Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er stærsta reikistjarnan?

Sigurður Jón Júlíusson



Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu okkar. Þvermál Júpíters er 142.984 km en jörðin er 12.756,3 km í þvermál. Þvermál Júpíters er þá nærri því að vera 11 sinnum þvermál jarðarinnar. Massi Júpíters er 1.9x1027 kg. Lengi var talið að sextán tungl gangi kringum Júpíter en nú eru þau talin um 30. Sú tala gæti breyst þegar leiðöngrum fjölgar og nákvæmni í athugunum eykst, en nýju tunglin eru öll afar smá, innan við 10 km í þvermál. Fjögur stærstu tunglin heita: Íó, Evrópa, Ganýmedes, Kallistó og eru þau kölluð Galíleó-tunglin. Þessi tungl er hægt að sjá frá jörðinni með góðum sjónauka. Þau eru að ýmsu leyti sambærileg við minni reikistjörnur (jarðstjörnur).

Heimildir:

Vefsíðan "Nine Planets".

Síða NASA um tungl Júpíters.

Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J., 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Freeman and Company. [Myndin er fengin af bls. 303 í Universe].

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

Útgáfudagur

22.3.2001

Spyrjandi

Karl Jónsson

Tilvísun

Sigurður Jón Júlíusson. „Hver er stærsta reikistjarnan? “ Vísindavefurinn, 22. mars 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1403.

Sigurður Jón Júlíusson. (2001, 22. mars). Hver er stærsta reikistjarnan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1403

Sigurður Jón Júlíusson. „Hver er stærsta reikistjarnan? “ Vísindavefurinn. 22. mar. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1403>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsta reikistjarnan?


Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu okkar. Þvermál Júpíters er 142.984 km en jörðin er 12.756,3 km í þvermál. Þvermál Júpíters er þá nærri því að vera 11 sinnum þvermál jarðarinnar. Massi Júpíters er 1.9x1027 kg. Lengi var talið að sextán tungl gangi kringum Júpíter en nú eru þau talin um 30. Sú tala gæti breyst þegar leiðöngrum fjölgar og nákvæmni í athugunum eykst, en nýju tunglin eru öll afar smá, innan við 10 km í þvermál. Fjögur stærstu tunglin heita: Íó, Evrópa, Ganýmedes, Kallistó og eru þau kölluð Galíleó-tunglin. Þessi tungl er hægt að sjá frá jörðinni með góðum sjónauka. Þau eru að ýmsu leyti sambærileg við minni reikistjörnur (jarðstjörnur).

Heimildir:

Vefsíðan "Nine Planets".

Síða NASA um tungl Júpíters.

Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J., 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Freeman and Company. [Myndin er fengin af bls. 303 í Universe].

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....