Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Það að segja vöru "diet" eða "létta" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru.

Það er svolítið erfitt að skilgreina orðið "fitandi". Orkuinntaka umfram orkunotkun leiðir til þess að fólk fitnar. Fita inniheldur meiri orku per gramm en kolvetni og prótein, þannig að fituríkar vörur verða oft meira "fitandi" en þær fitusnauðu. Hafa þarf þó í huga að allur matur getur verið "fitandi" hversu hollur sem hann er - bara ef of mikið er borðað af honum.

Margar "diet"-vörur geta flokkast undir að vera "fitandi". Tökum sem dæmi "diet"-súkkulaðikex. Þó svo að "diet"-kexið innihaldi 25% minni orku en sambærilegt súkkulaðikex þá er ekki þar með sagt að varan geti ekki verið fitandi. Það getur líka gefið fólki falska öryggiskend að sjá vöru sem er merkt á þennan hátt - haldi að þá geti það borðað heilan pakka í stað þess að fá sér 2 stk. Það væri því í þessu tilfelli betri kostur að velja einhverja aðra fæðutegund í staðinn fyrir "diet"-kex. "Diet"-vörur eru þó alltaf orkuminni en sambærilegar vörur og þar af leiðandi minna fitandi per einingu.

Hollusta "diet"-vara fer einnig eftir því hvaða vöru við erum með. Ekki er hægt að telja sem svo að "diet"-kexið í dæminu að framan sé hollustuvara. Varan inniheldur væntanlega mjög lítið af vítamínum og steinefnum og má teljast tiltölulega fiturík þrátt fyrir orkuskerðinguna.

Þó er ekki þar með sagt að allar "diet"-vörur séu fitandi og óhollar - síður en svo. Það er í mörgum tilfellum mjög jákvætt þegar orkuinnihald er skorið niður, til dæmis með því að nota minni fitu eða minni sykur í vörurnar. Oft er einnig um að ræða næringarríkar fæðutegundir sem hafa verið orkuskertar. Það þarf því að meta hverja "diet"-vöru fyrir sig: Inniheldur varan nauðsynleg næringarefni? Er um að ræða næringarsnauða vöru sem eingöngu gefur orku? Síðan er hægt að taka ákvörðun hvort valið standi milli "diet"-vörunnar eða sambærilegu vörunnar - eða hreinlega allt annarar fæðutegundar!

Höfundur

Ingibjörg Gunnarsdóttir

prófessor í næringarfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.2.2000

Spyrjandi

Ásdís Sigtryggsdóttir

Tilvísun

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=139.

Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2000, 23. febrúar). Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=139

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=139>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?
Það að segja vöru "diet" eða "létta" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru.

Það er svolítið erfitt að skilgreina orðið "fitandi". Orkuinntaka umfram orkunotkun leiðir til þess að fólk fitnar. Fita inniheldur meiri orku per gramm en kolvetni og prótein, þannig að fituríkar vörur verða oft meira "fitandi" en þær fitusnauðu. Hafa þarf þó í huga að allur matur getur verið "fitandi" hversu hollur sem hann er - bara ef of mikið er borðað af honum.

Margar "diet"-vörur geta flokkast undir að vera "fitandi". Tökum sem dæmi "diet"-súkkulaðikex. Þó svo að "diet"-kexið innihaldi 25% minni orku en sambærilegt súkkulaðikex þá er ekki þar með sagt að varan geti ekki verið fitandi. Það getur líka gefið fólki falska öryggiskend að sjá vöru sem er merkt á þennan hátt - haldi að þá geti það borðað heilan pakka í stað þess að fá sér 2 stk. Það væri því í þessu tilfelli betri kostur að velja einhverja aðra fæðutegund í staðinn fyrir "diet"-kex. "Diet"-vörur eru þó alltaf orkuminni en sambærilegar vörur og þar af leiðandi minna fitandi per einingu.

Hollusta "diet"-vara fer einnig eftir því hvaða vöru við erum með. Ekki er hægt að telja sem svo að "diet"-kexið í dæminu að framan sé hollustuvara. Varan inniheldur væntanlega mjög lítið af vítamínum og steinefnum og má teljast tiltölulega fiturík þrátt fyrir orkuskerðinguna.

Þó er ekki þar með sagt að allar "diet"-vörur séu fitandi og óhollar - síður en svo. Það er í mörgum tilfellum mjög jákvætt þegar orkuinnihald er skorið niður, til dæmis með því að nota minni fitu eða minni sykur í vörurnar. Oft er einnig um að ræða næringarríkar fæðutegundir sem hafa verið orkuskertar. Það þarf því að meta hverja "diet"-vöru fyrir sig: Inniheldur varan nauðsynleg næringarefni? Er um að ræða næringarsnauða vöru sem eingöngu gefur orku? Síðan er hægt að taka ákvörðun hvort valið standi milli "diet"-vörunnar eða sambærilegu vörunnar - eða hreinlega allt annarar fæðutegundar!...