Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Finnst kúluskítur á Íslandi?

Árni Einarsson

Kúluskíturinn er grænþörungur sem ber vísindaheitið Cladophora aegagropila og vex í stöðuvötnum. Hann finnst í nokkrum vötnum á Íslandi, m.a. Þingvallavatni og Mývatni, einnig Kringluvatni í Suður Þingeyjarsýslu.

Tegundin hefur þrjú vaxtarform. Sums staðar vex hann líkt og mosi á steinum. Einnig getur hann legið laus í smáhnoðrum á vatnsbotninum og myndað eins konar teppi yfir botninn. Loks getur hann myndað þéttar kúlur, sem geta orðið allt að 15 cm í þvermál. Svo stórar kúlur eru aðeins þekktar í tveimur vötnum í heiminum. Annað þeirra er Mývatn, hitt er Akanvatn í Japan. Í Japan heitir tegundin Marimo og er litið á hana sem sérstaka náttúrugersemi og er hún stranglega friðuð.

Kúluskíturinn hefur þá sérstöðu að geta vaxið í daufu ljósi, og vex hann því á meira dýpi en flestar aðrar vatnaplöntur. Nafnið kúluskítur á rætur að rekja til þess, að gróður sem festist í silunganetjum er gjarnan kallaður skítur á máli fiskimanna.

Höfundur

sérfræðingur við Líffræðistofnun HÍ

Útgáfudagur

23.2.2000

Spyrjandi

Valur N. Gunnlaugsson

Efnisorð

Tilvísun

Árni Einarsson. „Finnst kúluskítur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2000, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=138.

Árni Einarsson. (2000, 23. febrúar). Finnst kúluskítur á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=138

Árni Einarsson. „Finnst kúluskítur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2000. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=138>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Finnst kúluskítur á Íslandi?
Kúluskíturinn er grænþörungur sem ber vísindaheitið Cladophora aegagropila og vex í stöðuvötnum. Hann finnst í nokkrum vötnum á Íslandi, m.a. Þingvallavatni og Mývatni, einnig Kringluvatni í Suður Þingeyjarsýslu.

Tegundin hefur þrjú vaxtarform. Sums staðar vex hann líkt og mosi á steinum. Einnig getur hann legið laus í smáhnoðrum á vatnsbotninum og myndað eins konar teppi yfir botninn. Loks getur hann myndað þéttar kúlur, sem geta orðið allt að 15 cm í þvermál. Svo stórar kúlur eru aðeins þekktar í tveimur vötnum í heiminum. Annað þeirra er Mývatn, hitt er Akanvatn í Japan. Í Japan heitir tegundin Marimo og er litið á hana sem sérstaka náttúrugersemi og er hún stranglega friðuð.

Kúluskíturinn hefur þá sérstöðu að geta vaxið í daufu ljósi, og vex hann því á meira dýpi en flestar aðrar vatnaplöntur. Nafnið kúluskítur á rætur að rekja til þess, að gróður sem festist í silunganetjum er gjarnan kallaður skítur á máli fiskimanna.

...