því að menn reiknuðu á fingrum sér eins og nafnið bendir til. Á vefsíðum Almanaks Háskóla Íslands eru reglur um fingrarím, eftir Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðing. Þar kemur fram að Íslendingar stóðu löngum framarlega í fingrarímslistum og Jón Árnason Skálholtsbiskup afrekaði það um miðja átjándu öld, fyrstur manna að því er virðist, að semja og gefa út fingrarímsreglur(sjá mynd hér til hægri, smellið á myndina til að stækka hana) fyrir gregoríanska tímatalið.

Tekið skal fram að orðin algrím og fingrarím eru óskyld og af mismunandi uppruna, svo að það er skemmtileg tilviljun að þau skuli ríma bæði í merkingu og hljóðan.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: Vefsíða Almanaks Háskóla Íslands - Sótt 22.07.10

Höfundur

Snorri Agnarsson

prófessor í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.3.2001

Spyrjandi

Ritstjórn og Ólafur Guðmundsson

Tilvísun

Snorri Agnarsson. „Hvernig er orðið algrím til komið?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2001, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1377.

Snorri Agnarsson. (2001, 13. mars). Hvernig er orðið algrím til komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1377

Snorri Agnarsson. „Hvernig er orðið algrím til komið?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2001. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1377>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er orðið algrím til komið?
Orðið algrím er nýyrði fyrir alþjóðaorðið sem heitir á ensku ‘algorithm’. Það hefur áður verið íslenskað sem algórithmi, algóriþmi eða algóritmi. Það er dregið af eldri orðmynd, algorism, sem aftur er dregið af persneska mannsnafninu al-Khowârizmî. (Innskot ritstjóra: Al-Khowârizmî þessi var uppi á fyrri hluta níundu aldar og ritaði bók um indóarabískar tölur og reikning með þeim. Orðið 'algorism er dregið af höfundarnafni þess rits. Það er til í íslenskri þýðingu eða endursögn frá miðöldum í handriti sem nefnist Hauksbók, og heitir það þar Algorismus). Al-Khwarismi er einnig þekktur fyrir bók um reikniaðferðir, Kitab al jabr w'al-muqabala. Af nafni hennar er stærðifræðiorðið algebra dregið, sjá nánar í svari Kristínar Bjarnadóttur við spurningunni Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?

Al-Khowârizmî hét fullu nafni Abu Ja'far Mohammed ibn Mûsâ al-Khowârizmî, sem útleggja má sem faðir Ja'fars, Mohammed, sonur Moses, frá Khowârizm, en Khowârizm er nú borgin Khiva í Uzbekistan.

Enska og alþjóðlega orðmyndin algorithm er nýleg, sennilega frá miðri tuttugustu öld, og er talin vera afbökun á algorism vegna misskilnings og ruglings við enska orðið arithmetic. Orðið hefur verið aðlagað betur að íslensku máli með því að breyta því í algrím, sem er hvorugkynsorð og beygist eins og rím. Annað íslenskt orð sömu eða svipaðrar merkingar er reiknirit. Af íslensku orðmyndunum er hér mælt með þeirri nýjustu, algrím.

Eins og nánar er útskýrt hér þá er algrím forskrift eða lýsing sem segir hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Algrím fyrir dagatalsútreikninga, svokölluð fingrarím, voru lengi notuð bæði hérlendis og í öðrum löndum. Notkun þeirra krafðist ekki skriffæra því að menn reiknuðu á fingrum sér eins og nafnið bendir til. Á vefsíðum Almanaks Háskóla Íslands eru reglur um fingrarím, eftir Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðing. Þar kemur fram að Íslendingar stóðu löngum framarlega í fingrarímslistum og Jón Árnason Skálholtsbiskup afrekaði það um miðja átjándu öld, fyrstur manna að því er virðist, að semja og gefa út fingrarímsreglur(sjá mynd hér til hægri, smellið á myndina til að stækka hana) fyrir gregoríanska tímatalið.

Tekið skal fram að orðin algrím og fingrarím eru óskyld og af mismunandi uppruna, svo að það er skemmtileg tilviljun að þau skuli ríma bæði í merkingu og hljóðan.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: Vefsíða Almanaks Háskóla Íslands - Sótt 22.07.10

...