Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.
Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig varð jörðin til? segir meðal annars:
Loks má nefna að brautir reikistjarnanna liggja allar því sem næst í sömu sléttu (sama plani) og þær ganga allar í sömu átt umhverfis sólu. Þetta eru afleiðingar þess að þær mynduðust allar úr sama efnisdisknum sem var á hægum snúningi umhverfis sólu og taka þátt í að varðveita hverfiþungann sem í honum fólst í upphafi.
Í svarinu er útskýrt hvernig sólkerfið varð til og um leið hvernig snúningur þess kom til.
Undantekningin frá því að allar pláneturnar séu í sömu sléttu er hins vegar Plútó, en braut hans hallar um 17 gráður miðað við grunnsléttu sólkerfisins. Nánar er sagt frá Plútó í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?
Líklega er það þetta sem spyrjandi á við með því að brautirnar séu "samhliða": Að þær séu allar í sömu sléttu eða því sem næst. Þó mundu margir skilja það orðalag öðruvísi: að þær séu eins og tveir bílar sem aka hlið við hlið eftir beinum vegi með sama hraða. En reikistjörnurnar eru á misstórum sporbaugsbrautum og hreyfast mishratt eftir þeim, því hraðar sem þær eru nær sól. Á hverjum tíma eru þær "tvist og bast" á brautunum, til dæmis í ýmsum áttum séð frá sólu og um leið með afar mismunandi stefnu. Því fer þess vegna fjarri að hreyfing þeirra eða brautir séu "samhliða" samkvæmt venjulegri merkingu þess orðs.
ÞV og ÖJ. „Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2001, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1415.
ÞV og ÖJ. (2001, 23. mars). Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1415
ÞV og ÖJ. „Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2001. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1415>.